Innlent

Í­búar á Austur­landi bjart­sýnastir á veður­sæld í sumar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Veðrið hefur við íbúa Seyðisfjarðar síðustu sumur og könnunin endurspeglar það.
Veðrið hefur við íbúa Seyðisfjarðar síðustu sumur og könnunin endurspeglar það. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Maskína hefur birt könnun um vonir landsmanna til veðursældar í sumar. Áberandi er hve bjartsýnir íbúar á Norður- og Austurlandi eru á gott veður í sumar, samanborið við íbúa höfuðborgarsvæðisins sem ekki eru jafn vongóðir.

Samkvæmt niðurstöðum Maskínu, sem sjá má hér að neðan, halda um 92 prósent íbúa Austurlands að veðrið verði gott á sínum landshluta. 85 prósent íbúa Norðurlands eru sama sinnis. Ekki er fyrir að fara neinum svarendum frá Norður- eða Austurlandi sem halda að veðrið muni vera slæmt.

Sama er ekki uppi á teningnum hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins, en um helmingur íbúa þess hafa trú á góðu veðri í sumar. Um sjö til átta prósent halda að veðrið verði slæmt í sumar.

Íbúar Norður- og Austurlands eru töluvert vongóðari um gott veður en íbúar höfuðborgarsvæðisinsmaskína

Niðurstöðurnar má kynna sér í heild sinni í skjalinu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×