Telja sig hafa fundið elsta tré í heimi í Síle Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2022 13:37 Börkur Patagoníugrátviðs. Hann vex afar hægt og getur orðið allt að 45 metra hár. Vísir/Getty Patagoníugrátviður sem hópur vísindamanna hefur rannsakað í sunnanverðu Síle gæti verið meira en fimm þúsund ára gamall. Sé það rétt er tréð það elsta sem vitað er um á jörðinni. Tréð, sem er kallað langafi, er í Alerce Costero-þjóðgarðinum í Suður-Síle. Vísindamönnunum hefur ekki tekist að aldursgreina það nákvæmlega vegna þess hversu bolur þess er gríðarlega sver. Hann er fjórir metrar í þvermál en venjulega eru tekin eins metra þver sýni til að telja trjáhringi sem segja til um aldur. Því notaði notaði hópurinn tölvulíkön til viðbótar við að telja aldurshringina sem hann náði í sýni. Niðurstaða rannsóknarinnar er að tréð sé allt að 5.484 ára gamalt, umtalsvert eldra en broddafurutré í Kaliforníu sem hefur verið talið það elsta á jörðinni til þessa. Furan er 4.853 ára gömul. Sé aldursmælingin rétt er grátviðurinn (Fitzroya cupressoides) töluvert eldri en pýramídarnir í Egyptalandi og skaut upp kollinum um það leyti sem mannkynið tileinkaði sér ritlist. This lush forest in southern Chile might be home to the world s oldest tree https://t.co/3hNQSBiKsv pic.twitter.com/L3j3m9sgmX— Reuters (@Reuters) May 27, 2022 Jonathan Barinchivich, vísindamaðurinn sem stýrir rannsókninni, segir Reuters-fréttastofunni að 80% líkur séu á að grátviðurinn sé meira en fimm þúsund ára gamall. Fimmtungslíkur séu á að hann sé yngri. Barinchivich hefur áhyggjur af hvað tréð er áberandi í þjóðgarðinum. Ferðamenn fari oft af útsýnispalli, gangi á rótum trésins og taki með sér hluta af berki þess. Barichivich segir að sambærileg tré í Bandaríkjunum séu falin til að forðast ágang ferðafólks. Segist hann vona að fólk hugsi um það í augnablik hvað það þýði að lifa í fimm þúsund ár og setji það í samhengi við eigið líf og loftslagsvandann. Ekki eru allir tilbúnir að slá aldri trésins föstu. Ed Cook, stofnandi Trjáhringjarannsóknastöðvar Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, segir vísindaritinu Science að eina leiðin til að aldursgreina tré sé að telja alla hringi þess. Chile Vísindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Tréð, sem er kallað langafi, er í Alerce Costero-þjóðgarðinum í Suður-Síle. Vísindamönnunum hefur ekki tekist að aldursgreina það nákvæmlega vegna þess hversu bolur þess er gríðarlega sver. Hann er fjórir metrar í þvermál en venjulega eru tekin eins metra þver sýni til að telja trjáhringi sem segja til um aldur. Því notaði notaði hópurinn tölvulíkön til viðbótar við að telja aldurshringina sem hann náði í sýni. Niðurstaða rannsóknarinnar er að tréð sé allt að 5.484 ára gamalt, umtalsvert eldra en broddafurutré í Kaliforníu sem hefur verið talið það elsta á jörðinni til þessa. Furan er 4.853 ára gömul. Sé aldursmælingin rétt er grátviðurinn (Fitzroya cupressoides) töluvert eldri en pýramídarnir í Egyptalandi og skaut upp kollinum um það leyti sem mannkynið tileinkaði sér ritlist. This lush forest in southern Chile might be home to the world s oldest tree https://t.co/3hNQSBiKsv pic.twitter.com/L3j3m9sgmX— Reuters (@Reuters) May 27, 2022 Jonathan Barinchivich, vísindamaðurinn sem stýrir rannsókninni, segir Reuters-fréttastofunni að 80% líkur séu á að grátviðurinn sé meira en fimm þúsund ára gamall. Fimmtungslíkur séu á að hann sé yngri. Barinchivich hefur áhyggjur af hvað tréð er áberandi í þjóðgarðinum. Ferðamenn fari oft af útsýnispalli, gangi á rótum trésins og taki með sér hluta af berki þess. Barichivich segir að sambærileg tré í Bandaríkjunum séu falin til að forðast ágang ferðafólks. Segist hann vona að fólk hugsi um það í augnablik hvað það þýði að lifa í fimm þúsund ár og setji það í samhengi við eigið líf og loftslagsvandann. Ekki eru allir tilbúnir að slá aldri trésins föstu. Ed Cook, stofnandi Trjáhringjarannsóknastöðvar Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, segir vísindaritinu Science að eina leiðin til að aldursgreina tré sé að telja alla hringi þess.
Chile Vísindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira