Fulltrúar á Barnaþingi segja mikilvægt að yfirvöld hlusti á tillögur barna Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2022 19:25 Krakkar í ráðgjafahópi sem einnig voru fulltrúar á Barnaþingi í mars afhentu ríkisstjórninni skýrslu um þingið í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/hmp Fulltrúar á nýafstöðnu Barnaþingi, þar sem meðal annars var lögð áhersla á umhverfis- og mannréttindamál, segja mikilvægt að stjórnvöld hlusti á tillögur barna. Forsætisráðherra segir að sérstök umræða verði á Alþingi um niðurstöður þingsins sem ríkisstjórninni voru afhentar í dag. Hópur ungmenna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sem sat Barnaþing í byrjun mars mætti í Ráðherrabústaðinn í dag til að afhenda ríkisstjórninni skýrslu með niðurstöðum þingsins. En margir þingmenn og ráðherrar sóttu einnig þingið í Hörpu í mars. Vilhjálmur Hauksson er í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sat þingiðí Hörpu í vor. Hann var mættur fyrir utan Ráðherrabústaðinn ásamt fleirum í morgun til að afhenda skýrslu um þingstörfin. Vilhjálmur Hauksson segir gaman hvað fulltrúar á Barnaþingi voru ólíkir og settu fram mismunandi skoðanir á einstökum málum.Stöð 2 „Mér finnst mjög áhugavert að heyra hvað öðrum finnst. Svo fannst mér ráðherrarnir líka vera mikið að hlusta á okkur. Það kemur svo í ljós hvort þau voru í rauninni að gera það eða ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann fer allra sinna ferða í hjólastól. Og þú mætir strax smá hindrun til að komast þangað inn? „Já, mér finnst þetta ekki alveg nógu gott. Því miður. Svo spyr maður bara sjálfan sig hvað ef yrði kosinn einhver fatlaður í ríkisstjórn,“ segir Vilhjálmur en mjög háar og langar tröppur liggja upp í Ráðherrabústaðinn. Börn með fjölbreyttar skoðanir Þórey María sem situr í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og var fulltrúi á Barnaþingi sagði gaman hvað margar og ólíkar skoðanir hefðu komið fram áþinginu. „Og það skiptir dálitlu máli þegar við komum og segjum okkar skoðanir og hugmyndir og alls konar, að þá sé hlustað á það,“ sagði Þórey María þegar hún ávarpaði ríkisstjórnina. Hún teldi ríkisstjórnina þó vera að hlusta. „Því ef þið skoðið skýrsluna síðan vel takið þið kannski eftir því að við höfum alveg jafn miklar skoðanir og þið. Þannig að gangi ykkur vel,“ sagði Þórey María við góðar undirtektir ráðherra. Ráðherrar tóku vel í málflutning krakkanna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna.Stöð 2 Ráðherrunum var síðan öllum afhent eintak af skýrslunni og sérmerktir pokar þingsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikið hafa verið vitnað í Barnaþingið á Alþingi og ljóst að þingið hefði haft áhrif á þingmenn allra flokka sem sóttu það. Nýja skýrslan verði rædd sérstaklega á Alþingi. „Eitt af því sem var rætt sérstaklega man ég í einni umræðu sem ég tók þátt í, var að það ætti að taka tillit til þess að börn eru ekki eins. Það komist ekki öll börn upp alla stiga, eins og það var orðað á þinginu og þetta sat svolítið í mörgum þingmönnum,“ sagði forsætisráðherra í stuttu ávarpi til fulltrúa Barnaþings. Við sáum þegar þau mættu núna að það veitti ekki af að rampa upp Ráðherrabústaðinn? „Já, aðgengismálin eru ekki í nógu góðum farvegi. Við erum að vinna að breytingum núna á stjórnarráðinu. En þetta er eitthvað sem við þekkjum aldeilis og höfum verið að vinna að. Það er að breyta aðgengismálunum,“ sagði Katrín. Vilhjálmur, þú er ánægður að heyra það? „Já, ég er það. Segi bara takk fyrir og ánægður að heyra að það sé verið að vinna í þessu,” sagði Vilhjálmur og Katrín bætti við: „Það ætti að vera löngu búið auðvitað.“ En framkvæmdir standa nú yfir við bakhlið Ráðherrabústaðarins og til þess að allrar sanngirni sé gætt þá var rampur þar við bakdyrnar áður. En eins og sést í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt standa yfir töluverðar framkvæmdir bakvið húsið vegna leka sem kom í snjóunum miklu í vetur. Þannig aðþetta stendur allt til bóta. Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Hópur ungmenna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sem sat Barnaþing í byrjun mars mætti í Ráðherrabústaðinn í dag til að afhenda ríkisstjórninni skýrslu með niðurstöðum þingsins. En margir þingmenn og ráðherrar sóttu einnig þingið í Hörpu í mars. Vilhjálmur Hauksson er í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sat þingiðí Hörpu í vor. Hann var mættur fyrir utan Ráðherrabústaðinn ásamt fleirum í morgun til að afhenda skýrslu um þingstörfin. Vilhjálmur Hauksson segir gaman hvað fulltrúar á Barnaþingi voru ólíkir og settu fram mismunandi skoðanir á einstökum málum.Stöð 2 „Mér finnst mjög áhugavert að heyra hvað öðrum finnst. Svo fannst mér ráðherrarnir líka vera mikið að hlusta á okkur. Það kemur svo í ljós hvort þau voru í rauninni að gera það eða ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann fer allra sinna ferða í hjólastól. Og þú mætir strax smá hindrun til að komast þangað inn? „Já, mér finnst þetta ekki alveg nógu gott. Því miður. Svo spyr maður bara sjálfan sig hvað ef yrði kosinn einhver fatlaður í ríkisstjórn,“ segir Vilhjálmur en mjög háar og langar tröppur liggja upp í Ráðherrabústaðinn. Börn með fjölbreyttar skoðanir Þórey María sem situr í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og var fulltrúi á Barnaþingi sagði gaman hvað margar og ólíkar skoðanir hefðu komið fram áþinginu. „Og það skiptir dálitlu máli þegar við komum og segjum okkar skoðanir og hugmyndir og alls konar, að þá sé hlustað á það,“ sagði Þórey María þegar hún ávarpaði ríkisstjórnina. Hún teldi ríkisstjórnina þó vera að hlusta. „Því ef þið skoðið skýrsluna síðan vel takið þið kannski eftir því að við höfum alveg jafn miklar skoðanir og þið. Þannig að gangi ykkur vel,“ sagði Þórey María við góðar undirtektir ráðherra. Ráðherrar tóku vel í málflutning krakkanna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna.Stöð 2 Ráðherrunum var síðan öllum afhent eintak af skýrslunni og sérmerktir pokar þingsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikið hafa verið vitnað í Barnaþingið á Alþingi og ljóst að þingið hefði haft áhrif á þingmenn allra flokka sem sóttu það. Nýja skýrslan verði rædd sérstaklega á Alþingi. „Eitt af því sem var rætt sérstaklega man ég í einni umræðu sem ég tók þátt í, var að það ætti að taka tillit til þess að börn eru ekki eins. Það komist ekki öll börn upp alla stiga, eins og það var orðað á þinginu og þetta sat svolítið í mörgum þingmönnum,“ sagði forsætisráðherra í stuttu ávarpi til fulltrúa Barnaþings. Við sáum þegar þau mættu núna að það veitti ekki af að rampa upp Ráðherrabústaðinn? „Já, aðgengismálin eru ekki í nógu góðum farvegi. Við erum að vinna að breytingum núna á stjórnarráðinu. En þetta er eitthvað sem við þekkjum aldeilis og höfum verið að vinna að. Það er að breyta aðgengismálunum,“ sagði Katrín. Vilhjálmur, þú er ánægður að heyra það? „Já, ég er það. Segi bara takk fyrir og ánægður að heyra að það sé verið að vinna í þessu,” sagði Vilhjálmur og Katrín bætti við: „Það ætti að vera löngu búið auðvitað.“ En framkvæmdir standa nú yfir við bakhlið Ráðherrabústaðarins og til þess að allrar sanngirni sé gætt þá var rampur þar við bakdyrnar áður. En eins og sést í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt standa yfir töluverðar framkvæmdir bakvið húsið vegna leka sem kom í snjóunum miklu í vetur. Þannig aðþetta stendur allt til bóta.
Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira