„Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta hefur verið basl og ÍBV hefur staðið vel í okkur. Við vissum að þetta yrði barátta allan tímann og þeir mættu okkur vel,“ sagði Stiven í samtali við Vísi eftir leikinn.
Leikurinn var æsispennandi og dramatíkin undir lokin mikil. „Það eru svo miklar tilfinningar í spilinu undir lokin en maður verður bara að klára leikinn. Svo má allt blossa úr manni í lokin,“ sagði Stiven.
En hvað stendur upp úr á þessu draumatímabili hjá Val?
„Þetta er búinn að vera helvíti góður árangur hjá okkur núna og það er bara að vera með þessum helvítis kóngum í liði. Þetta eru meistarar og við erum fjölskylda,“ sagði Stiven að lokum.