Segir stjórnvöld senda fatlaðan bróður sinn út í opinn dauðann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2022 21:31 Fjölskyldan fékk brottvísun sinni til Grikklands frestað, en sú frestun gildir til 31. maí. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Vísir/Bjarni Fjölskylda fatlaðs manns frá Írak sem vísa á úr landi segir stjórnvöld senda hann út í opinn dauðann fari hann til Grikklands. Nauðsynleg læknisþjónusta sem hann hefur notið hér standi honum ekki til boða þar í landi. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í um eitt og hálft ár, eftir að hafa komið hingað frá Grikklandi. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki standi til að vísa barnafjölskyldum til Grikklands. Lögmaður fjölskyldunnar segir að þar sem allir fjölskyldumeðlimir séu eldri en átján ára hafi brottvísun þeirra ekki verið dregin til baka. Fjölskyldan bjó í Grikklandi í tvö og hálft ár áður en hún kom til Íslands. „Í Grikklandi er ekki hægt að lifa eðlilegu lífi. Þar er enga vinnu að fá. Eftir að ég fékk nafnskírteini var okkur hent út og sagt að finna okkur vinnu. Það var enga vinnu að fá hjá Grikkjunum,“ segir Sajjad Hussein. Fjölskyldan sækir nú námskeið til að læra íslensku. Fjölskyldan fékk brottvísun sinni til Grikklands frestað, en sú frestun rennur út 31. maí. Einn fjölskyldumeðlima, Hussein, notast við hjólastól. Á Íslandi hefur Hussein fengið læknisþjónustu sem hann fengi ekki í Grikklandi. „Þegar hann kom hingað komst hann í vikulega sjúkraþjálfun. Hann komst til læknis og fékk umönnun. Enginn annaðist hann í Grikklandi,“ segir Sajjad, bróðir Husseins. Sajjad óttast mjög um afdrif bróður síns ef af brottvísuninni verður. „Verði hann sendur aftur til Grikklands senda þeir hann út í opinn dauðann.“ Þó fjölskyldan hafi sérstakar áhyggjur af aðstæðum í Grikklandi vegna fötlunar Husseins, segja þau ekkert líf bíða sín í Grikklandi. Hussein segist hamingjusamur hér á landi. Hann muni ekki fá viðeigandi læknisþjónustu í Grikklandi, verði hann sendur þangað.Vísir/Bjarni Systurnar Zahraa og Yasameen myndu til að mynda ekki komast í skóla, og fengju enga vinnu. Fjölskyldan er hins vegar ánægð með lífið á Íslandi og segir fólk hér á landi hafa tekið sér vel. „Ég hef komið til margra landa og hef hitt margt fólk á lífsleiðinni, en ég hef aldrei kynnst fólki eins og Íslendingum. Ég tel íslensku þjóðina vera þá bestu í heimi. Þess vegna vil ég dvelja hér,“ segir Sajjad. Auk systkinanna fjögurra býr móðir þeirra, Maysoon Al Saedi, með þeim hér á landi. Hussein bætir við: „Ég er hamingjusamur hér.“ Í myndbandsfréttinni hér að ofan sagði að fjölskyldan væri frá Íran. Hið rétta er að hún er frá Írak. Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir „Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25 Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sjá meira
Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í um eitt og hálft ár, eftir að hafa komið hingað frá Grikklandi. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki standi til að vísa barnafjölskyldum til Grikklands. Lögmaður fjölskyldunnar segir að þar sem allir fjölskyldumeðlimir séu eldri en átján ára hafi brottvísun þeirra ekki verið dregin til baka. Fjölskyldan bjó í Grikklandi í tvö og hálft ár áður en hún kom til Íslands. „Í Grikklandi er ekki hægt að lifa eðlilegu lífi. Þar er enga vinnu að fá. Eftir að ég fékk nafnskírteini var okkur hent út og sagt að finna okkur vinnu. Það var enga vinnu að fá hjá Grikkjunum,“ segir Sajjad Hussein. Fjölskyldan sækir nú námskeið til að læra íslensku. Fjölskyldan fékk brottvísun sinni til Grikklands frestað, en sú frestun rennur út 31. maí. Einn fjölskyldumeðlima, Hussein, notast við hjólastól. Á Íslandi hefur Hussein fengið læknisþjónustu sem hann fengi ekki í Grikklandi. „Þegar hann kom hingað komst hann í vikulega sjúkraþjálfun. Hann komst til læknis og fékk umönnun. Enginn annaðist hann í Grikklandi,“ segir Sajjad, bróðir Husseins. Sajjad óttast mjög um afdrif bróður síns ef af brottvísuninni verður. „Verði hann sendur aftur til Grikklands senda þeir hann út í opinn dauðann.“ Þó fjölskyldan hafi sérstakar áhyggjur af aðstæðum í Grikklandi vegna fötlunar Husseins, segja þau ekkert líf bíða sín í Grikklandi. Hussein segist hamingjusamur hér á landi. Hann muni ekki fá viðeigandi læknisþjónustu í Grikklandi, verði hann sendur þangað.Vísir/Bjarni Systurnar Zahraa og Yasameen myndu til að mynda ekki komast í skóla, og fengju enga vinnu. Fjölskyldan er hins vegar ánægð með lífið á Íslandi og segir fólk hér á landi hafa tekið sér vel. „Ég hef komið til margra landa og hef hitt margt fólk á lífsleiðinni, en ég hef aldrei kynnst fólki eins og Íslendingum. Ég tel íslensku þjóðina vera þá bestu í heimi. Þess vegna vil ég dvelja hér,“ segir Sajjad. Auk systkinanna fjögurra býr móðir þeirra, Maysoon Al Saedi, með þeim hér á landi. Hussein bætir við: „Ég er hamingjusamur hér.“ Í myndbandsfréttinni hér að ofan sagði að fjölskyldan væri frá Íran. Hið rétta er að hún er frá Írak.
Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir „Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25 Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sjá meira
„Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25
Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35