Fótbolti

Hólmar Örn: Það er augljóst að það vantar sjálfstraust

Dagur Lárusson skrifar
Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals.
Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals. Vísir/Hulda Margrét

Hólmar Örn, fyrirliði Vals, var að vonum svekktur eftir tap síns liðs gegn Fram í Bestu deild karla í dag.

„Við komum sjálfum okkur í frekar erfiða stöðu og við eigum að gera mikið betur,” byrjaði Hólmar Örn, fyrirliði Vals, að segja eftir leik.

„Vendipunkturinn var að öllum líkindum þetta rauða spjald sem við fáum en síðan auðvitað missum við Svenna líka út af vellinum og Kristján kemur inn, en hann stóð sig samt frábærlega, ekkert við hann að sakast,” hélt Hólmar Örn áfram.

Þetta var þriðja tapið í röð hjá Val í deildinni en Hólmar telur að liðið þurfi að líta inn á við og finna svör.

„Við þurfum bara að líta inn á við og sjá hvað við getum gert betur, erum að fá tveggja vikna pásu núna og við þurfum að nota hana vel. Við þurfum að setjast niður saman sem hópur og finna lausnir.”

Hólmar vill meina að það vanti töluvert sjálfstraust í liðið.

„Það er eiginlega augljóst að það vantar sjálfstraust í liðið og það er því miður ekki auðvelt að innstilla þannig í leikmenn og lið í heildina, það er bara ákveðið ferli,” endaði Hólmar Örn á að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×