Fótbolti

Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stuðningsmenn reyna að koma sér inn á völlinn.
Stuðningsmenn reyna að koma sér inn á völlinn. Matthias Hangst/Getty Images

Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær.

Eins og greint var frá hér á Vísi í morgun ríkti sannkallað ófremdarástand fyrir utan leikvanginn áður en flautað var til leiks. Langar raðir mynduðust þar sem stuðningsmenn biðu í tvo til þrjá tíma. 

Einhverjir stuðningsmenn reyndu að brjóta sér leið inn á leikvanginn og aðrir voru með falsaða miða að sögn UEFA. Lögreglan á svæðinu beitti táragasi til að dreifa mannfjöldanum og allt varð þetta til þess að úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu hófst ekki fyrr en rúmlega hálftíma á eftir áætlun.

Nadine Dorris, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur nú tekið undir yfirlýsingu Liverpool þar sem kallað var eftir opinberri rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan leikvanginn. Hún segir það mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi að læra af þessum atburðum.

UEFA gaf einnig frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sambandið sagði að þessi mál yrðu skoðuð gaumgæfilega. 

Þá hefur franska íþróttamálaráðuneytið boðað UEFA, franska knattspyrnusambandið, stjórnendur Stade de France og lögregluna til fundar á morgun þar sem farið verður yfir þessi mál og reynt að „draga lærdóm“ af atburðunum eins og það er orðað.


Tengdar fréttir

Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn

Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×