Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum tökum við púlsinn á meirihlutaviðræðum í Reykjavík en það er síðasti meirihlutinn sem eftir á að mynda í stærstu sveitarfélögum landsins. 

Rætt verður við Einar Þorsteinsson oddvita Framsóknar í fréttatímanum. 

Þá heyrum við í Páli Einarssyni jarðeðlisfræðingi um jarðskjálftana á Norðurlandi en snörp hrina hefur verið þar síðasta sólarhringinn þar sem nokkrir skjálftar hafa fundist vel í byggð. 

Einnig fræðumst við um stöðuna í ferðaþjónustunni og hvernig gengið hefur að manna í stöður eftir að fefrðamenn fóru aftur að streyma til landsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×