Þrátt fyrir að landsleikjahlé sé fram undan í fótbolta karla og að Íslandsmótum í innanhúsíþróttum sé lokið er enn að finna beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum á rásum Stöðvar 2 Sport.
Ein bein útsending er í dag þegar Badalona tekur á móti Lenovo Tenerife í þriðja og síðasta leik liðanna í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni spænska körfuboltans. Bæði lið unnu stórsigur á heimavelli í einvíginu, Badalona vann fyrsta leikinn 100-68 og Tenerife þann næsta 103-76. Áhugavert verður að sjá hvort heimavallarrétturinn hjálpi þeim fyrrnefndu er liðin mætast klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.
Liðið sem fagnar sigri mun mæta Barcelona í undanúrslitum.