Veður

Blíð­viðrið senn úr sögunni

Árni Sæberg skrifar
Veðurstofan spáir rigningu í vikunni.
Veðurstofan spáir rigningu í vikunni. Vísir/Vilhelm

Eftir langan blíðviðriskafla virðist veður á höfuðborgarsvæðinu ætla að versna á næstu dögum. 

„Eftir blíðskaparveður á höfuðborgarsvæðinu liðna helgi taka við fremur vætusamir dagar,“ segir á vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Í kvöld verður áfram hæglætisveður en þokuloft verður áfram viðloðandi við borgina. Á morgun er útlit fyrir rigningu meira og minna allan daginn og breytilega átt, þrjá til átta metra á sekúndu. Hiti verður sjö til ellefu stig.

Á miðvikudag og fimmtudag verður rigning með köflum og hiti átta til ellefu stig.

Þá syrtir í álinn á föstudag en búist er við rigningu allan daginn sem heldur áfram á laugardag. Þó hlýnar heldur í veðri laugardag þegar hiti verður níu til tólf stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×