Perez framlengir við Red Bull Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2022 18:45 Sergio Perez verður áfram í herbúðum Red Bull. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Mexíkóski ökuþórinn Sergio Perez hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við Red Bull. Framlengingin nær til ársins 2024, en þessi 32 ára ökuþór vann sína fyrstu keppni á tímabilinu þegar hann kom fyrstur í mark í Mónakó síðastliðinn sunnudag. Eftir sigurinn á sunnudaginn situr Perez í þriðja sæti í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Liðsfélagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, trónir á toppnum, en saman sjá þeir til þess að Red Bull-liðið leiðir heimsmeistarakeppni bílasmiða. „Þetta hefur verið ótrúleg vika fyrir mig. Að sigra í Mónakó er draumur fyrir hvaða ökumann sem er og að fylgja því svo eftir með því að tilkynna að ég verði hjá Red Bull til ársins 2024 gerir mig ótrúlega hamingjusaman,“ sagði Perez. Thank you for all the trust and for making me part of this family for two more years! Vamooos!¡Gracias por toda la confianza y por hacerme parte de esta familia hasta 2024! ¡Vamooos! @redbullracing pic.twitter.com/DCNpUt3WMg— Sergio Pérez (@SChecoPerez) May 31, 2022 Christian Horner, liðsstjóri Red Bull, sagði enn fremur að Perez væri ekki bara frábær liðsmaður, heldur væri hann að stíga skref í átt að því að berjast á toppnum. „Aftur og aftur hefur hann sannað sig sem ekki bara frábær liðsmaður, heldur hefur sjálfstraustið hans aukist það mikið að hann er farinn að gera sig gildandi meðal fremstu manna. Á þessu ári hefur hann tekið enn eitt skrefið í átt að því og er farinn að minnka bilið á milli sín og heimsmeistarans Max Verstappen,“ sagði Horner. Formúla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Framlengingin nær til ársins 2024, en þessi 32 ára ökuþór vann sína fyrstu keppni á tímabilinu þegar hann kom fyrstur í mark í Mónakó síðastliðinn sunnudag. Eftir sigurinn á sunnudaginn situr Perez í þriðja sæti í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Liðsfélagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, trónir á toppnum, en saman sjá þeir til þess að Red Bull-liðið leiðir heimsmeistarakeppni bílasmiða. „Þetta hefur verið ótrúleg vika fyrir mig. Að sigra í Mónakó er draumur fyrir hvaða ökumann sem er og að fylgja því svo eftir með því að tilkynna að ég verði hjá Red Bull til ársins 2024 gerir mig ótrúlega hamingjusaman,“ sagði Perez. Thank you for all the trust and for making me part of this family for two more years! Vamooos!¡Gracias por toda la confianza y por hacerme parte de esta familia hasta 2024! ¡Vamooos! @redbullracing pic.twitter.com/DCNpUt3WMg— Sergio Pérez (@SChecoPerez) May 31, 2022 Christian Horner, liðsstjóri Red Bull, sagði enn fremur að Perez væri ekki bara frábær liðsmaður, heldur væri hann að stíga skref í átt að því að berjast á toppnum. „Aftur og aftur hefur hann sannað sig sem ekki bara frábær liðsmaður, heldur hefur sjálfstraustið hans aukist það mikið að hann er farinn að gera sig gildandi meðal fremstu manna. Á þessu ári hefur hann tekið enn eitt skrefið í átt að því og er farinn að minnka bilið á milli sín og heimsmeistarans Max Verstappen,“ sagði Horner.
Formúla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira