Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs og sjálfbærni Arion banka, segir að appið hafi legið niðri frá um klukkan 11 og að unnið sé að viðgerð.
Á vef bankans er viðskiptavinum bent á netbankann og netspjallið á arionbanki.is.
„Einnig er hægt að koma við í útibúi eða hafa samband við þjónustuver bankans í síma 444 7000, en mikið álag er þessa stundina í þjónustuveri bankans.
Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningunni.
Uppfært klukkan 14:17: Haraldur Guðni segir í samtali við fréttastofu að appið sé komið aftur upp. Þó sé mögulegt að einhverjir notendur finni fyrir minni háttar truflunum við notkun þess í dag.