Þórður Már og Sólveig Guðrún sýknuð af milljarðakröfu Árni Sæberg skrifar 2. júní 2022 13:27 Sólveig Guðrún og Þórður Már voru sýknuð af öllum kröfum Lyfjablóms ehf. Alþingi/Festir Þórður Már Jóhannesson og Sólveig Guðrún Pétursdóttir voru í dag sýknuð af 2,3 milljarða króna skaðabótakröfum félagsins Lyfjablóms ehf. Kröfurnar áttu rætur sínar að rekja til viðskipta frá árunum 2006 og 2007 en héraðsdómur taldi kröfurnar fallnar niður fyrir tómlætissakir þar sem ekki var hafist handa við málsókn fyrr en árið 2017. Lyfjablóm var dæmt til að greiða samtals tíu milljónir króna í málskostnað. Málið tengist fjárfestingarfélaginu Gnúpi sem stofnað var árið 2006 og var á sínum tíma eitt stærsta einkarekna fjárfestingarfélag landsins. Félagið Lyfjablóm ehf., sem hét áður Björn Hallgrímsson ehf., átti 47 prósent hlut í Gnúpi, en stefndi Þórður Már gegni forstjórastöðu í félaginu. Eigendur Lyfjablóms ehf. voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig Guðrún Pétursdóttir er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Þess má einnig geta að Sólveig var dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 1999 til 2003 og forseti Alþingis á árunum 2005 til 2007, á þeim tíma sem hinir umdeildu viðskiptagerningar voru framkvæmdir. Hafi eignast hluta í félaginu með flókinni fléttu Málið á rætur sínar að rekja til stofnunar fjárfestingarfélagsins Gnúps árið 2006. Félagið var stofnað þegar eignarhaldsfélög í eigu Lyfjablóms og eignarhaldsfélög í eigu Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns og fjárfestis, keyptu allt hlutafé einkahlutafélagsins Þúfubjargs af Fjárfestingarfélaginu Brekku ehf., sem Þórður Már var í forsvari fyrir. Nafni Þúfubjargs ehf. var síðan breytt í Gnúp fjárfestingarfélag ehf. Kaupverðið á helmingshlut Lyfjablóms ehf. í Þúfubjargi ehf. var átta hundruð milljónir króna. Önnur krafa eigenda Lyfjablóms ehf. hljóðaði einmitt upp á átta hundruð milljónir. Í kröfum þeirra segir að kaupin hafi verið hluti af viðskiptafléttu sem nefnd hefur verið Þúfubjargsfléttan. Um hafi verið að ræða þaulskipulagða fléttu sem hafi falið í sér að félög í samstæðu stefnanda hafi í raun fjármagnað hlutafjárframlag stefnda Þórðar í Þúfubjargi ehf. á þann máta að eigið fé þess félags hafi í raun verið minna en gefið hafi verið upp. Þórður Már lagði fram hlutafé upp á tvo milljarða króna fyrir sjö prósent í félaginu en Lyfjablóm ehf. segir hann í raun ekki hafa greitt alla fjárhæðina. Reikningsskil hafi ekki veitt réttar upplýsingar Hinn hluti kröfunnar hljóðar upp á einn og hálfan milljarð króna vegna taps hluthafa sem stefnendur telja hafa orðið vegna rangra reikningsskila sem hafi ekki veitt réttar upplýsingar um fjárhagsstöðu og áhættu félagsins þar sem ekki hafi verið gerð grein fyrir stöðu afleiðusamninga með hlutabréf og gjaldmiðla. Í slíkum viðskiptum felist mikil áhætta þar sem engin takmörk séu sett fyrir því tapi sem kunni að verða með tilliti til þróunar verðmæta á samningstíma. Lyfjablóm ehf. byggði á því að þar sem mikilvægum upplýsingum um fjárhagsstöðu og áhættu Gnúps fjárfestingafélags hf. var haldið leyndum fyrir honum þá hafi hann verið blekktur til að leggja Gnúpi fjárfestingafélagi hf. til fjármuni, samtals einn og hálfan milljarða króna, á sama tíma og félagið stefndi í þrot. Málið allt of seint til komið Lyfjablóm höfðaði fyrst mál gegn Þórði Má og Sólveigu Guðrúnu árið 2018. Héraðsdómur vísaði því máli frá dómi vegna vanreifunar af hálfu stefnanda en Landsréttur sneri dómnum við og fyrirskipaði að héraðsdómur tæki málið til efnislegrar meðferðar. Þegar málið var tekið til efnismeðferðar voru stefndu sýknuð en Landsréttur vísaði þeim dómi heim í hérað þar sem málatilbúnaður stefndu var ekki talinn í samræmi við lög um meðferð einkamála. Því þurfti að reka málið aftur í héraði. Kröfur Þórðar Más voru að hann yrði sýknaður af öllum kröfum Lyfjablóms en Sólveig Guðrún krafðist sýknu eða verulegrar lækkunar skaðabótakröfu. Auk þess að byggja á því að engin saknæm háttsemi hafi átt sér stað báru þau bæði fyrir sig að málatilbúnaður Lyfjablóms væri of seint fram kominn. Gerningarnir sem vísað er til í málsástæðum stefnanda voru framkvæmdir árin 2006 og 2007 en fyrst var hafist handa við málarekstur árið 2017. Í málsástæðum Þórðar Más segir að því hafi krafan verið fyrnd vegna tíu ára fyrningarfrestar laga um fyrning skulda en þau voru felld úr gildi árið 2007, eftir hina umdeildu gjörninga. Þá væri tveggja ára málshöfðunarfrestur þágildandi laga um einkahlutagfélög verið liðinn. Að lokum væri krafan fallin niður fyrir tómlæti stefnanda en ví hefur verið slegið föstu af dómstólum og um það fjallað af hálfu fræðimanna að forsendur kunni að vera til þess að kröfur falli niður af þessari ástæðu, bæði vegna tillitsskyldu gagnvart gagnaðila en ekki síður sökum þess að eftir því sem lengra líður frá málsatvikum verður gagnaöflun erfiðari af beggja hálfu. „Með svo síðbúinni málsókn sýndi stefnandi af sér stórfellt tómlæti um að gera athugasemdir við stefndu vegna þessara viðskiptaog glataði þar með öllum hugsanlegum rétti með því að hafaekki hreyft slíku án ástæðulauss dráttar,“ segir í dómi héraðsdóms. Óvenjuhár málskostnaður Í niðurstöðukafla dómsins segir að hvað varðar kröfu Lyfjablóms ehf. upp á átta hundruð milljónir króna sé skilyrðum laga til að fella skaðabótskyldu á stefndu á grundvelli sakarreglu ekki fullnægt. Engri saknæmri háttsemi hafi verið til að dreifa, hvorki hvað varðar greiðslu kaupverðs Þúfubjargs ehf. né í tengslum við hækkun hlutafjár Gnúps fjárfestingafélags hf. Hvað varðar kröfu upp á einn og hálfan milljarð króna taldi dómurinn ósannað að stefndu bæru skaðabótaábyrgð vegna lántöku sem Lyfjablóm taldi hafa verið gerða á grundvelli rangra eða ófullnægjandi upplýsinga í ársreikningi. Þá féllst héraðsdómur á málsástæður Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar um að allar kröfur á hendur þeim væru ýmist fyrndar, málshöfðunarfrestur þeirra runninn út, fallnar niður fyrir tómlæti eða þær hefðu einfaldlega ekki stofnast. Af þeim sökum voru þau sýknuð af öllum kröfum Lyfjablóms ehf. og var félagið dæmt til að greiða þeim fimm milljónir króna hvoru um sig. Það er óvenjuhár málskostnaður í héraði. Dóminn, sem er mjög langur og ítarlegur, má lesa hér. Fréttin var leiðrétt klukkan 14:10. Dómsmál Tengdar fréttir Eignir þriggja kynslóða fuðruðu upp Fjölskylda Björns Scheving Thorsteinssonar krefst alls 2,3 milljarða króna bóta vegna þess sem hún telur blekkingar í starfsemi Gnúps fyrir hrun. 20. nóvember 2019 11:30 Milljarða bótakröfu vísað frá héraðsdómi 2,3 milljarða skaðabótakröfu félagsins Lyfjablóms ehf. á hendur Þórði Má Jóhannessyni, Magnúsi Kristinssyni, Sólveigu Pétursdóttur, Helga Friðjóni Arnarssyni og KPMG ehf. var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 15. maí 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Málið tengist fjárfestingarfélaginu Gnúpi sem stofnað var árið 2006 og var á sínum tíma eitt stærsta einkarekna fjárfestingarfélag landsins. Félagið Lyfjablóm ehf., sem hét áður Björn Hallgrímsson ehf., átti 47 prósent hlut í Gnúpi, en stefndi Þórður Már gegni forstjórastöðu í félaginu. Eigendur Lyfjablóms ehf. voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig Guðrún Pétursdóttir er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Þess má einnig geta að Sólveig var dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 1999 til 2003 og forseti Alþingis á árunum 2005 til 2007, á þeim tíma sem hinir umdeildu viðskiptagerningar voru framkvæmdir. Hafi eignast hluta í félaginu með flókinni fléttu Málið á rætur sínar að rekja til stofnunar fjárfestingarfélagsins Gnúps árið 2006. Félagið var stofnað þegar eignarhaldsfélög í eigu Lyfjablóms og eignarhaldsfélög í eigu Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns og fjárfestis, keyptu allt hlutafé einkahlutafélagsins Þúfubjargs af Fjárfestingarfélaginu Brekku ehf., sem Þórður Már var í forsvari fyrir. Nafni Þúfubjargs ehf. var síðan breytt í Gnúp fjárfestingarfélag ehf. Kaupverðið á helmingshlut Lyfjablóms ehf. í Þúfubjargi ehf. var átta hundruð milljónir króna. Önnur krafa eigenda Lyfjablóms ehf. hljóðaði einmitt upp á átta hundruð milljónir. Í kröfum þeirra segir að kaupin hafi verið hluti af viðskiptafléttu sem nefnd hefur verið Þúfubjargsfléttan. Um hafi verið að ræða þaulskipulagða fléttu sem hafi falið í sér að félög í samstæðu stefnanda hafi í raun fjármagnað hlutafjárframlag stefnda Þórðar í Þúfubjargi ehf. á þann máta að eigið fé þess félags hafi í raun verið minna en gefið hafi verið upp. Þórður Már lagði fram hlutafé upp á tvo milljarða króna fyrir sjö prósent í félaginu en Lyfjablóm ehf. segir hann í raun ekki hafa greitt alla fjárhæðina. Reikningsskil hafi ekki veitt réttar upplýsingar Hinn hluti kröfunnar hljóðar upp á einn og hálfan milljarð króna vegna taps hluthafa sem stefnendur telja hafa orðið vegna rangra reikningsskila sem hafi ekki veitt réttar upplýsingar um fjárhagsstöðu og áhættu félagsins þar sem ekki hafi verið gerð grein fyrir stöðu afleiðusamninga með hlutabréf og gjaldmiðla. Í slíkum viðskiptum felist mikil áhætta þar sem engin takmörk séu sett fyrir því tapi sem kunni að verða með tilliti til þróunar verðmæta á samningstíma. Lyfjablóm ehf. byggði á því að þar sem mikilvægum upplýsingum um fjárhagsstöðu og áhættu Gnúps fjárfestingafélags hf. var haldið leyndum fyrir honum þá hafi hann verið blekktur til að leggja Gnúpi fjárfestingafélagi hf. til fjármuni, samtals einn og hálfan milljarða króna, á sama tíma og félagið stefndi í þrot. Málið allt of seint til komið Lyfjablóm höfðaði fyrst mál gegn Þórði Má og Sólveigu Guðrúnu árið 2018. Héraðsdómur vísaði því máli frá dómi vegna vanreifunar af hálfu stefnanda en Landsréttur sneri dómnum við og fyrirskipaði að héraðsdómur tæki málið til efnislegrar meðferðar. Þegar málið var tekið til efnismeðferðar voru stefndu sýknuð en Landsréttur vísaði þeim dómi heim í hérað þar sem málatilbúnaður stefndu var ekki talinn í samræmi við lög um meðferð einkamála. Því þurfti að reka málið aftur í héraði. Kröfur Þórðar Más voru að hann yrði sýknaður af öllum kröfum Lyfjablóms en Sólveig Guðrún krafðist sýknu eða verulegrar lækkunar skaðabótakröfu. Auk þess að byggja á því að engin saknæm háttsemi hafi átt sér stað báru þau bæði fyrir sig að málatilbúnaður Lyfjablóms væri of seint fram kominn. Gerningarnir sem vísað er til í málsástæðum stefnanda voru framkvæmdir árin 2006 og 2007 en fyrst var hafist handa við málarekstur árið 2017. Í málsástæðum Þórðar Más segir að því hafi krafan verið fyrnd vegna tíu ára fyrningarfrestar laga um fyrning skulda en þau voru felld úr gildi árið 2007, eftir hina umdeildu gjörninga. Þá væri tveggja ára málshöfðunarfrestur þágildandi laga um einkahlutagfélög verið liðinn. Að lokum væri krafan fallin niður fyrir tómlæti stefnanda en ví hefur verið slegið föstu af dómstólum og um það fjallað af hálfu fræðimanna að forsendur kunni að vera til þess að kröfur falli niður af þessari ástæðu, bæði vegna tillitsskyldu gagnvart gagnaðila en ekki síður sökum þess að eftir því sem lengra líður frá málsatvikum verður gagnaöflun erfiðari af beggja hálfu. „Með svo síðbúinni málsókn sýndi stefnandi af sér stórfellt tómlæti um að gera athugasemdir við stefndu vegna þessara viðskiptaog glataði þar með öllum hugsanlegum rétti með því að hafaekki hreyft slíku án ástæðulauss dráttar,“ segir í dómi héraðsdóms. Óvenjuhár málskostnaður Í niðurstöðukafla dómsins segir að hvað varðar kröfu Lyfjablóms ehf. upp á átta hundruð milljónir króna sé skilyrðum laga til að fella skaðabótskyldu á stefndu á grundvelli sakarreglu ekki fullnægt. Engri saknæmri háttsemi hafi verið til að dreifa, hvorki hvað varðar greiðslu kaupverðs Þúfubjargs ehf. né í tengslum við hækkun hlutafjár Gnúps fjárfestingafélags hf. Hvað varðar kröfu upp á einn og hálfan milljarð króna taldi dómurinn ósannað að stefndu bæru skaðabótaábyrgð vegna lántöku sem Lyfjablóm taldi hafa verið gerða á grundvelli rangra eða ófullnægjandi upplýsinga í ársreikningi. Þá féllst héraðsdómur á málsástæður Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar um að allar kröfur á hendur þeim væru ýmist fyrndar, málshöfðunarfrestur þeirra runninn út, fallnar niður fyrir tómlæti eða þær hefðu einfaldlega ekki stofnast. Af þeim sökum voru þau sýknuð af öllum kröfum Lyfjablóms ehf. og var félagið dæmt til að greiða þeim fimm milljónir króna hvoru um sig. Það er óvenjuhár málskostnaður í héraði. Dóminn, sem er mjög langur og ítarlegur, má lesa hér. Fréttin var leiðrétt klukkan 14:10.
Dómsmál Tengdar fréttir Eignir þriggja kynslóða fuðruðu upp Fjölskylda Björns Scheving Thorsteinssonar krefst alls 2,3 milljarða króna bóta vegna þess sem hún telur blekkingar í starfsemi Gnúps fyrir hrun. 20. nóvember 2019 11:30 Milljarða bótakröfu vísað frá héraðsdómi 2,3 milljarða skaðabótakröfu félagsins Lyfjablóms ehf. á hendur Þórði Má Jóhannessyni, Magnúsi Kristinssyni, Sólveigu Pétursdóttur, Helga Friðjóni Arnarssyni og KPMG ehf. var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 15. maí 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Eignir þriggja kynslóða fuðruðu upp Fjölskylda Björns Scheving Thorsteinssonar krefst alls 2,3 milljarða króna bóta vegna þess sem hún telur blekkingar í starfsemi Gnúps fyrir hrun. 20. nóvember 2019 11:30
Milljarða bótakröfu vísað frá héraðsdómi 2,3 milljarða skaðabótakröfu félagsins Lyfjablóms ehf. á hendur Þórði Má Jóhannessyni, Magnúsi Kristinssyni, Sólveigu Pétursdóttur, Helga Friðjóni Arnarssyni og KPMG ehf. var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 15. maí 2018 06:00