Betra fyrir andlega heilsu að borða nóg en að borða hollt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 23:02 Berglind Soffía Blöndal næringarfræðingur segir mikilvægt fyrir andlega heilsu að fólk uppfylli kaloríuþörf líkamans. Bylgjan Næringarfræðingur segir nýja rannsókn, sem Heilbrigðisvísindastofnun HÍ hefur tekið þátt í, benda til þess að heilbrigt mataræði geti hjálpað til við að draga úr þunglyndiseinkennum og þannig stuðlað að bættri geðheilsu. Meira máli skiptir þó að fólk borði nóg en að það borði hollt. „Það skiptir meira máli að ná að uppfylla orkuþörfina heldur en endilega að spá mikið í hvort eitthvað sé hollt eða óhollt,“ sagði Berglind Soffía Blöndal næringarfræðingur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Berglind tók þátt í MooDFOOD-verkefninu, á vegum Heilbrigðisstofnunar HÍ, þar sem tengsl mataræðis og geðheilsu voru könnuð. Berglind hefur sjálf gert rannsóknar viðlíka MooDFOOD-verkefninu, en bæði í masters- og doktorsrannsókn hennar rannsakaði hún áhrif bætts mataræðis á geðheilsu aldraðra. Niðurstöður MooDFOOD-verkefnisins, sem Heilbrigðisvísindastofnun HÍ er hluti af, benda til þess að heilbrigt mataræði geti hjálpað til við að draga úr þunglyndiseinkennum og þannig stuðlað að bættri geðheilsu. https://t.co/dpXB9F7XhL— Háskóli Íslands (@Haskoli_Islands) May 25, 2022 „Fyrsta sæti ætti að vera það að ná að uppfylla orkuþörf og svo er hægt að vinna í að breyta alls konar,“ segir Berglind. Hún segir sérstaklega fólk í viðkvæmum hópum, sem eigi erfitt með að uppfylla orkuþörf sína, eins og til dæmis aldraða, þurfa að passa upp á að fá nóga orku og nægt prótín. Þetta sé sérstaklega mikilvægt hjá eldra fólki og fleiri í viðkvæmum hópum þar sem matarlyst minnki með árunum og nauðsynlegt sé fólki yfir sextugu að innbyrða nægt prótín til þess að viðhalda vöðvamassa og virki ónæmiskerfisins. „Það er sama og kom í MooDFOOD rannsókninni að það var í rauninni skipti ekki miklu máli með óhollustu heldur að fólk setti inn góða hluti,“ segir Berglind. Fólk þurfi að hætta að setja mat í neikvæða flokka Hún segir þá mikilvægt að við breytum afstöðu okkar til fæðu. Fólk þurfi að hætta að flokka suman mat sem óhollan og annan mat sem hollan. Frekar eigi að einblína á að borða næringarríkan mat. Hún tekur dæmi um að flestir líti á hamborgara sem óholla, en þeir séu í grunninn ekkert annað en brauð, prótín og grænmeti, sem allt sé mikilvæg fæða. „Maður á að hugsa um næringarríkan mat og reyna að borða vel af honum og leyfa hinu að vera líka því það gerir ákvðena hluti fyrir okkur, þó það sé ekki gott næringarlega séð þá getur það verið andlega gott,“ segir Berglind. Hún segir að enn hafi ekki verið sýnt fram á neikvæð áhrif óholls mataræðis á geðheilbrigði. „Það hefur lengi verið reynt að sýna einhver [tengsl], fókusinn hefur bara verið á að reyna að sýna fram á að ef þú borðar óholt að þá verðurðu þunglyndur en það hefur ekki verið hægt að sýna fram á það,“ segir Berglind. Kaloríuskert mataræði auki líkur á þunglyndi og kvíða Ljóst sé að fólk sem borði of fáar kaloríur sé í meiri áhættu á að glíma við geðsjúkdóma. „Það er það sem við sjáum í rannsóknum í gegnum árin hjá fólki sem fer á kaloríuskert fæði og líka margar rannsóknir sem hafa verið gerðar á átröskunarsjúklingum, fólk sem er ekki að borða nóg það er í mikilli áhættu á að glíma vð þunglyndi og kvíða,“ segir Berglind. „Allir kúrar eru þannig að þeir snúast um að þú borðir minna en þú þarft og allir kúrar hafa þessar afleiðingar. Þeir hafa ekki góðar afleiðingar fyrir andlega heilsu okkar.“ Aðspurð hvort einhver ákveðin fæða hafi neikvæð áhrif á andlega líðan, eins og sykur, segir hún svo ekki vera. „Nei, ég myndi frekar segja að einhæft fæði hafi verstar afleiðingar af því að þú nærð ekki að uppfylla vítamín og steinefnaþörf líkamans ef þú borðar bara alltaf það sama. Það er miklu betra að vera með fjölbreytileikan,“ segir Berglind. „Ef þú ert að borða rosalega lítið af kaloríum þá getiði rétt ímyndað ykkur að þá er rosalega erfitt að fá nóg magn af vítamínum og steinefnum og trefjum og prótínum og öllu þessu. Þú þarft eiginlega að borða mjög „fullkomið“ til þess að ná að uppfylla það.“ Matur Heilbrigðismál Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
„Það skiptir meira máli að ná að uppfylla orkuþörfina heldur en endilega að spá mikið í hvort eitthvað sé hollt eða óhollt,“ sagði Berglind Soffía Blöndal næringarfræðingur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Berglind tók þátt í MooDFOOD-verkefninu, á vegum Heilbrigðisstofnunar HÍ, þar sem tengsl mataræðis og geðheilsu voru könnuð. Berglind hefur sjálf gert rannsóknar viðlíka MooDFOOD-verkefninu, en bæði í masters- og doktorsrannsókn hennar rannsakaði hún áhrif bætts mataræðis á geðheilsu aldraðra. Niðurstöður MooDFOOD-verkefnisins, sem Heilbrigðisvísindastofnun HÍ er hluti af, benda til þess að heilbrigt mataræði geti hjálpað til við að draga úr þunglyndiseinkennum og þannig stuðlað að bættri geðheilsu. https://t.co/dpXB9F7XhL— Háskóli Íslands (@Haskoli_Islands) May 25, 2022 „Fyrsta sæti ætti að vera það að ná að uppfylla orkuþörf og svo er hægt að vinna í að breyta alls konar,“ segir Berglind. Hún segir sérstaklega fólk í viðkvæmum hópum, sem eigi erfitt með að uppfylla orkuþörf sína, eins og til dæmis aldraða, þurfa að passa upp á að fá nóga orku og nægt prótín. Þetta sé sérstaklega mikilvægt hjá eldra fólki og fleiri í viðkvæmum hópum þar sem matarlyst minnki með árunum og nauðsynlegt sé fólki yfir sextugu að innbyrða nægt prótín til þess að viðhalda vöðvamassa og virki ónæmiskerfisins. „Það er sama og kom í MooDFOOD rannsókninni að það var í rauninni skipti ekki miklu máli með óhollustu heldur að fólk setti inn góða hluti,“ segir Berglind. Fólk þurfi að hætta að setja mat í neikvæða flokka Hún segir þá mikilvægt að við breytum afstöðu okkar til fæðu. Fólk þurfi að hætta að flokka suman mat sem óhollan og annan mat sem hollan. Frekar eigi að einblína á að borða næringarríkan mat. Hún tekur dæmi um að flestir líti á hamborgara sem óholla, en þeir séu í grunninn ekkert annað en brauð, prótín og grænmeti, sem allt sé mikilvæg fæða. „Maður á að hugsa um næringarríkan mat og reyna að borða vel af honum og leyfa hinu að vera líka því það gerir ákvðena hluti fyrir okkur, þó það sé ekki gott næringarlega séð þá getur það verið andlega gott,“ segir Berglind. Hún segir að enn hafi ekki verið sýnt fram á neikvæð áhrif óholls mataræðis á geðheilbrigði. „Það hefur lengi verið reynt að sýna einhver [tengsl], fókusinn hefur bara verið á að reyna að sýna fram á að ef þú borðar óholt að þá verðurðu þunglyndur en það hefur ekki verið hægt að sýna fram á það,“ segir Berglind. Kaloríuskert mataræði auki líkur á þunglyndi og kvíða Ljóst sé að fólk sem borði of fáar kaloríur sé í meiri áhættu á að glíma við geðsjúkdóma. „Það er það sem við sjáum í rannsóknum í gegnum árin hjá fólki sem fer á kaloríuskert fæði og líka margar rannsóknir sem hafa verið gerðar á átröskunarsjúklingum, fólk sem er ekki að borða nóg það er í mikilli áhættu á að glíma vð þunglyndi og kvíða,“ segir Berglind. „Allir kúrar eru þannig að þeir snúast um að þú borðir minna en þú þarft og allir kúrar hafa þessar afleiðingar. Þeir hafa ekki góðar afleiðingar fyrir andlega heilsu okkar.“ Aðspurð hvort einhver ákveðin fæða hafi neikvæð áhrif á andlega líðan, eins og sykur, segir hún svo ekki vera. „Nei, ég myndi frekar segja að einhæft fæði hafi verstar afleiðingar af því að þú nærð ekki að uppfylla vítamín og steinefnaþörf líkamans ef þú borðar bara alltaf það sama. Það er miklu betra að vera með fjölbreytileikan,“ segir Berglind. „Ef þú ert að borða rosalega lítið af kaloríum þá getiði rétt ímyndað ykkur að þá er rosalega erfitt að fá nóg magn af vítamínum og steinefnum og trefjum og prótínum og öllu þessu. Þú þarft eiginlega að borða mjög „fullkomið“ til þess að ná að uppfylla það.“
Matur Heilbrigðismál Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira