Salah myndi fórna verðlaunum tímabilsins til að fá að endurtaka úrslitaleikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júní 2022 22:45 Mohamed Salah á erfitt með að sætta sig við að vera næstbestur. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, segir að hann myndi fórna öllum þeim verðlaunum sem hann vann á nýliðnu tímabili til að fá að endurtaka úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid. Salah og liðsfélagar hans þurftu að sætta sig við silfrið í Meistaradeildinni eftir 1-0 tap í úrslitaleiknum þar sem Vinicius Junior skoraði sigurmark Madrídinga. Liverpool var lengi vel í baráttu um alla þá fjóra titla sem liðinu stóð til boða. Á endanum tók liðið tvo titla, enska deildarbikarinn og FA-bikarinn, en endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Salah vann þó nokkur einstaklingsverðlaun á tímabilinu, en hann markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ásam Heung-Min Son. Þá var hann einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar og var meðal annars valinn fótboltamaður ársins af samtökum fótboltablaðamanna á Englandi. Hann var einnig valinn leikmaður tímabilsins af stuðningsmönnum í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir þó að hann myndi fórna öllum þeim einstaklingsverðlaunum sem hann vann á tímabilinu fyrir það eitt að fá að endurtaka úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid. Being recognised by the fans and by the sports journalists in the same season is something special that I will never forget. I would however give all those personal awards up for a chance at replaying that final, but that is not how football works. pic.twitter.com/vOoXZgl9MK— Mohamed Salah (@MoSalah) June 2, 2022 „Að vera heiðraður af stuðningsmönnum og íþróttablaðamönnum á sama tímabilinu er sérstakt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Egyptinn á Twitter-síðu sinni í dag. „Ég myndi hins vegar fórna öllum þessum einstaklingsverðlaunum fyrir möguleikan á því að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar aftur, en þannig virkar fótboltinn víst ekki.“ Salah birti svo aðra færslu á Tittwer um það bil klukkustund síðar þar sem hann segir að þrátt fyrir það að tímabilið hafi verið langt og strangt þá sé hluti af honum sem óski þess að næsta tímabil hefjist strax á morgun. I cannot express in words how much we wanted to bring that trophy back to Liverpool but in the end we couldn’t. I cannot thank the fans enough for your support. It has been a very long season but a part of me wishes the next one starts again tomorrow. pic.twitter.com/6ECyIL0AHN— Mohamed Salah (@MoSalah) June 2, 2022 „Ég get ekki lýst því í orðum hversu mikið við vildum koma með þennan bikar heim til Liverpool, en við gátum það ekki. Ég get ekki þakkað stuðningsmönnunum nógu mikið fyrir stuðninginn. Þetta hefur verið mjög langt tímabil, en hluti af mér óskar þess að það næsta hefjist á morgun.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Salah og liðsfélagar hans þurftu að sætta sig við silfrið í Meistaradeildinni eftir 1-0 tap í úrslitaleiknum þar sem Vinicius Junior skoraði sigurmark Madrídinga. Liverpool var lengi vel í baráttu um alla þá fjóra titla sem liðinu stóð til boða. Á endanum tók liðið tvo titla, enska deildarbikarinn og FA-bikarinn, en endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Salah vann þó nokkur einstaklingsverðlaun á tímabilinu, en hann markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ásam Heung-Min Son. Þá var hann einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar og var meðal annars valinn fótboltamaður ársins af samtökum fótboltablaðamanna á Englandi. Hann var einnig valinn leikmaður tímabilsins af stuðningsmönnum í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir þó að hann myndi fórna öllum þeim einstaklingsverðlaunum sem hann vann á tímabilinu fyrir það eitt að fá að endurtaka úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid. Being recognised by the fans and by the sports journalists in the same season is something special that I will never forget. I would however give all those personal awards up for a chance at replaying that final, but that is not how football works. pic.twitter.com/vOoXZgl9MK— Mohamed Salah (@MoSalah) June 2, 2022 „Að vera heiðraður af stuðningsmönnum og íþróttablaðamönnum á sama tímabilinu er sérstakt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Egyptinn á Twitter-síðu sinni í dag. „Ég myndi hins vegar fórna öllum þessum einstaklingsverðlaunum fyrir möguleikan á því að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar aftur, en þannig virkar fótboltinn víst ekki.“ Salah birti svo aðra færslu á Tittwer um það bil klukkustund síðar þar sem hann segir að þrátt fyrir það að tímabilið hafi verið langt og strangt þá sé hluti af honum sem óski þess að næsta tímabil hefjist strax á morgun. I cannot express in words how much we wanted to bring that trophy back to Liverpool but in the end we couldn’t. I cannot thank the fans enough for your support. It has been a very long season but a part of me wishes the next one starts again tomorrow. pic.twitter.com/6ECyIL0AHN— Mohamed Salah (@MoSalah) June 2, 2022 „Ég get ekki lýst því í orðum hversu mikið við vildum koma með þennan bikar heim til Liverpool, en við gátum það ekki. Ég get ekki þakkað stuðningsmönnunum nógu mikið fyrir stuðninginn. Þetta hefur verið mjög langt tímabil, en hluti af mér óskar þess að það næsta hefjist á morgun.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira