Ríkið þvingar langveikt barn í umsjá föður sem hefur aldrei séð um lyfjagjöf Sigrún Sif Jóelsdóttir og Gabríela Bryndís Ernudóttir skrifa 3. júní 2022 09:31 Í gær var birt neyðarkall til stjórnvalda og samfélagsins á Facebook - síðu Lífs án ofbeldis. Þegar þau orð voru skrifuð var aðför yfirvalda í gangi að dreng sem lá á sjúkrahúsi í lyfjagjöf. Hópur manns stóð fyrir utan deild sjúkrahússins og ætlaði með öllum ráðum að draga barnið út gegn vilja sínum og færa í hendur föður sem það óttast og hefur eindregið hafnað samskiptum við. Barnavernd Reykjavíkur, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan standa að þessari aðgerð. Lögmaður móður hefur reynt að skýra stöðu barnsins en engu tauti er komið við þessa aðila. Með aðgerðinni ætluðu yfirvöld að knýja fram úrskurð um lögheimili barns hjá föður gegn vilja barnsins. Rökstuddur grunur er um langvarandi andlegt og líkamlegt ofbeldi föðurins gagnvart börnunum og móður þeirra. Framkvæmd aðfarar í andstöðu við vilja barnsins er án undantekningar til þess fallin að skapa gríðarlegt tilfinningalegt álag fyrir barnið sem er langveikt og hefur ávallt reitt sig alfarið á umönnun móður sinnar. Mikil hætta er á að barnið hljóti óbætanlegan skaða af. Við fordæmum með öllu þetta skeytingarleysi gagnvart hagsmunum barna með aðgerðinni og hrottalega framkomu stjórnvalda gagnvart þolendum ofbeldis. Barnið er nógu þroskað til þess að tjá vilja sinn og það brýtur í bága við grundvallarreglu barnaréttar, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (12,gr.) og íslenskum barnalögum um rétt barns til að tjá sig (43.gr.) að horfa framhjá honum. Hæstiréttur hefur staðfest, með tilliti til stjórnarskrárvarins réttar barns til fjölskyldulífs (1. mgr. 71. gr.), að ætíð skuli meta hvað barni er fyrir bestu út frá hagsmunum barnsins og rétti þess til einkalífs og friðhelgi sem einnig er varinn af íslenskri stjórnarskrá (3. mgr. 76. gr.). „Aðfaragerð er í öllum tilvikum barni þungbær framkvæmd og með vísan til heilsufar barnsins gæti aðfarargerð orðið honum sérlega þungbær. Barnavernd telur sér ekki stætt að taka afgerandi afstöðu til þess hvort að varhugavert geti talist að láta aðfaragerð eiga sér stað.“ Segir í gögnum barnaverndar um framkvæmdina sem áður var fyrirhuguð þann 21. mars 2022. En ef aðför telst í öllum tilvikum þungbær og vegna heilsu barnsins sérlega þungbær, hvers vegna telur barnavernd sér ekki stætt að taka afgerandi afstöðu með hagsmunum barnsins? Mikilvægt er að hafa í huga að það er faðir, með fulltingi frá Auði Björgu Jónsdóttur lögmanni, sem fer fram á þessa aðgerð gagnvart barni sínu. Árið 2020, lýsti Helga því fyrir fulltrúa barnaverndar, hvernig hún væri efins um framhald á sambandinu við barnsföður sinn en henni stæði um leið ógn af hótunum hans um að hann muni taka hin börnin og ekki tala við elsta barnið framar. Barnaverndarfulltrúi ritar: „Ég reyni að benda henni á að trúlega séu þetta mjög innantómar hótanir“. Íslensk yfirvöld hafa nú þvingað langveikan dreng í umsjá föður sem hefur aldrei, ekki í eitt skipti, séð um lyfjagjöf fyrir hann. Þetta voru 7 klukkustundir þar sem fulltrúi sýslumanns og lögmaður föður þrýstu á 9 ára gamalt barn að fara með föður sem beitt hefur miklu ofbeldi, barn sem var frávita af ótta og á meðan hann var í lyfjagjöf. Þegar móðir drengsins var fjarlægð frá barninu og faðir kom inn á sjúkrahúsið var það í allra fyrsta sinn sem hann er viðstaddur lyfjagjöf barnsins. Hjúkrunarfræðingur hringdi þá í móðurina, Helgu Sif, og spurði hvaða lyf barnið ætti að taka að staðaldri því faðir vissi það ekki. Í barnaverndargögnum frá árinu 2022, er farið yfir að barnið er með gigt og sársaukafullan sjúkdóm sem rýkur upp við andlegt álag, svo búa þarf um á viðeigandi hátt og sinna umbúðaskiptum. Einnig kemur fram í gögnunum hvernig sjúkdómurinn blossaði upp „eftir síðasta viðtal við sálfræðing vegna dómsmáls“ og því hefði læknir barnsins ráðlagt „að minnka andlegt álag á drenginn“. Barnið er vanalega marga daga að jafna sig eftir lyfjagjöf. Hvernig verður þetta álag ofan á það? Hver ætlar að sinna þörfum hans? Ætla yfirvöld að tryggja öryggi barnsins við þessar aðstæður? Helga Sif og Patrekur eldri sonur hennar, hafa sagt frá því í viðtali hjá Eigin Konum, að faðirinn beitti svo miklu ofbeldi á heimilinu að Patrekur gerði alvarlega sjálfsvígstilraun fyrir tveimur árum og barnavernd lagði hart að Helgu Sif að skilja við manninn, ella þyrfti að setja Patrek í fóstur til að vernda hann fyrir manninum. Orðrétt má lesa í gögnum frá barnavernd árið 2020: „Aðspurð segist Helga (sem situr mest grátandi undir samtalinu) stundum vera hrædd við [barnsföður]. Þegar ég tjái mig um að þetta sé óviðunandi ástand tekur Helga undir það en situr svo í ráðaleysi. Hún virðist á sama stað varðandi hugsanlegan skilnað og svarar mér bara með að „þetta er flókið“ þegar ég pressa á hana. Segir augljósa togstreytu um hin börnin og hún geti ekki bara tekið þau og farið. Ég bendi henni á að hún þurfi sem fyrst að hafa samband við sýslumann þar sem hún sé sannfærð um forræðisdeilu.“ Helga Sif er ein tíu mæðra sem nýverið leitaði til landlæknis vegna ófaglegrar og hlutdrægrar aðkomu dómkvadds matsmanns, sálfræðingsins Rögnu Ólafsdóttur, að forsjármálinu sem réði miklu um niðurstöðuna sem aðfararmálið byggir á. En héraðsdómur hafði falið Helgu Sif fulla forsjá yngri barnanna árið 2020, meðal annars vegna þess að ekki var talið þjóna hagsmunum barnanna að foreldrar færu með sameiginlega forsjá. Með dómi Símonar Sigvaldasonar í Landsrétti var hins vegar komið á sameiginlegri forsjá, faðir fékk lögheimili drengsins, en ekki var úrskurðað um umgengni hans við móður. Dómskerfið hefur snúið öllu á hvolf og yngri bróðir hans Patreks er tekinn með valdi, á meðan hann er að fá lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu á spítala, og hann færður í hendurnar á manninum sem barnavernd vildi áður alls ekki að bróðir hans byggi með og ætlaði frekar að setja hann í fóstur. Sigrún Sif er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis og Gabríela er formaður samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var birt neyðarkall til stjórnvalda og samfélagsins á Facebook - síðu Lífs án ofbeldis. Þegar þau orð voru skrifuð var aðför yfirvalda í gangi að dreng sem lá á sjúkrahúsi í lyfjagjöf. Hópur manns stóð fyrir utan deild sjúkrahússins og ætlaði með öllum ráðum að draga barnið út gegn vilja sínum og færa í hendur föður sem það óttast og hefur eindregið hafnað samskiptum við. Barnavernd Reykjavíkur, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan standa að þessari aðgerð. Lögmaður móður hefur reynt að skýra stöðu barnsins en engu tauti er komið við þessa aðila. Með aðgerðinni ætluðu yfirvöld að knýja fram úrskurð um lögheimili barns hjá föður gegn vilja barnsins. Rökstuddur grunur er um langvarandi andlegt og líkamlegt ofbeldi föðurins gagnvart börnunum og móður þeirra. Framkvæmd aðfarar í andstöðu við vilja barnsins er án undantekningar til þess fallin að skapa gríðarlegt tilfinningalegt álag fyrir barnið sem er langveikt og hefur ávallt reitt sig alfarið á umönnun móður sinnar. Mikil hætta er á að barnið hljóti óbætanlegan skaða af. Við fordæmum með öllu þetta skeytingarleysi gagnvart hagsmunum barna með aðgerðinni og hrottalega framkomu stjórnvalda gagnvart þolendum ofbeldis. Barnið er nógu þroskað til þess að tjá vilja sinn og það brýtur í bága við grundvallarreglu barnaréttar, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (12,gr.) og íslenskum barnalögum um rétt barns til að tjá sig (43.gr.) að horfa framhjá honum. Hæstiréttur hefur staðfest, með tilliti til stjórnarskrárvarins réttar barns til fjölskyldulífs (1. mgr. 71. gr.), að ætíð skuli meta hvað barni er fyrir bestu út frá hagsmunum barnsins og rétti þess til einkalífs og friðhelgi sem einnig er varinn af íslenskri stjórnarskrá (3. mgr. 76. gr.). „Aðfaragerð er í öllum tilvikum barni þungbær framkvæmd og með vísan til heilsufar barnsins gæti aðfarargerð orðið honum sérlega þungbær. Barnavernd telur sér ekki stætt að taka afgerandi afstöðu til þess hvort að varhugavert geti talist að láta aðfaragerð eiga sér stað.“ Segir í gögnum barnaverndar um framkvæmdina sem áður var fyrirhuguð þann 21. mars 2022. En ef aðför telst í öllum tilvikum þungbær og vegna heilsu barnsins sérlega þungbær, hvers vegna telur barnavernd sér ekki stætt að taka afgerandi afstöðu með hagsmunum barnsins? Mikilvægt er að hafa í huga að það er faðir, með fulltingi frá Auði Björgu Jónsdóttur lögmanni, sem fer fram á þessa aðgerð gagnvart barni sínu. Árið 2020, lýsti Helga því fyrir fulltrúa barnaverndar, hvernig hún væri efins um framhald á sambandinu við barnsföður sinn en henni stæði um leið ógn af hótunum hans um að hann muni taka hin börnin og ekki tala við elsta barnið framar. Barnaverndarfulltrúi ritar: „Ég reyni að benda henni á að trúlega séu þetta mjög innantómar hótanir“. Íslensk yfirvöld hafa nú þvingað langveikan dreng í umsjá föður sem hefur aldrei, ekki í eitt skipti, séð um lyfjagjöf fyrir hann. Þetta voru 7 klukkustundir þar sem fulltrúi sýslumanns og lögmaður föður þrýstu á 9 ára gamalt barn að fara með föður sem beitt hefur miklu ofbeldi, barn sem var frávita af ótta og á meðan hann var í lyfjagjöf. Þegar móðir drengsins var fjarlægð frá barninu og faðir kom inn á sjúkrahúsið var það í allra fyrsta sinn sem hann er viðstaddur lyfjagjöf barnsins. Hjúkrunarfræðingur hringdi þá í móðurina, Helgu Sif, og spurði hvaða lyf barnið ætti að taka að staðaldri því faðir vissi það ekki. Í barnaverndargögnum frá árinu 2022, er farið yfir að barnið er með gigt og sársaukafullan sjúkdóm sem rýkur upp við andlegt álag, svo búa þarf um á viðeigandi hátt og sinna umbúðaskiptum. Einnig kemur fram í gögnunum hvernig sjúkdómurinn blossaði upp „eftir síðasta viðtal við sálfræðing vegna dómsmáls“ og því hefði læknir barnsins ráðlagt „að minnka andlegt álag á drenginn“. Barnið er vanalega marga daga að jafna sig eftir lyfjagjöf. Hvernig verður þetta álag ofan á það? Hver ætlar að sinna þörfum hans? Ætla yfirvöld að tryggja öryggi barnsins við þessar aðstæður? Helga Sif og Patrekur eldri sonur hennar, hafa sagt frá því í viðtali hjá Eigin Konum, að faðirinn beitti svo miklu ofbeldi á heimilinu að Patrekur gerði alvarlega sjálfsvígstilraun fyrir tveimur árum og barnavernd lagði hart að Helgu Sif að skilja við manninn, ella þyrfti að setja Patrek í fóstur til að vernda hann fyrir manninum. Orðrétt má lesa í gögnum frá barnavernd árið 2020: „Aðspurð segist Helga (sem situr mest grátandi undir samtalinu) stundum vera hrædd við [barnsföður]. Þegar ég tjái mig um að þetta sé óviðunandi ástand tekur Helga undir það en situr svo í ráðaleysi. Hún virðist á sama stað varðandi hugsanlegan skilnað og svarar mér bara með að „þetta er flókið“ þegar ég pressa á hana. Segir augljósa togstreytu um hin börnin og hún geti ekki bara tekið þau og farið. Ég bendi henni á að hún þurfi sem fyrst að hafa samband við sýslumann þar sem hún sé sannfærð um forræðisdeilu.“ Helga Sif er ein tíu mæðra sem nýverið leitaði til landlæknis vegna ófaglegrar og hlutdrægrar aðkomu dómkvadds matsmanns, sálfræðingsins Rögnu Ólafsdóttur, að forsjármálinu sem réði miklu um niðurstöðuna sem aðfararmálið byggir á. En héraðsdómur hafði falið Helgu Sif fulla forsjá yngri barnanna árið 2020, meðal annars vegna þess að ekki var talið þjóna hagsmunum barnanna að foreldrar færu með sameiginlega forsjá. Með dómi Símonar Sigvaldasonar í Landsrétti var hins vegar komið á sameiginlegri forsjá, faðir fékk lögheimili drengsins, en ekki var úrskurðað um umgengni hans við móður. Dómskerfið hefur snúið öllu á hvolf og yngri bróðir hans Patreks er tekinn með valdi, á meðan hann er að fá lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu á spítala, og hann færður í hendurnar á manninum sem barnavernd vildi áður alls ekki að bróðir hans byggi með og ætlaði frekar að setja hann í fóstur. Sigrún Sif er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis og Gabríela er formaður samtakanna.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar