Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2022 09:15 Roland Gutierrez, öldungadeildarþingmaður Uvalde á ríkisþingi Texas, á fréttamannafundi í bænum í gær. AP/Jae C. Hong Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. Furðu hefur vakið að lögreglumenn biðu í klukkustund með að ráðast til atlögu við byssumanninn eftir að hann réðst inn í Robb-grunnskólann í bænum Uvalde í síðustu viku. Á meðan reyndu börnin í örvæntingu að hringja í neyðarlínu og grátbiðja um aðstoð. Fram hefur komið að Pete Arredondo, lögreglustjóri skólaumdæmisins, hafi talið að morðinginn hefði læst sig inni í skólastofu og að ekki væri lengur virk hætta af honum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að rannsaka viðbrögð lögreglunnar en slíkt er sagt fremur fátítt. Roland Gutierrez, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Uvalde á ríkisþingi Texas, sagði á fréttamannafundi í gær að Arredondo hefði ekki fengið upplýsingar um símtöl barnanna í neyðarlínuna. Óljóst sé hver á vettvanginum hafi vitað af þeim. „Ég vil sérstaklega vita hver tók á móti hringingunum í neyðarlínuna,“ sagði Gutierrez á tilfinningasömum blaðamannafundinum, að sögn AP-fréttastofunnar. Arredondo hefur ekkert tjáð sig um atburðina. Lýsingar lögreglu á tímalínu árásarinnar og viðbragða hennar sjálfrar hafa tekið töluverðum breytingum og sumar þeirra hafa verið dregnar til baka. Gutierrez gagnrýndi Greg Abbott, ríkisstjóra, sérstaklega vegna mistaka lögreglunnar. Hann er á meðal þingmanna sem hafa hvatt Abbott til að kalla ríkisþingið saman til aukafundar vegna skotárásarinnar en það á ekki að koma næst saman fyrr en í janúar. „Það voru mistök gerð á öllum stigum, þar á meðal af hálfu löggjafans. Greg Abbott ber mikla ábyrgð á þessu öllu,“ sagði þingmaðurinn. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30 Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Furðu hefur vakið að lögreglumenn biðu í klukkustund með að ráðast til atlögu við byssumanninn eftir að hann réðst inn í Robb-grunnskólann í bænum Uvalde í síðustu viku. Á meðan reyndu börnin í örvæntingu að hringja í neyðarlínu og grátbiðja um aðstoð. Fram hefur komið að Pete Arredondo, lögreglustjóri skólaumdæmisins, hafi talið að morðinginn hefði læst sig inni í skólastofu og að ekki væri lengur virk hætta af honum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að rannsaka viðbrögð lögreglunnar en slíkt er sagt fremur fátítt. Roland Gutierrez, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Uvalde á ríkisþingi Texas, sagði á fréttamannafundi í gær að Arredondo hefði ekki fengið upplýsingar um símtöl barnanna í neyðarlínuna. Óljóst sé hver á vettvanginum hafi vitað af þeim. „Ég vil sérstaklega vita hver tók á móti hringingunum í neyðarlínuna,“ sagði Gutierrez á tilfinningasömum blaðamannafundinum, að sögn AP-fréttastofunnar. Arredondo hefur ekkert tjáð sig um atburðina. Lýsingar lögreglu á tímalínu árásarinnar og viðbragða hennar sjálfrar hafa tekið töluverðum breytingum og sumar þeirra hafa verið dregnar til baka. Gutierrez gagnrýndi Greg Abbott, ríkisstjóra, sérstaklega vegna mistaka lögreglunnar. Hann er á meðal þingmanna sem hafa hvatt Abbott til að kalla ríkisþingið saman til aukafundar vegna skotárásarinnar en það á ekki að koma næst saman fyrr en í janúar. „Það voru mistök gerð á öllum stigum, þar á meðal af hálfu löggjafans. Greg Abbott ber mikla ábyrgð á þessu öllu,“ sagði þingmaðurinn.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30 Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30
Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38