„Fólk þarf stundum að láta sannfæra sig um að prófa“ Elísabet Hanna skrifar 3. júní 2022 11:01 Snæfríður og fjölskyldan hennar hefur ferðast út um allan heim. Skjáskot Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir og fjölskyldan hennar hafa ferðast um allan heim án þess að borga fyrir húsnæði. Það var einn snjóþungan vetur sem hún fékk nóg af því að allir væru alltaf blautir í fæturna og ákvað að leita lausna. Yfir hundrað skipti Snæfríður fór að kynna sér leiðir til þess að ferðast á ódýrari máta í sól og hlýju. Lausnin sem hún fann var íbúðaskipti þar sem ekkert er borgað fyrir húsnæði erlendis og hefur sú lausn orðið hluti að hennar lífsstíl. Vala Matt fékk að heyra allt um það í Ísland í dag og innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. „Við erum búin að fara út um allan heim,“ segir hún en fjölskyldan er búin að nýta sér þennan ferðamáta í meira en hundrað skipti á þessum níu árum síðan þau fóru fyrst og segist Snæfríður vera löngu hætt að telja skiptin. Ferðalögin urðu stór partur af lífi hennar en í dag hefur hún gefið út fjölda bóka um ferðalög, flutninga erlendis og íbúðaskipti. Þar að auki heldur hún úti heimasíðu og heldur fyrirlestra. „Þú ert náttúrulega að lána heimilið þitt, aleiguna, þannig að fólk þarf stundum að láta sannfæra sig um að prófa.“ View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) Njóta á meðan heilsan er til staðar Snæfríður segir að þau hjónin vilji ekki bíða eftir ellilífeyrisárunum til þess að láta ferðadraumana rætast heldur njóta á meðan þau eru enn ung og hraust og eru dugleg að ferðast með dætur sínar þrjár. „Þegar þau eru komin þá er kannski heilsan ekki til staðar til þess að gera þessa hluti sem fólki er búið að dreyma alltaf um eða eitthvað annað komið upp á,“ segir hún og bætir glettin við: „Ef að ég væri pólitíkus þá myndi ég bara dreifa þessum lífeyrisárum yfir lífið hreinlega og fólk gæti bara leyst þau út jafnt og þétt.“ View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) Samkomulag Hún segir íbúðaskiptin hafa gert það að verkum að þau hafi getað ferðast svona mikið því með því að skipta sleppur þú við stóran hluta af útgjöldum sem fylgja ferðalögum. Hún segir það einnig opna möguleikann á það að vera lengur úti í senn og nýta peningana í eitthvað skemmtilegt. „Þetta er bara samkomulag á milli tveggja aðila, að lána hús hvors annars, annaðhvort á sama tíma eða ekki á sama tíma.“ View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) Hún segir það einnig vera möguleika að lána húsnæðið sitt þegar það er tómt, eins og t.d. þegar þau eru að ferðast innanlands, án þess að vera sjálf á leiðinni út í skipti. Þannig er hægt að fá punkta til þess að nýta upp í gistingu seinna þegar þau fara sjálf út. „Það eru margar leiðir til þess að gera svona íbúðaskipti.“ Samkvæmt henni fer þetta allt fram á netinu og segir hún fjöldann allan af síðum vera í boði. Þar er hægt að gerast meðlimur og er greitt árgjald og mega meðlimir gera skipta eins oft á árinu og óskað er eftir. View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) Fluttu út í ár Fjölskyldan hefur verið að nýta sér þetta kerfi í að meðaltali fjórar til sex vikur á ári. Eftir að hafa farið í gegnum íbúðaskipti nokkrum sinnum til Spánar féllu þau svo sannarlega fyrir svæðinu og tóku ákvörðun um að flytja til Tenerife í ár sem þau sjá ekki eftir að hafa gert. View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) Þegar þau fluttu út fengu þau aðstoð frá vinum sem þau höfðu eignast í gegnum íbúðaskipti en Snæfríður segir íbúðaskipti vera svo miklu meira en bara frítt húsnæði. „Stundum myndast einstakt samband. Þú eignast hreinlega vini, þetta verður bara vinátta fyrir lífstíð“ View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) Líka hægt að skipta innanlands Það er einnig möguleiki á því að gera íbúðaskipti innanlands og nálgast þannig sumarbústaði eða húsnæði annars staðar á landinu. Hún segir það áhugavert að fletta í gegnum síðurnar og sjá hvað sé í boði og þar leynist allskonar fólk: „Það eru alveg læknar, lögfræðingar og jafnvel alþingismenn sem eru skráðir á þessar síður.“ Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af ferðalögunum: View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) Spánn Ísland í dag Ferðalög Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Tengdar fréttir „Lifði hamingjusöm til æviloka“ Nanna Lovísa Zophoníasdóttir gerði sér lítið fyrir og tók ákvörðun sem breytti öllu hennar lífið. Hún seldi yfirskuldsett húsið sitt í Hafnarfirði og flutti á Vatnsleysuströnd þar sem hún er að gera upp gamlan bóndabæ alveg niður við sjóinn. 2. júní 2022 16:30 „Svo setti ég bara hnefann í borðið og það hlýddu mér allir“ Hanna Rún Ragnarsdóttir byrjaði að stunda rally af miklum móð til þess að komast yfir bílhræðslu sem hún byrjaði að upplifa eftir slæmt bílslys fyrir nokkrum árum. Hún segir konur hræddar við akstursíþróttir því þær séu þekktar sem karlasport og vill hún breyta því. 2. júní 2022 13:30 Stökkið: „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp“ Förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir flutti upphaflega til Los Angeles árið 2013 til þess að stunda nám við fagið. Eftir að hafa fallið fyrir borginni og faginu fór hún aftur út í nám árið 2016 og starfar þar í dag sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. 30. maí 2022 07:00 „Ég bý fyrir utan Tulum inn í frumskóginum, umvafin miklu dýralífi, fullt af skordýrum og endalaust af plöntum“ Heiðrún María Magnúsdóttir ætlaði í þriggja vikna frí til Tulum í Mexíkó en er enn erlendis rúmum tveimur mánuðum síðar. Hún bjó fyrir utan Tulum í frumskóginum áður en hún fór áleiðis til San Marcos La Laguna og er aðallega að njóta þess að vera til. 20. maí 2022 07:00 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Yfir hundrað skipti Snæfríður fór að kynna sér leiðir til þess að ferðast á ódýrari máta í sól og hlýju. Lausnin sem hún fann var íbúðaskipti þar sem ekkert er borgað fyrir húsnæði erlendis og hefur sú lausn orðið hluti að hennar lífsstíl. Vala Matt fékk að heyra allt um það í Ísland í dag og innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. „Við erum búin að fara út um allan heim,“ segir hún en fjölskyldan er búin að nýta sér þennan ferðamáta í meira en hundrað skipti á þessum níu árum síðan þau fóru fyrst og segist Snæfríður vera löngu hætt að telja skiptin. Ferðalögin urðu stór partur af lífi hennar en í dag hefur hún gefið út fjölda bóka um ferðalög, flutninga erlendis og íbúðaskipti. Þar að auki heldur hún úti heimasíðu og heldur fyrirlestra. „Þú ert náttúrulega að lána heimilið þitt, aleiguna, þannig að fólk þarf stundum að láta sannfæra sig um að prófa.“ View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) Njóta á meðan heilsan er til staðar Snæfríður segir að þau hjónin vilji ekki bíða eftir ellilífeyrisárunum til þess að láta ferðadraumana rætast heldur njóta á meðan þau eru enn ung og hraust og eru dugleg að ferðast með dætur sínar þrjár. „Þegar þau eru komin þá er kannski heilsan ekki til staðar til þess að gera þessa hluti sem fólki er búið að dreyma alltaf um eða eitthvað annað komið upp á,“ segir hún og bætir glettin við: „Ef að ég væri pólitíkus þá myndi ég bara dreifa þessum lífeyrisárum yfir lífið hreinlega og fólk gæti bara leyst þau út jafnt og þétt.“ View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) Samkomulag Hún segir íbúðaskiptin hafa gert það að verkum að þau hafi getað ferðast svona mikið því með því að skipta sleppur þú við stóran hluta af útgjöldum sem fylgja ferðalögum. Hún segir það einnig opna möguleikann á það að vera lengur úti í senn og nýta peningana í eitthvað skemmtilegt. „Þetta er bara samkomulag á milli tveggja aðila, að lána hús hvors annars, annaðhvort á sama tíma eða ekki á sama tíma.“ View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) Hún segir það einnig vera möguleika að lána húsnæðið sitt þegar það er tómt, eins og t.d. þegar þau eru að ferðast innanlands, án þess að vera sjálf á leiðinni út í skipti. Þannig er hægt að fá punkta til þess að nýta upp í gistingu seinna þegar þau fara sjálf út. „Það eru margar leiðir til þess að gera svona íbúðaskipti.“ Samkvæmt henni fer þetta allt fram á netinu og segir hún fjöldann allan af síðum vera í boði. Þar er hægt að gerast meðlimur og er greitt árgjald og mega meðlimir gera skipta eins oft á árinu og óskað er eftir. View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) Fluttu út í ár Fjölskyldan hefur verið að nýta sér þetta kerfi í að meðaltali fjórar til sex vikur á ári. Eftir að hafa farið í gegnum íbúðaskipti nokkrum sinnum til Spánar féllu þau svo sannarlega fyrir svæðinu og tóku ákvörðun um að flytja til Tenerife í ár sem þau sjá ekki eftir að hafa gert. View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) Þegar þau fluttu út fengu þau aðstoð frá vinum sem þau höfðu eignast í gegnum íbúðaskipti en Snæfríður segir íbúðaskipti vera svo miklu meira en bara frítt húsnæði. „Stundum myndast einstakt samband. Þú eignast hreinlega vini, þetta verður bara vinátta fyrir lífstíð“ View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) Líka hægt að skipta innanlands Það er einnig möguleiki á því að gera íbúðaskipti innanlands og nálgast þannig sumarbústaði eða húsnæði annars staðar á landinu. Hún segir það áhugavert að fletta í gegnum síðurnar og sjá hvað sé í boði og þar leynist allskonar fólk: „Það eru alveg læknar, lögfræðingar og jafnvel alþingismenn sem eru skráðir á þessar síður.“ Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af ferðalögunum: View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan) View this post on Instagram A post shared by Snæfríður Ingadóttir (@ohyesyoucan)
Spánn Ísland í dag Ferðalög Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Tengdar fréttir „Lifði hamingjusöm til æviloka“ Nanna Lovísa Zophoníasdóttir gerði sér lítið fyrir og tók ákvörðun sem breytti öllu hennar lífið. Hún seldi yfirskuldsett húsið sitt í Hafnarfirði og flutti á Vatnsleysuströnd þar sem hún er að gera upp gamlan bóndabæ alveg niður við sjóinn. 2. júní 2022 16:30 „Svo setti ég bara hnefann í borðið og það hlýddu mér allir“ Hanna Rún Ragnarsdóttir byrjaði að stunda rally af miklum móð til þess að komast yfir bílhræðslu sem hún byrjaði að upplifa eftir slæmt bílslys fyrir nokkrum árum. Hún segir konur hræddar við akstursíþróttir því þær séu þekktar sem karlasport og vill hún breyta því. 2. júní 2022 13:30 Stökkið: „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp“ Förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir flutti upphaflega til Los Angeles árið 2013 til þess að stunda nám við fagið. Eftir að hafa fallið fyrir borginni og faginu fór hún aftur út í nám árið 2016 og starfar þar í dag sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. 30. maí 2022 07:00 „Ég bý fyrir utan Tulum inn í frumskóginum, umvafin miklu dýralífi, fullt af skordýrum og endalaust af plöntum“ Heiðrún María Magnúsdóttir ætlaði í þriggja vikna frí til Tulum í Mexíkó en er enn erlendis rúmum tveimur mánuðum síðar. Hún bjó fyrir utan Tulum í frumskóginum áður en hún fór áleiðis til San Marcos La Laguna og er aðallega að njóta þess að vera til. 20. maí 2022 07:00 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
„Lifði hamingjusöm til æviloka“ Nanna Lovísa Zophoníasdóttir gerði sér lítið fyrir og tók ákvörðun sem breytti öllu hennar lífið. Hún seldi yfirskuldsett húsið sitt í Hafnarfirði og flutti á Vatnsleysuströnd þar sem hún er að gera upp gamlan bóndabæ alveg niður við sjóinn. 2. júní 2022 16:30
„Svo setti ég bara hnefann í borðið og það hlýddu mér allir“ Hanna Rún Ragnarsdóttir byrjaði að stunda rally af miklum móð til þess að komast yfir bílhræðslu sem hún byrjaði að upplifa eftir slæmt bílslys fyrir nokkrum árum. Hún segir konur hræddar við akstursíþróttir því þær séu þekktar sem karlasport og vill hún breyta því. 2. júní 2022 13:30
Stökkið: „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp“ Förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir flutti upphaflega til Los Angeles árið 2013 til þess að stunda nám við fagið. Eftir að hafa fallið fyrir borginni og faginu fór hún aftur út í nám árið 2016 og starfar þar í dag sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. 30. maí 2022 07:00
„Ég bý fyrir utan Tulum inn í frumskóginum, umvafin miklu dýralífi, fullt af skordýrum og endalaust af plöntum“ Heiðrún María Magnúsdóttir ætlaði í þriggja vikna frí til Tulum í Mexíkó en er enn erlendis rúmum tveimur mánuðum síðar. Hún bjó fyrir utan Tulum í frumskóginum áður en hún fór áleiðis til San Marcos La Laguna og er aðallega að njóta þess að vera til. 20. maí 2022 07:00