Innlent

Þriggja bíla á­rekstur á Vestur­lands­vegi en enginn al­var­lega slasaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þrír bílar lentu í árekstri á Vesturlandsvegi til móts við Orkuna rétt eftir klukkan sex.
Þrír bílar lentu í árekstri á Vesturlandsvegi til móts við Orkuna rétt eftir klukkan sex. Vísir

Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi fyrir ofan Ártúnsbrekku rétt upp úr klukkan sex. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.

Tveir sjúkrabílar og slökkviliðsbíll voru kallaðir út hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu auk lögreglu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir verkefni slökkviliðsbílsins aðallega hafa verið það að tryggja vettvanginn og stýra umferð, sem var þung þegar áreksturinn varð. 

Kranabíll flutti bílana þrjá af vettvangi. Engan þurfti að flytja á bráðamóttöku vegna árekstursins og áverkar því minniháttar ef þeir voru einhverjir segir Bjarni Ingimarsson varðstjóri hjá slökkviliðinu. Hann segir starf viðbragðsaðila á vettvangi vera lokið. 

Starfi lögreglu og slökkviliðs á vettvangi er lokið.Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×