Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2022 21:31 Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Vísir/Ragnar Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu. Ellefu dagar eru síðan fulltrúar flokkanna fjögurra tilkynntu um að gengið yrði til formlegra viðræðna um meirihlutasamstarf í borginni. Síðan þá hafa fulltrúarnir fundað til að finna sameiginlegan grundvöll í þeim málefnum sem við koma borgarstjórnmálunum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir góðan gang í viðræðunum. „Við erum komin ansi langt með yfirferð á flestum málaflokkum, þannig að við erum svona að fylla upp í það,“ segir Einar. Þó ritun meirihlutasáttmála sé hafin segir Einar ekki að það þýði að flokkarnir hafi náð saman um öll mál. „Ég myndi ekki segja að við séum komin alveg á þann stað en það er góður samhljómur um stóru málin.“ Von til að málin klárist fyrir fyrsta fund Ekkert sé fast í hendi, og meirihlutasamstarf ekki í höfn fyrr en búið sé að ganga frá öllum málum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að stefnt væri að því að ljúka viðræðum fyrir næsta þriðjudag, en þá fundar ný borgarstjórn í fyrsta sinn. Einar segir að gott væri að klára málið fyrir þann tíma. „Ég er bara vongóður um að þessar viðræður haldi áfram og skili árangri. Við höfum ekki sett okkur nein tímamörk, en það er mjög gott að geta lokið þessu fyrir fyrsta borgarstjórnarfund á þriðjudag,“ sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3. júní 2022 21:07 Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50 Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ellefu dagar eru síðan fulltrúar flokkanna fjögurra tilkynntu um að gengið yrði til formlegra viðræðna um meirihlutasamstarf í borginni. Síðan þá hafa fulltrúarnir fundað til að finna sameiginlegan grundvöll í þeim málefnum sem við koma borgarstjórnmálunum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir góðan gang í viðræðunum. „Við erum komin ansi langt með yfirferð á flestum málaflokkum, þannig að við erum svona að fylla upp í það,“ segir Einar. Þó ritun meirihlutasáttmála sé hafin segir Einar ekki að það þýði að flokkarnir hafi náð saman um öll mál. „Ég myndi ekki segja að við séum komin alveg á þann stað en það er góður samhljómur um stóru málin.“ Von til að málin klárist fyrir fyrsta fund Ekkert sé fast í hendi, og meirihlutasamstarf ekki í höfn fyrr en búið sé að ganga frá öllum málum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að stefnt væri að því að ljúka viðræðum fyrir næsta þriðjudag, en þá fundar ný borgarstjórn í fyrsta sinn. Einar segir að gott væri að klára málið fyrir þann tíma. „Ég er bara vongóður um að þessar viðræður haldi áfram og skili árangri. Við höfum ekki sett okkur nein tímamörk, en það er mjög gott að geta lokið þessu fyrir fyrsta borgarstjórnarfund á þriðjudag,“ sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3. júní 2022 21:07 Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50 Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3. júní 2022 21:07
Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50
Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21