Illindi milli fyrrum þingmanna Pírata: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2022 15:50 Gunnar Hrafn og Helga Hrafn greinir á um hvað átti sér stað. Samsett/Vísir Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, birti færslu á Facebook í dag þar sem hann ásakar Helga Hrafn Gunnarsson, annan fyrrverandi þingmann Pírata, um að hafa bannað honum að bjóða sig fram í prófkjöri Pírata fyrir þarsíðustu þingkosningar. Í færslunni segir Gunnar að Helgi hafi boðað sig á fund fyrir utan sjoppu í Vesturbænum fyrir prófkjör Pírata til að tilkynna Gunnari að hann mætti ekki fara í prófkjör, þar sem það kæmi sér illa fyrir flokkinn. Helga hafi borist þær fregnir að það ætti að taka Gunnar af lífi í fjölmiðlum fyrir lélega mætingu á nefndar- og þingflokksfundi. Þegar Gunnar skoðaði gögnin sjálfur segir hann að komið hafi í ljós að hann hafi verið í veikindaleyfi eða utan þingflokks í flestum eða öllum tilvikum sem hann mætti ekki. Blaðamaðurinn reyndist mótframbjóðandi Gunnar segir Helga ekki hafa tekið mark á þessum upplýsingum og endurtekið hótanir sínar um að dræm mæting Gunnars yrði rakin af blaðamanni ef hann hætti ekki við framboðið. „Fljótlega kom í ljós að "blaðamaðurinn" sem var að safna þessum gögnum var Björn Leví, mótframbjóðandi minn í prófkjörinu,“ segir Gunnar í færslunni. Hinn meinti fjölmiðill sem Helgi hefði nefnt á fundinum hafi því verið heimasíða Björns þar sem hann skrifaði bloggfærslu um mætingu þingmann. Ennfremur segir Gunnar um aðdragandann að prófkjörinu „Mér er hótað með fjölmiðlaumfjöllun sem reyndist vera ímyndun mótframbjóðanda. Hringt var í fjölda stuðningsmanna minna til að minna á að ég væri geðveikur og mér ekki treystandi.“ Að lokum segir Gunnar að sér finnist gróflega vegið að fólki sem glímir við andleg veikindi í þessu máli, það hafi alltaf verið undirliggjandi að sér væri ekki treyst vegna sjúkrasögu sinnar. Samskiptaleysi innan þingflokks Í ummælum við færslu Gunnars svarar Björn Leví fyrir sig: „Ég veit alveg hversu oft ég mætti í nefnd fyrir þig á þessum tíma af því að þú mættir ekki. Lengi vel vissum við ekki einu sinni að þú værir ekki að mæta af því að þú lést okkur ekkert vita af því. Það var eftir að þú komst inn aftur eftir veikindaleyfi.“ Þá segir Björn um ásakanir Gunnars „Ég hef ekki hugmynd hvort ég sé þessi blaðamaður eða ekki. Býst við ekki, því mæting þingmanna í nefndir er aðgengileg öllum í fundargerðum nefndanna. Ég er bara með forrit sem les það upp sjálfkrafa.“ Björn Leví tekur ekki undir frásögn Gunnars.Vísir/Vilhelm Skammast sín ekki neitt Í samtali blaðamanns við Helga Hrafn vildi hann ekki tjá sig um málið af því hann hefði ekki lesið færslu Gunnars en sagði þó eitt: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt, sem ég sagði eða gerði í þessu máli og myndi gera það sama aftur. Ef ég væri í hans stöðu, þeirri stöðu sem hann var í á þeim tíma, þá vona ég að einhver góður vinur minn myndi gera það sem ég gerði.“ Eftir samtal Helga við blaðamann skrifaði hann ummæli við færslu Gunnars. Þar lýsir Helgi færslunni sem „ótrúlegri túlkun“ og segir að samtalið hafi ekki átt sér stað fyrir prófkjörið heldur eftir það, „þar sem ég lenti í 1. sæti og þú í 5. sæti.“ Hann segir Gunnar kannski hafa ekki verið meðvitaðan um það af því, ólíkt öllum öðrum í þingflokknum, hafi hann ekki verið á staðnum. Píratar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í færslunni segir Gunnar að Helgi hafi boðað sig á fund fyrir utan sjoppu í Vesturbænum fyrir prófkjör Pírata til að tilkynna Gunnari að hann mætti ekki fara í prófkjör, þar sem það kæmi sér illa fyrir flokkinn. Helga hafi borist þær fregnir að það ætti að taka Gunnar af lífi í fjölmiðlum fyrir lélega mætingu á nefndar- og þingflokksfundi. Þegar Gunnar skoðaði gögnin sjálfur segir hann að komið hafi í ljós að hann hafi verið í veikindaleyfi eða utan þingflokks í flestum eða öllum tilvikum sem hann mætti ekki. Blaðamaðurinn reyndist mótframbjóðandi Gunnar segir Helga ekki hafa tekið mark á þessum upplýsingum og endurtekið hótanir sínar um að dræm mæting Gunnars yrði rakin af blaðamanni ef hann hætti ekki við framboðið. „Fljótlega kom í ljós að "blaðamaðurinn" sem var að safna þessum gögnum var Björn Leví, mótframbjóðandi minn í prófkjörinu,“ segir Gunnar í færslunni. Hinn meinti fjölmiðill sem Helgi hefði nefnt á fundinum hafi því verið heimasíða Björns þar sem hann skrifaði bloggfærslu um mætingu þingmann. Ennfremur segir Gunnar um aðdragandann að prófkjörinu „Mér er hótað með fjölmiðlaumfjöllun sem reyndist vera ímyndun mótframbjóðanda. Hringt var í fjölda stuðningsmanna minna til að minna á að ég væri geðveikur og mér ekki treystandi.“ Að lokum segir Gunnar að sér finnist gróflega vegið að fólki sem glímir við andleg veikindi í þessu máli, það hafi alltaf verið undirliggjandi að sér væri ekki treyst vegna sjúkrasögu sinnar. Samskiptaleysi innan þingflokks Í ummælum við færslu Gunnars svarar Björn Leví fyrir sig: „Ég veit alveg hversu oft ég mætti í nefnd fyrir þig á þessum tíma af því að þú mættir ekki. Lengi vel vissum við ekki einu sinni að þú værir ekki að mæta af því að þú lést okkur ekkert vita af því. Það var eftir að þú komst inn aftur eftir veikindaleyfi.“ Þá segir Björn um ásakanir Gunnars „Ég hef ekki hugmynd hvort ég sé þessi blaðamaður eða ekki. Býst við ekki, því mæting þingmanna í nefndir er aðgengileg öllum í fundargerðum nefndanna. Ég er bara með forrit sem les það upp sjálfkrafa.“ Björn Leví tekur ekki undir frásögn Gunnars.Vísir/Vilhelm Skammast sín ekki neitt Í samtali blaðamanns við Helga Hrafn vildi hann ekki tjá sig um málið af því hann hefði ekki lesið færslu Gunnars en sagði þó eitt: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt, sem ég sagði eða gerði í þessu máli og myndi gera það sama aftur. Ef ég væri í hans stöðu, þeirri stöðu sem hann var í á þeim tíma, þá vona ég að einhver góður vinur minn myndi gera það sem ég gerði.“ Eftir samtal Helga við blaðamann skrifaði hann ummæli við færslu Gunnars. Þar lýsir Helgi færslunni sem „ótrúlegri túlkun“ og segir að samtalið hafi ekki átt sér stað fyrir prófkjörið heldur eftir það, „þar sem ég lenti í 1. sæti og þú í 5. sæti.“ Hann segir Gunnar kannski hafa ekki verið meðvitaðan um það af því, ólíkt öllum öðrum í þingflokknum, hafi hann ekki verið á staðnum.
Píratar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira