Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2022 20:57 Lögreglan í Hong Kong hefur afskipti af konu sem var á göngu nærri Viktoríugarði í dag. Getty/Louise Delmotte Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. Hundruð söfnuðust saman í Taipei í Taívan til þess að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar fyrir 33 árum síðan. Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í mótmælin þann 4. júní 1989 og Taívan því eini staðurinn í hinum kínverskumælandi heimi þar sem þeirra má minnast. Mótmælin 1989 voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins, lýsti yfir herlögum en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafilátist í átökunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest. Aðgerðasinnar sem komu saman í Taipei til að minnast voðaverkanna höfðu látið endurgera minnisvarðann Pillar of Shame, sem búið var að koma fyrir á Frelsistorgi í Taipei þar sem minningarathöfnin fór fram. Minnisvarðinn er um mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði í tvo áratugi staðið á skólalóð háskóla í Hong Kong. Minnisvarðinn var hins vegar fjarlægður þaðan í desember, án nokkurra haldbærra skýringar, og fjarlægingin því talin enn ein vísbendingin um að kínversk stjórnvöld séu að ná þar auknum áhrifum. Carrie Lam leiðtogi heimastjórnar Hong Kong sagði í vikunni að litið væri á nokkrar samkomur til að minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem ógn við þjóðaröryggi. Vitnaði hún þá í umdeild öryggislög sem innleidd voru í Hong Kong fyrir nokkrum árum og samin voru af yfirvöldum í Kína. Þá var búið að girða af alla innganga að Viktoríugarði, almenningsgarði í hjarta Hong Kong þar sem minningarathöfn um voðaverkin hefur verið haldin árlega, þar til 2020. Þá var búið að segja upp skilti við inngangana þar sem fólk var varað við því að taka þátt í ólöglegum samkomum. Hundruð lögreglumanna, sumir með leitarhunda sér við hlið, voru á vappi um garðinn í dag og stöðvuðu fólk sem þar var á gangi. Minningarathafnir um atburðinn hafa, eins og áður sagði, ekki farið fram í Hong Kong síðan 2019 þegar 180 þúsund söfnuðust saman í Viktoríugarði. Síðan þá hafa yfirvöld borið fyrir sig kórónuveirufaraldurinn þegar þau hafa bannað slíkar fjöldasamkomur. Hong Kong Kína Taívan Tengdar fréttir Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. 23. desember 2021 09:34 Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Hundruð söfnuðust saman í Taipei í Taívan til þess að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar fyrir 33 árum síðan. Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í mótmælin þann 4. júní 1989 og Taívan því eini staðurinn í hinum kínverskumælandi heimi þar sem þeirra má minnast. Mótmælin 1989 voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins, lýsti yfir herlögum en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafilátist í átökunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest. Aðgerðasinnar sem komu saman í Taipei til að minnast voðaverkanna höfðu látið endurgera minnisvarðann Pillar of Shame, sem búið var að koma fyrir á Frelsistorgi í Taipei þar sem minningarathöfnin fór fram. Minnisvarðinn er um mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði í tvo áratugi staðið á skólalóð háskóla í Hong Kong. Minnisvarðinn var hins vegar fjarlægður þaðan í desember, án nokkurra haldbærra skýringar, og fjarlægingin því talin enn ein vísbendingin um að kínversk stjórnvöld séu að ná þar auknum áhrifum. Carrie Lam leiðtogi heimastjórnar Hong Kong sagði í vikunni að litið væri á nokkrar samkomur til að minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem ógn við þjóðaröryggi. Vitnaði hún þá í umdeild öryggislög sem innleidd voru í Hong Kong fyrir nokkrum árum og samin voru af yfirvöldum í Kína. Þá var búið að girða af alla innganga að Viktoríugarði, almenningsgarði í hjarta Hong Kong þar sem minningarathöfn um voðaverkin hefur verið haldin árlega, þar til 2020. Þá var búið að segja upp skilti við inngangana þar sem fólk var varað við því að taka þátt í ólöglegum samkomum. Hundruð lögreglumanna, sumir með leitarhunda sér við hlið, voru á vappi um garðinn í dag og stöðvuðu fólk sem þar var á gangi. Minningarathafnir um atburðinn hafa, eins og áður sagði, ekki farið fram í Hong Kong síðan 2019 þegar 180 þúsund söfnuðust saman í Viktoríugarði. Síðan þá hafa yfirvöld borið fyrir sig kórónuveirufaraldurinn þegar þau hafa bannað slíkar fjöldasamkomur.
Hong Kong Kína Taívan Tengdar fréttir Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. 23. desember 2021 09:34 Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. 23. desember 2021 09:34
Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03
Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08