Innlent

Hlýjast á Austurlandi í dag

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Veðrið hefur verið gott á Seyðisfirði síðustu sumur.
Veðrið hefur verið gott á Seyðisfirði síðustu sumur. Vísir/Vilhelm

Von er á ágætis verðri í dag en samkvæmt spá Veðurstofunnar verður hlýjast á Austurlandi.

Spá Veðurstofunnar segir til um suðvestan 8-13 norðvestantil, en annars hægari. Rigningu með köflum um landið sunnanvert eftir hádegi, skýjað og úrkomulítið á Vestfjörðum seinnipartinn, en annars þurrt og bjart. Norðvestlægari með kvöldinu og sums staðar væta norðantil. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi.

Austlæg átt á morgun, víða 5-13 m/s. Skýjað og væta á köflum um landið sunnanvert, en yfirleitt þurrt fyrir norðan. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Spá veðurstofunnar næstu daga

Á þriðjudag:

Breytileg átt 3-10 m/s en austan og suðaustan 10-15 sunnan og suðvestanlands. Bjart með köflum norðanlands en dálítil rigning sunnantil. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast vestanlands.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Austlæg átt og rigning með köflum sunnanlands, en yfirleitt þurrt fyrir norðan. Fremur milt veður.

Á föstudag:

Norðaustlæg átt 5-13 m/s, hvassast fyrir norðan. Bjart og hiti að 14 stigum suðvestanlands en skýjað og dálítil rigning norðaustantil með hita 2 til 7 stig.

Á laugardag:

Útlit fyrir norðaustlæga átt, skýjað og dálitla úrkomu fyrir norðan með hita 3 til 8 stig. Bjartara yfir og hiti 10-15 stig yfir daginn sunnantil.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×