Slökkvilið glímdi lengi við eldinn sem kviknaði í kjölfar sprengingar nokkurra gáma á svæðinu. Samkvæmt frétt BBC er ekki vitað nákvæmlega hver upptök eldsins voru en talið er að efnablöndur hafi verið geymdar í gámunum.
Spítalar á svæðinu eru yfirfullir og margir þeirra slösuðu eru sögð í mjög alvarlegu ásigkomulagi. Tala látinna gæti því hæglega hækkað.
Slökkvilið var enn að glíma við eldinn undir morgun, þar sem áframhaldandi sprengingar á svæðinu bættu gráu ofan á svart, að sögn slökkviliðs á svæðinu.