Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Eiður Þór Árnason skrifar 6. júní 2022 18:15 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, er hæstánægður með niðurstöðuna. Vísir/Ragnar Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. Leiðtogar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík kynntu meirihlutasamstarf sitt á blaðamannafundi í dag. Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri fyrstu átján mánuði kjörtímabilsins þangað til Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, tekur við en fram að því mun hann leiða borgarráð. Einar segir að breytingarnar muni koma fram strax og hann muni nýta tíma sinn í borgarráði til að ýta úr vör mikilvægu húsnæðisátaki. „Það er mikilvægt að menn komi vel undirbúnir í þetta starf. Ég nálgast það af auðmýkt og metnaði og vil standa mig vel og ná árangri fyrir borgarbúa, um það snýst þetta,“ sagði Einar að loknum blaðamannafundinum síðdegis í dag. Erfitt að vinna með Sjálfstæðisflokknum Aðspurður út í það ákall Sjálfstæðismanna að Framsókn ætti ekki að ganga til viðræðna við flokkana sem mynduðu síðasta meirihluta í borginni segir Einar staðreynd málsins vera þá að fáir flokkar hafi viljað vinna með Sjálfstæðisflokknum. „Við vorum tilbúin til viðræðna við alla, þetta samstarf milli Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknar var það eina sem var í boði. Við tökum það bara alvarlega að mynda meirihluta og fara ekki í einhverja störukeppni sem enginn veit hvert leiðir og eyðir bara tíma. Verkefnið er að mynda meirihluta og byrja að ná árangri.“ Marki nýja tíma Einar segir samstarfið marka nýjan kafla í borginni og hann vilji eiga gott samstarf bæði við flokka í meirihluta og minnihluta. „Ég legg mikla áherslu á það að við nýtum þetta kjörtímabil til að byggja brýr og beita öðrum vinnubrögðum í borgarmálunum.“ Tólf dagar eru liðnir frá því að fulltrúar Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hófu formlegar meirihlutaviðræður sem tóku lengri tíma en víða annars staðar. Einar segir að ekkert eitt deilumál hafi tafið vinnuna. „Mér þótti bara mikilvægt að við ræddum nokkuð vel og ítarlega um málin, ekki bara til að skrifa eitthvað niður á blað heldur líka til að finna hitann í sumum málum og kuldann í hinum, komast að sameiginlegri niðurstöðu, lesa hvert annað, mynda traust.“ „Ég held að það hafi verið mjög gagnlegt þegar það kom síðan að því að ræða kannski mál þar sem flokkarnir höfðu mjög ólíkar skoðanir þegar við komum að borðinu. Þá hjálpaði það til og við náðum að lenda öllum málum í mikilli sátt. Þetta er bara gríðarlega metnaðarfullur samningur og ég hlakka til,“ segir Einar. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Leiðtogar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík kynntu meirihlutasamstarf sitt á blaðamannafundi í dag. Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri fyrstu átján mánuði kjörtímabilsins þangað til Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, tekur við en fram að því mun hann leiða borgarráð. Einar segir að breytingarnar muni koma fram strax og hann muni nýta tíma sinn í borgarráði til að ýta úr vör mikilvægu húsnæðisátaki. „Það er mikilvægt að menn komi vel undirbúnir í þetta starf. Ég nálgast það af auðmýkt og metnaði og vil standa mig vel og ná árangri fyrir borgarbúa, um það snýst þetta,“ sagði Einar að loknum blaðamannafundinum síðdegis í dag. Erfitt að vinna með Sjálfstæðisflokknum Aðspurður út í það ákall Sjálfstæðismanna að Framsókn ætti ekki að ganga til viðræðna við flokkana sem mynduðu síðasta meirihluta í borginni segir Einar staðreynd málsins vera þá að fáir flokkar hafi viljað vinna með Sjálfstæðisflokknum. „Við vorum tilbúin til viðræðna við alla, þetta samstarf milli Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknar var það eina sem var í boði. Við tökum það bara alvarlega að mynda meirihluta og fara ekki í einhverja störukeppni sem enginn veit hvert leiðir og eyðir bara tíma. Verkefnið er að mynda meirihluta og byrja að ná árangri.“ Marki nýja tíma Einar segir samstarfið marka nýjan kafla í borginni og hann vilji eiga gott samstarf bæði við flokka í meirihluta og minnihluta. „Ég legg mikla áherslu á það að við nýtum þetta kjörtímabil til að byggja brýr og beita öðrum vinnubrögðum í borgarmálunum.“ Tólf dagar eru liðnir frá því að fulltrúar Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hófu formlegar meirihlutaviðræður sem tóku lengri tíma en víða annars staðar. Einar segir að ekkert eitt deilumál hafi tafið vinnuna. „Mér þótti bara mikilvægt að við ræddum nokkuð vel og ítarlega um málin, ekki bara til að skrifa eitthvað niður á blað heldur líka til að finna hitann í sumum málum og kuldann í hinum, komast að sameiginlegri niðurstöðu, lesa hvert annað, mynda traust.“ „Ég held að það hafi verið mjög gagnlegt þegar það kom síðan að því að ræða kannski mál þar sem flokkarnir höfðu mjög ólíkar skoðanir þegar við komum að borðinu. Þá hjálpaði það til og við náðum að lenda öllum málum í mikilli sátt. Þetta er bara gríðarlega metnaðarfullur samningur og ég hlakka til,“ segir Einar. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira