Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Eiður Þór Árnason skrifar 6. júní 2022 18:15 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, er hæstánægður með niðurstöðuna. Vísir/Ragnar Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. Leiðtogar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík kynntu meirihlutasamstarf sitt á blaðamannafundi í dag. Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri fyrstu átján mánuði kjörtímabilsins þangað til Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, tekur við en fram að því mun hann leiða borgarráð. Einar segir að breytingarnar muni koma fram strax og hann muni nýta tíma sinn í borgarráði til að ýta úr vör mikilvægu húsnæðisátaki. „Það er mikilvægt að menn komi vel undirbúnir í þetta starf. Ég nálgast það af auðmýkt og metnaði og vil standa mig vel og ná árangri fyrir borgarbúa, um það snýst þetta,“ sagði Einar að loknum blaðamannafundinum síðdegis í dag. Erfitt að vinna með Sjálfstæðisflokknum Aðspurður út í það ákall Sjálfstæðismanna að Framsókn ætti ekki að ganga til viðræðna við flokkana sem mynduðu síðasta meirihluta í borginni segir Einar staðreynd málsins vera þá að fáir flokkar hafi viljað vinna með Sjálfstæðisflokknum. „Við vorum tilbúin til viðræðna við alla, þetta samstarf milli Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknar var það eina sem var í boði. Við tökum það bara alvarlega að mynda meirihluta og fara ekki í einhverja störukeppni sem enginn veit hvert leiðir og eyðir bara tíma. Verkefnið er að mynda meirihluta og byrja að ná árangri.“ Marki nýja tíma Einar segir samstarfið marka nýjan kafla í borginni og hann vilji eiga gott samstarf bæði við flokka í meirihluta og minnihluta. „Ég legg mikla áherslu á það að við nýtum þetta kjörtímabil til að byggja brýr og beita öðrum vinnubrögðum í borgarmálunum.“ Tólf dagar eru liðnir frá því að fulltrúar Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hófu formlegar meirihlutaviðræður sem tóku lengri tíma en víða annars staðar. Einar segir að ekkert eitt deilumál hafi tafið vinnuna. „Mér þótti bara mikilvægt að við ræddum nokkuð vel og ítarlega um málin, ekki bara til að skrifa eitthvað niður á blað heldur líka til að finna hitann í sumum málum og kuldann í hinum, komast að sameiginlegri niðurstöðu, lesa hvert annað, mynda traust.“ „Ég held að það hafi verið mjög gagnlegt þegar það kom síðan að því að ræða kannski mál þar sem flokkarnir höfðu mjög ólíkar skoðanir þegar við komum að borðinu. Þá hjálpaði það til og við náðum að lenda öllum málum í mikilli sátt. Þetta er bara gríðarlega metnaðarfullur samningur og ég hlakka til,“ segir Einar. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Leiðtogar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík kynntu meirihlutasamstarf sitt á blaðamannafundi í dag. Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri fyrstu átján mánuði kjörtímabilsins þangað til Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, tekur við en fram að því mun hann leiða borgarráð. Einar segir að breytingarnar muni koma fram strax og hann muni nýta tíma sinn í borgarráði til að ýta úr vör mikilvægu húsnæðisátaki. „Það er mikilvægt að menn komi vel undirbúnir í þetta starf. Ég nálgast það af auðmýkt og metnaði og vil standa mig vel og ná árangri fyrir borgarbúa, um það snýst þetta,“ sagði Einar að loknum blaðamannafundinum síðdegis í dag. Erfitt að vinna með Sjálfstæðisflokknum Aðspurður út í það ákall Sjálfstæðismanna að Framsókn ætti ekki að ganga til viðræðna við flokkana sem mynduðu síðasta meirihluta í borginni segir Einar staðreynd málsins vera þá að fáir flokkar hafi viljað vinna með Sjálfstæðisflokknum. „Við vorum tilbúin til viðræðna við alla, þetta samstarf milli Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknar var það eina sem var í boði. Við tökum það bara alvarlega að mynda meirihluta og fara ekki í einhverja störukeppni sem enginn veit hvert leiðir og eyðir bara tíma. Verkefnið er að mynda meirihluta og byrja að ná árangri.“ Marki nýja tíma Einar segir samstarfið marka nýjan kafla í borginni og hann vilji eiga gott samstarf bæði við flokka í meirihluta og minnihluta. „Ég legg mikla áherslu á það að við nýtum þetta kjörtímabil til að byggja brýr og beita öðrum vinnubrögðum í borgarmálunum.“ Tólf dagar eru liðnir frá því að fulltrúar Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hófu formlegar meirihlutaviðræður sem tóku lengri tíma en víða annars staðar. Einar segir að ekkert eitt deilumál hafi tafið vinnuna. „Mér þótti bara mikilvægt að við ræddum nokkuð vel og ítarlega um málin, ekki bara til að skrifa eitthvað niður á blað heldur líka til að finna hitann í sumum málum og kuldann í hinum, komast að sameiginlegri niðurstöðu, lesa hvert annað, mynda traust.“ „Ég held að það hafi verið mjög gagnlegt þegar það kom síðan að því að ræða kannski mál þar sem flokkarnir höfðu mjög ólíkar skoðanir þegar við komum að borðinu. Þá hjálpaði það til og við náðum að lenda öllum málum í mikilli sátt. Þetta er bara gríðarlega metnaðarfullur samningur og ég hlakka til,“ segir Einar. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira