Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Eiður Þór Árnason skrifar 6. júní 2022 19:21 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir gott fá ferskt blóð í borgarstjórn. Vísir/Ragnar Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. Dagur kveðst ánægður með nýjan meirihlutasáttmála og þá sátt sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar hafi náð í lykilmálaflokkum á borð við húsnæðismál, samgöngumál, loftslagsmál, velferðarmál og málefni barna. Það sé spennandi að vinna með Framsókn og fá þar með nýja rödd og áherslur inn í samstarfið. „Ég hef trú á því að það að séu ólíkir flokkar í samstarfi með svolítið ólík sjónarhorn geri ákvarðanir betri, betur undirbúnar og við erum auðvitað að stjórna fyrir hönd borgarbúa, að þróa borgina í takt við það sem kallað var eftir í kosningunum,“ sagði Dagur að loknum blaðamannafundi oddvita flokkanna í dag. Oddvitarnir hafi gefið sér tíma í að fara vel yfir alla málaflokka og skoða hvað mætti gera betur og hraðar. Fulltrúarnir hafi verið staðráðnir í því að finna lausnir þar sem misræmi var í stefnu flokkanna og verið sammála um að mynda sterkan og samhentan meirihluta. „Ég held að við munum sækja í umræðurnar þessa daga öll þessi ár þegar við erum í þessum verkefnum, svo fyrir mér var þetta ómetanlegur tími.“ Fái bæði reynslu og breytingar Aðspurður út í forsendurnar að baki því að deila borgarstjórastólnum segir Dagur að kannanir hafi sýnt fyrir kosningar að stærstur hópur borgarbúa hafi viljað sjá sig leiða borgina áfram en á sama tíma hafi verið sterk krafa um breytingar. „Með þessu þá erum við kannski að svara hvoru tveggja. Samfylkingin er stærsti flokkurinn en Framsókn og Píratar eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna. Við búum svo vel í þessum meirihluta að hafa þessa breidd og ákváðum að skipta svona með okkur verkum, þá nýtist bæði reynslan en þetta nýja og ferska kemur líka inn,“ segir Dagur. Dagur bætir við að honum finnist skipta mestu máli að með myndun þessa meirihluta sé verið að tryggja framgang lykilverkefna sem hafa verið lengi í undirbúningi en séu núna að komast til framkvæmda. Þar á meðal sé Borgarlína, hjólreiðaáætlun, ný menntastefna og margt fleira sem flokkarnir séu sammála um. „Með þessum meirihluta þá fáum við nægilegan slagkraft til þess að fylgja þessu eftir og það hefur alltaf verið það sem er langefst í mínum huga, ekki það nákvæmlega í hvaða stól ég er.“ Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Dagur kveðst ánægður með nýjan meirihlutasáttmála og þá sátt sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar hafi náð í lykilmálaflokkum á borð við húsnæðismál, samgöngumál, loftslagsmál, velferðarmál og málefni barna. Það sé spennandi að vinna með Framsókn og fá þar með nýja rödd og áherslur inn í samstarfið. „Ég hef trú á því að það að séu ólíkir flokkar í samstarfi með svolítið ólík sjónarhorn geri ákvarðanir betri, betur undirbúnar og við erum auðvitað að stjórna fyrir hönd borgarbúa, að þróa borgina í takt við það sem kallað var eftir í kosningunum,“ sagði Dagur að loknum blaðamannafundi oddvita flokkanna í dag. Oddvitarnir hafi gefið sér tíma í að fara vel yfir alla málaflokka og skoða hvað mætti gera betur og hraðar. Fulltrúarnir hafi verið staðráðnir í því að finna lausnir þar sem misræmi var í stefnu flokkanna og verið sammála um að mynda sterkan og samhentan meirihluta. „Ég held að við munum sækja í umræðurnar þessa daga öll þessi ár þegar við erum í þessum verkefnum, svo fyrir mér var þetta ómetanlegur tími.“ Fái bæði reynslu og breytingar Aðspurður út í forsendurnar að baki því að deila borgarstjórastólnum segir Dagur að kannanir hafi sýnt fyrir kosningar að stærstur hópur borgarbúa hafi viljað sjá sig leiða borgina áfram en á sama tíma hafi verið sterk krafa um breytingar. „Með þessu þá erum við kannski að svara hvoru tveggja. Samfylkingin er stærsti flokkurinn en Framsókn og Píratar eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna. Við búum svo vel í þessum meirihluta að hafa þessa breidd og ákváðum að skipta svona með okkur verkum, þá nýtist bæði reynslan en þetta nýja og ferska kemur líka inn,“ segir Dagur. Dagur bætir við að honum finnist skipta mestu máli að með myndun þessa meirihluta sé verið að tryggja framgang lykilverkefna sem hafa verið lengi í undirbúningi en séu núna að komast til framkvæmda. Þar á meðal sé Borgarlína, hjólreiðaáætlun, ný menntastefna og margt fleira sem flokkarnir séu sammála um. „Með þessum meirihluta þá fáum við nægilegan slagkraft til þess að fylgja þessu eftir og það hefur alltaf verið það sem er langefst í mínum huga, ekki það nákvæmlega í hvaða stól ég er.“ Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15
Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10