Sitthvað um hunda, en ekkert um leigjendur Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 7. júní 2022 08:30 Samstarfssáttmáli nýs borgarstjórnarmeirihluta leit dagsins ljós í gær eftir tæplega þriggja vikna yfirlegu og samtal. Það var tilefni til þess að vera vongóður fyrir hönd leigjenda þegar þessar viðræður hófust stuttu eftir kosningarnar 14. maí. Þegar leigjendur tóku að ávarpa þáverandi borgarstjórnarmeirihluta um þremur vikum fyrir kjördag með staðreyndum og greiningum var nefnilega ekki umflúið fyrir fulltrúa meirihlutans að horfast í augu við ástandið. Eftir að leigjendur tóku þátt í samtalinu um áherslur í málefnum þeirra íbúa Reykjavíkur sem búa á leigumarkaði breyttist landslagið á fylgi þeirra flokka sem mynduðu fráfarandi meirihluta. Það duldist engum að eitt af því sem kosningarnar snérust um í Reykjavík voru aðstæður og velferð leigjenda. Það vitna fjölmörg ummæli og fjölmiðlaumfjöllun um. Miðað við skoðanakannanir um miðjan apríl síðastliðinn og svo úrslit kosninga mátti klárlega sjá að um 8-10% af fylgi flokkana sem setið höfðu við völd í Reykjavík hafði rjátlað af þeim. Það má leiða að því líkum að málefni leigjenda og arfaslök frammistaða borgaryfirvalda á þeim vettvangi hafi því átt stóran þátt í að hreyfa fylgið með þeim hætti sem birtist í úrslitum á kjördag. Það er þess vegna sem leigjendur máttu gera sér vonir um að málefni þeirra fengi ríkulegan sess í yfirlegu og samtali nýs meirihluta. Það var því blaut og þung tuska í andlit leigjenda, þeirra sem hafa borgað fyrir hæga uppbyggingu á húsnæðismarkaði í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabili þegar umræddur samstarfssáttmáli var kynntur í gær. Hið velhafandi eignafólk sem er í forsvari fyrir nýja meirihlutann hefur nú komið sér saman um áherslur fyrir næsta kjörtímabil, sem útlistað er í pastellitum í fjögur þúsund orðum, en þar er að finna sitthvað um hunda og jafnvel hesta og malbik, en ekki orð um leigjendur. Það hlýtur að vera einhversskonar met í ófyrirleitni.Leigjendur í Reykjavík búa við eina verstu stöðu sem fyrirfinnst í Evrópu, þar sem markviss og heimatilbúinn framboðsskortur gerir leigusölum kleift að nýta sér þann hóp til þess að skapa auð.Öll framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur sátu fund um stöðuna á leigumarkaði og velferð leigjenda á vegum Samtaka Leigjenda rúmum tveimur vikum fyrir kjördag. Þar voru staðreyndir um leigumarkaðinn, eignarhald á húsnæðismarkaði, um fátækt leigjenda, sjálfdæmi og sjálftöku leigusala, fordæmalausar hækkanir á húsaleigu og skelfilegan framboðsskort á félagslegu reknu húsnæði tíundaðar ásamt því hversu fjandsamlegt umhverfi leigjenda er í hvívetna og hefur farið versnandi undanfarin átta ár.Ástandið á leigumarkaði í Reykjavík er höfundarverk stærsta hluta þeirra sem mynda nýja meirihlutann og því sérlega ósmekklegt og ófyrirleitið að sneiða hjá því að ávarpa fórnarlömb þess í upphafi nýs áfanga á þeirri sömu vegferð og skapað hefur það ástandi. Með verkum sínum hafa þau skapað og alið óværu sem nærist á leigjendum, þeim er síst skyldu borga fyrir hinn mikla auð sem verður til á fasteignamarkaði. Stór hluti þeirra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík bera mikla ábyrgð á því skelfingarástandi sem ríkir en þráast hinsvegar við að gangast við henni. Leigjendur í Reykjavík gera hinsvegar þá kröfu til nýs meirihluta að lausnamiðuð forgangsröðun fyrir leigumarkaðinn verði í öndvegi og að verkefnalisti hans taki mið af því að undið verði ofan af sveltistefnu gagnvart leigjendum. Leigjendur hafna þeirri vanrækslu sem þeir hafa þurft líða undanfarin átta ár og hvetja velmeinandi kjörna fulltrúa til að hafa heimilishelgi þeirra í forgrunni við alla ákvarðanatöku um húsnæðismál. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hrafn Arngrímsson Leigumarkaður Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Samstarfssáttmáli nýs borgarstjórnarmeirihluta leit dagsins ljós í gær eftir tæplega þriggja vikna yfirlegu og samtal. Það var tilefni til þess að vera vongóður fyrir hönd leigjenda þegar þessar viðræður hófust stuttu eftir kosningarnar 14. maí. Þegar leigjendur tóku að ávarpa þáverandi borgarstjórnarmeirihluta um þremur vikum fyrir kjördag með staðreyndum og greiningum var nefnilega ekki umflúið fyrir fulltrúa meirihlutans að horfast í augu við ástandið. Eftir að leigjendur tóku þátt í samtalinu um áherslur í málefnum þeirra íbúa Reykjavíkur sem búa á leigumarkaði breyttist landslagið á fylgi þeirra flokka sem mynduðu fráfarandi meirihluta. Það duldist engum að eitt af því sem kosningarnar snérust um í Reykjavík voru aðstæður og velferð leigjenda. Það vitna fjölmörg ummæli og fjölmiðlaumfjöllun um. Miðað við skoðanakannanir um miðjan apríl síðastliðinn og svo úrslit kosninga mátti klárlega sjá að um 8-10% af fylgi flokkana sem setið höfðu við völd í Reykjavík hafði rjátlað af þeim. Það má leiða að því líkum að málefni leigjenda og arfaslök frammistaða borgaryfirvalda á þeim vettvangi hafi því átt stóran þátt í að hreyfa fylgið með þeim hætti sem birtist í úrslitum á kjördag. Það er þess vegna sem leigjendur máttu gera sér vonir um að málefni þeirra fengi ríkulegan sess í yfirlegu og samtali nýs meirihluta. Það var því blaut og þung tuska í andlit leigjenda, þeirra sem hafa borgað fyrir hæga uppbyggingu á húsnæðismarkaði í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabili þegar umræddur samstarfssáttmáli var kynntur í gær. Hið velhafandi eignafólk sem er í forsvari fyrir nýja meirihlutann hefur nú komið sér saman um áherslur fyrir næsta kjörtímabil, sem útlistað er í pastellitum í fjögur þúsund orðum, en þar er að finna sitthvað um hunda og jafnvel hesta og malbik, en ekki orð um leigjendur. Það hlýtur að vera einhversskonar met í ófyrirleitni.Leigjendur í Reykjavík búa við eina verstu stöðu sem fyrirfinnst í Evrópu, þar sem markviss og heimatilbúinn framboðsskortur gerir leigusölum kleift að nýta sér þann hóp til þess að skapa auð.Öll framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur sátu fund um stöðuna á leigumarkaði og velferð leigjenda á vegum Samtaka Leigjenda rúmum tveimur vikum fyrir kjördag. Þar voru staðreyndir um leigumarkaðinn, eignarhald á húsnæðismarkaði, um fátækt leigjenda, sjálfdæmi og sjálftöku leigusala, fordæmalausar hækkanir á húsaleigu og skelfilegan framboðsskort á félagslegu reknu húsnæði tíundaðar ásamt því hversu fjandsamlegt umhverfi leigjenda er í hvívetna og hefur farið versnandi undanfarin átta ár.Ástandið á leigumarkaði í Reykjavík er höfundarverk stærsta hluta þeirra sem mynda nýja meirihlutann og því sérlega ósmekklegt og ófyrirleitið að sneiða hjá því að ávarpa fórnarlömb þess í upphafi nýs áfanga á þeirri sömu vegferð og skapað hefur það ástandi. Með verkum sínum hafa þau skapað og alið óværu sem nærist á leigjendum, þeim er síst skyldu borga fyrir hinn mikla auð sem verður til á fasteignamarkaði. Stór hluti þeirra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík bera mikla ábyrgð á því skelfingarástandi sem ríkir en þráast hinsvegar við að gangast við henni. Leigjendur í Reykjavík gera hinsvegar þá kröfu til nýs meirihluta að lausnamiðuð forgangsröðun fyrir leigumarkaðinn verði í öndvegi og að verkefnalisti hans taki mið af því að undið verði ofan af sveltistefnu gagnvart leigjendum. Leigjendur hafna þeirri vanrækslu sem þeir hafa þurft líða undanfarin átta ár og hvetja velmeinandi kjörna fulltrúa til að hafa heimilishelgi þeirra í forgrunni við alla ákvarðanatöku um húsnæðismál. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun