Hvernig væri að þýða tölvuleiki? Sigurður Karl Pétursson skrifar 7. júní 2022 13:30 Fyrir örfáum dögum bárust þær fréttir frá Frönsku akademíunni, sem hefur það hlutverk að rækta franska tungu, að ákveðið hefði verið að banna ýmis tökuorð sem tengjast tölvuleikjum og nota í staðin frönsk heiti. Sem dæmi má nefna að stofnanir tengdar tölvuleikjum eiga að tala um „joueur professionnel“ í staðinn fyrir „pro gamer“, og „joueur-animateur en direct“ í staðinn fyrir „streamer“. Aðrar þjóðir hafa einnig þýtt orð og hugtök úr heimi tölvuleikja, þar á meðal Ísland, en hvaða gagn gerir það ef leikirnir sjálfur eru ekki þýddir? Þegar ég var yngri spilaði ég tölvuleiki, þótt það væri í minna mæli en ég geri núna. Sem ungur drengur bjó ég í Belgíu. Þar deildi ég PlayStation 2 tölvu með bróður mínum. Þegar ég keypti leiki þurfti ég alltaf að kíkja á hulstrið á leiknum til að vera viss um að leikurinn væri á ensku, ekki frönsku eða flæmsku, enda kunni ég ekkert í þeim ágætu tungumálum. Á þessum tíma var ekki nægilegt pláss á diskunum til að vera með fleiri en eitt tungumál ef leikurinn var talsettur. Það var því snúið að kaupa tölvuleiki utan enskumælandi landa, því að alltaf gat maður lent á tungumáli sem enginn á heimilinu kunni. Megnið af lesefni barna á ensku Eftir því sem tæknin þróaðist höfðu diskarnir meira pláss, og því var yfirleitt hægt að velja á milli tungumála. Ég man þegar ég settist upp í sófa að spila glænýjan leik á PlayStation 3 og ég þurfti að velja tungumál. Mér brá alltaf að sjá fjölda þýðinga, allar með fullri talsetningu og þýðingu á textanum; hægt var að spila leikinn á þýsku, frönsku, rússnesku, kínversku, ítölsku, pólsku og spænsku, og svona mætti lengi telja. En aldrei var hægt að spila á íslensku. Við höfum alltaf þýtt barnaefni, bækur og kvikmyndir til að efla og varðveita tunguna – og um áratuga skeið hefur ekki þýtt að bjóða upp á annað en að talsetja barnamyndir. Aftur á móti hefur algjörlega gleymst að þýða tölvuleiki, vinsælustu afþreyingu barna í dag. Raunveruleikinn er sá að börn lesa ekki jafn mikið og áður og það sem þau lesa utan skólans er meira og minna á ensku, því að við þýðum ekki tölvuleikina. Um 90% barna spila tölvuleiki – á ensku Við gætum að minnsta kosti byrjað á því að þýða vinsælustu nettölvuleikina sem Íslendingar spila, eins og League of Legends, Counter-Strike: Global Offensive, Overwatch, Valorant, Fifa og Fortnite. Allir þessir leikir eru talsettir og í League of Legends er meira að segja hægt að lesa lýsingu á hverjum einasta karakter. Ungir Íslendingar eru talsvert líklegri til að lesa það en nýjustu glæpasögur okkar vinsælu höfunda. Samkvæmt könnun Gallup frá árinu 2019 spila um 66% Íslendinga tölvuleiki, karlar spila í sjö klukkustundir á viku og konur í fimm. 39% Íslendinga spila leiki í tölvunni, 27% í leikjatölvum eins og PlayStation og 50% í síma. 65% barna á aldrinum 3-5 ára spila tölvuleiki, 94% á aldrinum 6-12 ára og 86% barna á aldrinum 13-17. Með öðrum orðum: Um 90% barna á aldrinum 6-17 ára spila tölvuleiki – á ensku. Við erum því miður að tapa baráttunni við að varðveita íslenska tungu, því að við leggjum einfaldlega ekkert á okkur til að þýða tölvuleiki. Við talsetjum bíómyndir – ekki tölvuleiki Eini tölvuleikurinn á íslensku, svo ég viti til, er Minecraft. Það er allt og sumt. Svo eru að sjálfsögðu „single player“-leikir (það er ekki til góð þýðing á þessu hugtaki, svo ég viti til) þar sem frekar er lögð áhersla á söguþráð en keppni, eins og God of War (2018) og Witcher 3 (2016), sem fólk líkir oft við kvikmyndir. Við talsetjum barnamyndir á íslensku og textum kvikmyndir ætlaðar eldri hópum. Af hverju talsetjum við ekki tölvuleiki? Ég skora á Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og Ásmund Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra að grípa til sinna ráða og stuðla að því að tölvuleikir verði þýddir til að stuðla að varðveislu íslenskrar tungu. Höfundur er sagnfræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir örfáum dögum bárust þær fréttir frá Frönsku akademíunni, sem hefur það hlutverk að rækta franska tungu, að ákveðið hefði verið að banna ýmis tökuorð sem tengjast tölvuleikjum og nota í staðin frönsk heiti. Sem dæmi má nefna að stofnanir tengdar tölvuleikjum eiga að tala um „joueur professionnel“ í staðinn fyrir „pro gamer“, og „joueur-animateur en direct“ í staðinn fyrir „streamer“. Aðrar þjóðir hafa einnig þýtt orð og hugtök úr heimi tölvuleikja, þar á meðal Ísland, en hvaða gagn gerir það ef leikirnir sjálfur eru ekki þýddir? Þegar ég var yngri spilaði ég tölvuleiki, þótt það væri í minna mæli en ég geri núna. Sem ungur drengur bjó ég í Belgíu. Þar deildi ég PlayStation 2 tölvu með bróður mínum. Þegar ég keypti leiki þurfti ég alltaf að kíkja á hulstrið á leiknum til að vera viss um að leikurinn væri á ensku, ekki frönsku eða flæmsku, enda kunni ég ekkert í þeim ágætu tungumálum. Á þessum tíma var ekki nægilegt pláss á diskunum til að vera með fleiri en eitt tungumál ef leikurinn var talsettur. Það var því snúið að kaupa tölvuleiki utan enskumælandi landa, því að alltaf gat maður lent á tungumáli sem enginn á heimilinu kunni. Megnið af lesefni barna á ensku Eftir því sem tæknin þróaðist höfðu diskarnir meira pláss, og því var yfirleitt hægt að velja á milli tungumála. Ég man þegar ég settist upp í sófa að spila glænýjan leik á PlayStation 3 og ég þurfti að velja tungumál. Mér brá alltaf að sjá fjölda þýðinga, allar með fullri talsetningu og þýðingu á textanum; hægt var að spila leikinn á þýsku, frönsku, rússnesku, kínversku, ítölsku, pólsku og spænsku, og svona mætti lengi telja. En aldrei var hægt að spila á íslensku. Við höfum alltaf þýtt barnaefni, bækur og kvikmyndir til að efla og varðveita tunguna – og um áratuga skeið hefur ekki þýtt að bjóða upp á annað en að talsetja barnamyndir. Aftur á móti hefur algjörlega gleymst að þýða tölvuleiki, vinsælustu afþreyingu barna í dag. Raunveruleikinn er sá að börn lesa ekki jafn mikið og áður og það sem þau lesa utan skólans er meira og minna á ensku, því að við þýðum ekki tölvuleikina. Um 90% barna spila tölvuleiki – á ensku Við gætum að minnsta kosti byrjað á því að þýða vinsælustu nettölvuleikina sem Íslendingar spila, eins og League of Legends, Counter-Strike: Global Offensive, Overwatch, Valorant, Fifa og Fortnite. Allir þessir leikir eru talsettir og í League of Legends er meira að segja hægt að lesa lýsingu á hverjum einasta karakter. Ungir Íslendingar eru talsvert líklegri til að lesa það en nýjustu glæpasögur okkar vinsælu höfunda. Samkvæmt könnun Gallup frá árinu 2019 spila um 66% Íslendinga tölvuleiki, karlar spila í sjö klukkustundir á viku og konur í fimm. 39% Íslendinga spila leiki í tölvunni, 27% í leikjatölvum eins og PlayStation og 50% í síma. 65% barna á aldrinum 3-5 ára spila tölvuleiki, 94% á aldrinum 6-12 ára og 86% barna á aldrinum 13-17. Með öðrum orðum: Um 90% barna á aldrinum 6-17 ára spila tölvuleiki – á ensku. Við erum því miður að tapa baráttunni við að varðveita íslenska tungu, því að við leggjum einfaldlega ekkert á okkur til að þýða tölvuleiki. Við talsetjum bíómyndir – ekki tölvuleiki Eini tölvuleikurinn á íslensku, svo ég viti til, er Minecraft. Það er allt og sumt. Svo eru að sjálfsögðu „single player“-leikir (það er ekki til góð þýðing á þessu hugtaki, svo ég viti til) þar sem frekar er lögð áhersla á söguþráð en keppni, eins og God of War (2018) og Witcher 3 (2016), sem fólk líkir oft við kvikmyndir. Við talsetjum barnamyndir á íslensku og textum kvikmyndir ætlaðar eldri hópum. Af hverju talsetjum við ekki tölvuleiki? Ég skora á Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og Ásmund Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra að grípa til sinna ráða og stuðla að því að tölvuleikir verði þýddir til að stuðla að varðveislu íslenskrar tungu. Höfundur er sagnfræðinemi við Háskóla Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun