„Rosalega bjart framundan hjá okkur ÍR-ingum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2022 19:45 Bjarni Fritzson er tekinn við þjálfun ÍR-inga á ný. Stöð 2 Bjarni Fritzson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild ÍR og mun því þjálfa liðið næstu árin í Olís-deild karla í handbolta. Hann segir verkefnið sem framundan er spennandi. Bjarni þjálfaði ÍR-inga með góðum árangri frá 2014 til 2020, en liðið lék í Grill66-deildinni á seinasta tímabili. „Við erum að koma hérna upp og við erum að flytja í nýja aðstöðu þannig að þetta er svakalega spennandi og skemmtilegt verkefni,“ sagði Bjarni í samtali við Gaupa á Stöð 2 í dag. „Það er rosalega bjart framundan hjá okkur ÍR-ingum. Við erum að ala svakalega mikið af góðum strákum upp þannig að lít á þett sem skemmtilega og spennandi áskorun.“ Seinast þegar ÍR-ingar voru í Olís-deildinni var gengið ekki gott. Liðið féll tímabilið 2020-2021 án þess að fá eitt einasta stig, en Bjarni telur þó ekki að hann þurfi að styrkja hópinn mikið fyrir komandi tímabil. „Þegar ég fór að skoða þetta aðeins betur þá er fullt af tækifærum í þessum leikmannahóp og mikið af flottum strákum sem ég þekki vel. Augljóslega þarf maður að finna góðar og réttar styrkingar þegar lið kemur svona upp og vonandi tekst það.“ Lyftistöng fyrir félagið ÍR-ingar eru að flytja sig í nýja aðstöðu og í félaginu er unnið mikið og gott starf. Bjarni segir að þetta sé eitthvað sem lengi hafi verið beðið eftir í Breiðholtinu og að þetta muni sameina félagið. „Þetta mun bara gjörbreyta öllu. Ég segi það að þetta muni færa okkur upp um mörg „level“ og líka bara sameina félagið sem við erum búin að bíða eftir síðan ég var svona sex ára. Þess vegna vill ég líka taka þátt, af því að maður er búinn að bíða eftir þessari aðstöðu og þessari umgjörð síðan maður var lítill polli. Loksins þegar þetta tekst að þá langar manni að taka þátt.“ Klippa: Bjarni Fritzson Bjarni kemur aftur inn í þjálfun eftir að hafa verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni þar sem hann gat horft á handboltann á Íslandi með öðrum augum en á hliðarlínunni. Hann segir hluta af ástæðunni fyrir því að hann hafi snúið aftur í þjálfun vera gæði deildarinnar. „Ein af ástæðunum fyrir því að mig langaði að fara aftur inn í þetta var að mér fannst handboltinn sem var spilaður hérna - sérstaklega undir lokin hjá Val og ÍBV - gjörsamlega stórkostlegur.“ „Ég algjörlega heillaðist af honum og mér fannst svo frábært að sjá hversu virkilega góðu handbolti er spilaður hérna. Þannig að mig langaði pínu að taka þátt í því. Við erum að þróa okkur í átt að því að vera þessi sjúklega hraði og skemmtilegi handbolti og svo eru menn líka að leggja alveg svakalega mikið í þetta. Ungu strákarnir eru langt á undan öllum öðrum. Byrjaðir í ólympískum lyftingum og gera sig klára. Þannig að við erum að fá þá mjög snemma bara ótrúlega flotta inn í deildina.“ „Grunnurinn er miklu betri en þegar ég var að koma upp og þessir strákar eru miklu, miklu betri en við,“ sagði Bjarni léttur að lokum. Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Olís-deild karla ÍR Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Sjá meira
Bjarni þjálfaði ÍR-inga með góðum árangri frá 2014 til 2020, en liðið lék í Grill66-deildinni á seinasta tímabili. „Við erum að koma hérna upp og við erum að flytja í nýja aðstöðu þannig að þetta er svakalega spennandi og skemmtilegt verkefni,“ sagði Bjarni í samtali við Gaupa á Stöð 2 í dag. „Það er rosalega bjart framundan hjá okkur ÍR-ingum. Við erum að ala svakalega mikið af góðum strákum upp þannig að lít á þett sem skemmtilega og spennandi áskorun.“ Seinast þegar ÍR-ingar voru í Olís-deildinni var gengið ekki gott. Liðið féll tímabilið 2020-2021 án þess að fá eitt einasta stig, en Bjarni telur þó ekki að hann þurfi að styrkja hópinn mikið fyrir komandi tímabil. „Þegar ég fór að skoða þetta aðeins betur þá er fullt af tækifærum í þessum leikmannahóp og mikið af flottum strákum sem ég þekki vel. Augljóslega þarf maður að finna góðar og réttar styrkingar þegar lið kemur svona upp og vonandi tekst það.“ Lyftistöng fyrir félagið ÍR-ingar eru að flytja sig í nýja aðstöðu og í félaginu er unnið mikið og gott starf. Bjarni segir að þetta sé eitthvað sem lengi hafi verið beðið eftir í Breiðholtinu og að þetta muni sameina félagið. „Þetta mun bara gjörbreyta öllu. Ég segi það að þetta muni færa okkur upp um mörg „level“ og líka bara sameina félagið sem við erum búin að bíða eftir síðan ég var svona sex ára. Þess vegna vill ég líka taka þátt, af því að maður er búinn að bíða eftir þessari aðstöðu og þessari umgjörð síðan maður var lítill polli. Loksins þegar þetta tekst að þá langar manni að taka þátt.“ Klippa: Bjarni Fritzson Bjarni kemur aftur inn í þjálfun eftir að hafa verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni þar sem hann gat horft á handboltann á Íslandi með öðrum augum en á hliðarlínunni. Hann segir hluta af ástæðunni fyrir því að hann hafi snúið aftur í þjálfun vera gæði deildarinnar. „Ein af ástæðunum fyrir því að mig langaði að fara aftur inn í þetta var að mér fannst handboltinn sem var spilaður hérna - sérstaklega undir lokin hjá Val og ÍBV - gjörsamlega stórkostlegur.“ „Ég algjörlega heillaðist af honum og mér fannst svo frábært að sjá hversu virkilega góðu handbolti er spilaður hérna. Þannig að mig langaði pínu að taka þátt í því. Við erum að þróa okkur í átt að því að vera þessi sjúklega hraði og skemmtilegi handbolti og svo eru menn líka að leggja alveg svakalega mikið í þetta. Ungu strákarnir eru langt á undan öllum öðrum. Byrjaðir í ólympískum lyftingum og gera sig klára. Þannig að við erum að fá þá mjög snemma bara ótrúlega flotta inn í deildina.“ „Grunnurinn er miklu betri en þegar ég var að koma upp og þessir strákar eru miklu, miklu betri en við,“ sagði Bjarni léttur að lokum. Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Olís-deild karla ÍR Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Sjá meira