Hæst dæmdi hestur í heimi: Ég svíf bara, segir ræktandinn Árni Sæberg skrifar 7. júní 2022 19:52 Nýtt heimsmet var slegið þegar Helga Una Björnsdóttir sýndi stóðhestinn Viðar frá Skör á Hellu og hleut hann í aðaleinkunn 9,04. Eiðfaxi/Nicki Pfau Nýtt heimsmet var slegið á kynbótabrautinni á Gaddstaðaflötum á Hellu í dag þegar stóðhesturinn Viðar frá Skör hlaut 9,04 í aðaleinkunn. Er hann þar með hæst dæmdi kynbótahestur í heimi, en það var afreksknapinn Helga Una Björnsdóttir sem sýndi Viðar af mikilli fagmennsku. Fáheyrð einkunn var gefin bæði fyrir hæfileika og sköpulag. Með þessu er fyrra heimsmet Þráins frá Flagbjarnarholti fallið, sem hlaut 8,95 í aðaleinkunn árið 2018. Greint var frá heimsmetinu á www.eidfaxi.is „Ég svíf bara og er svolítið lítill í mér,“ sagði Karl Áki Sigurðsson, ræktandi Viðars, í samtali við fréttastofu, hrærður yfir árangri hestsins, en um stórviðburð er að ræða í hestaheiminum. „Það er einsdæmi að rækta svona hest. Það var alveg meiriháttar að horfa á sýninguna og Helga Una gerði það frábærlega.“ Viðar er undan Hrannari frá Flugumýri II og Vár frá Auðsholtshjáleigu. Ræktandi er Karl Áki, eins og fyrr segir, og eigendur Gitte og Flemming Fast, frá Danmörku. „Viðar sýndi strax mikla hæfileika 4 vetra gamall og þá þegar var sagt í gríni að þessi hestur ætti eftir að slá heimsmet. Ótrúlegir ganghæfileikar komu mjög fljótt í ljós og svo er geðslag hestsins algert úrval,“ segir Karl Áki, sem var í áhorfendabrekkunni að fylgjast með í dag. ,,Ég er ekki kominn niður á jörðina ennþá. Þetta er svo ótrúlegt þegar vel gengur.“ Í meðfylgjandi myndbandi frá streymisveitunni Alendis TV má sjá valin brot úr stjörnusýningu Helgu Unu á Viðari frá Skör í dag. Hér má sjá dóm Viðars frá Skör: IS2014101486 Viðar frá Skör Örmerki: 352206000096660 Litur: 2520 Brúnn/milli- stjörnótt Ræktandi: Karl Áki Sigurðsson Eigandi: Flemming Fast, Gitte Fast Lambertsen F.: IS2006158620 Hrannar frá Flugumýri II Ff.: IS1995165864 Kraftur frá Bringu Fm.: IS1992258600 Hending frá Flugumýri M.: IS2003287015 Vár frá Auðsholtshjáleigu Mf.: IS1992158707 Spuni frá Miðsitju Mm.: IS1997287054 Vordís frá Auðsholtshjáleigu Mál (cm): 146 – 135 – 141 – 64 – 145 – 39 – 46 – 43 – 6,7 – 30,5 – 19,0 Hófa mál: V.fr.: 8,9 – V.a.: 7,8 Sköpulag: 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,5 – 8,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 = 8,89 Hæfileikar: 9,0 – 9,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,0 – 9,5 = 9,12 Hægt tölt: 8,5 Aðaleinkunn: 9,04 Hæfileikar án skeiðs: 9,14 Aðaleinkunn án skeiðs: 9,05 Sýnandi: Helga Una Björnsdóttir Hestaíþróttir Hestar Rangárþing ytra Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira
Með þessu er fyrra heimsmet Þráins frá Flagbjarnarholti fallið, sem hlaut 8,95 í aðaleinkunn árið 2018. Greint var frá heimsmetinu á www.eidfaxi.is „Ég svíf bara og er svolítið lítill í mér,“ sagði Karl Áki Sigurðsson, ræktandi Viðars, í samtali við fréttastofu, hrærður yfir árangri hestsins, en um stórviðburð er að ræða í hestaheiminum. „Það er einsdæmi að rækta svona hest. Það var alveg meiriháttar að horfa á sýninguna og Helga Una gerði það frábærlega.“ Viðar er undan Hrannari frá Flugumýri II og Vár frá Auðsholtshjáleigu. Ræktandi er Karl Áki, eins og fyrr segir, og eigendur Gitte og Flemming Fast, frá Danmörku. „Viðar sýndi strax mikla hæfileika 4 vetra gamall og þá þegar var sagt í gríni að þessi hestur ætti eftir að slá heimsmet. Ótrúlegir ganghæfileikar komu mjög fljótt í ljós og svo er geðslag hestsins algert úrval,“ segir Karl Áki, sem var í áhorfendabrekkunni að fylgjast með í dag. ,,Ég er ekki kominn niður á jörðina ennþá. Þetta er svo ótrúlegt þegar vel gengur.“ Í meðfylgjandi myndbandi frá streymisveitunni Alendis TV má sjá valin brot úr stjörnusýningu Helgu Unu á Viðari frá Skör í dag. Hér má sjá dóm Viðars frá Skör: IS2014101486 Viðar frá Skör Örmerki: 352206000096660 Litur: 2520 Brúnn/milli- stjörnótt Ræktandi: Karl Áki Sigurðsson Eigandi: Flemming Fast, Gitte Fast Lambertsen F.: IS2006158620 Hrannar frá Flugumýri II Ff.: IS1995165864 Kraftur frá Bringu Fm.: IS1992258600 Hending frá Flugumýri M.: IS2003287015 Vár frá Auðsholtshjáleigu Mf.: IS1992158707 Spuni frá Miðsitju Mm.: IS1997287054 Vordís frá Auðsholtshjáleigu Mál (cm): 146 – 135 – 141 – 64 – 145 – 39 – 46 – 43 – 6,7 – 30,5 – 19,0 Hófa mál: V.fr.: 8,9 – V.a.: 7,8 Sköpulag: 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,5 – 8,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 = 8,89 Hæfileikar: 9,0 – 9,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,0 – 9,5 = 9,12 Hægt tölt: 8,5 Aðaleinkunn: 9,04 Hæfileikar án skeiðs: 9,14 Aðaleinkunn án skeiðs: 9,05 Sýnandi: Helga Una Björnsdóttir
Hestaíþróttir Hestar Rangárþing ytra Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira