Körfubolti

Bríet Sif gengur í raðir Íslandsmeistaranna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bríet Sif Hinriksdóttir er gengin til liðs við Njarðvík.
Bríet Sif Hinriksdóttir er gengin til liðs við Njarðvík. UMFN.is

Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa samið við bakvörðinn Bríeti Sif Hinriksdóttur um að leika með liðinu í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð.

Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkur, en Bríet gengur til liðs við Íslandsmeistaranna frá Haukum. Njarðvík og Haukar áttust við í úrslitum Subway-deildar kvenna á nýafstaðinni leiktíð þar sem Njarðvíkingar höfðu betur.

Á seinustu leiktíð skilaði Bríet að meðaltali tæplega tíu stigum, þremur fráköstum og rúmlega tveimur stoðsendingum í leik. Hún segir að þjálfari Njarðvíkinga, Rúnar Ingi Erlingsson, hafi sannfært sig um að ganga í raðir Íslandsmeistaranna.

„Rúnar heyrði í mér og seldi mér þetta rosalega vel. Þetta er flottur klúbbur. Ég bý hérna í Njarðvík þannig að þetta hentaði mér ágætlega, en hann heillaði mig eiginlega upp úr skónum hann Rúnar,“ sagði Bríet í tilkynningu Njarðvíkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×