Dauðagríma Napóleons setti lífið í nýtt samhengi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. júní 2022 10:01 Katrín Sirru er meðal viðmælenda í þessum lokaþætti fyrstu seríu af Kúnst. Adelina Antal/Vísir Í nýjasta þætti af Kúnst fáum við innsýn í hugarheim framtíðar listamanna samfélagsins við heimsókn á útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Rætt var við fjóra útskriftarnemendur af bæði myndlistar- og hönnunarbraut. Sýningin Verandi vera fór fram með pomp og prakt á Kjarvalsstöðum í ár og var aðsókn gesta mikil, enda stærsta samsýning ársins. Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Klippa: KÚNST - VERANDI VERA Leyfir höndunum að tala Klemens Nikulásson Hannigan útskrifaðist úr myndlist nú í vor. Í lokaverkefni sínu notaðist hann við handverk og sýndi þrjú verk sem voru öll mótuð úr við. Verkin bera nöfnin 88, Umsnúinn og Aflíðandi ástand. „Ég er mjög tvískiptur í minni listsköpun, allavega hingað til. Ég hef verið mjög performatívur eins og sjá má í hljómsveitinni minni Hatara, en svo er ég líka með handverkið. Ég lærði húsgagnasmíði og hef verið að smíða og hanna húsgögn líka. Svo ég ákvað að fara svolítið og leyfa höndunum að tala og handbragðinu að koma inn í listsköpun mína,“ segir Klemens en lokaverkefni hans má lýsa sem abstrakt skúlptúrum. Klemens og skúlptúrinn hans 88.Adelina Antal/Vísir Kötturinn í örbylgjuofninum „Ég hef alltaf verið ótrúlega hrifin af flökkusögum,“ segir Embla Óðinsdóttir nýútskrifaður grafískur hönnuður. „Ég tók þær svolítið inn í lokaverkefnið mitt, var búin að vinna mikið með flökkusöguheiminn og ákvað að velja fjórar af mínum uppáhalds flökkusögum og vinna út frá því. Svo setti ég fleiri saman í bók og ég notaði prentaðferð til að nota þennan fyrir og eftir vendipunkt sem er rosalega áberandi í flökkusögum. Þegar maður gengur með fram verkefninu þá hreyfast myndirnar fyrir og eftir atburð.“ Embla Óðinsdóttir, grafískur hönnuður. Adelina Antal/Vísir Verkefnið heitir Systir vinkonu mömmu minnar sagði og segir Embla að uppáhalds flökkusagan sín sé kisan í örbylgjuofninum. Dauðagrímur og fjölbreytt fagurfræði Listamaðurinn Katrín Sirru var að ljúka við BA gráðu í myndlist og lokaverkefni háns heitir Eftirmynd. Verkið samanstendur af sex dauðagrímum sem eru ekki raunverulegar persónur heldur eru þær skapaðar út frá áhuga Katrínar á persónusköpun yfir höfuð. „Ég er að reyna að koma þessari tilfinningu áleiðis um að allar mikilvægar manneskjur sem maður þekkir út frá sögunni voru samt jafn merkilegar og allt fólkið sem maður þekkir persónulega.“ Dauðagrímur Katrínar.Adelina Antal/Vísir Katrín segist hafa lesið margar bækur um Napóleon á sínum yngri árum en hugmyndin um hann breyttist þegar Katrín sá svo dauðagrímuna af honum. „Það setti allt í nýtt samhengi, annað sjónarhorn á þennan mann sem var eitthvað svo mikilvægur og merkilegur.“ Teiknimyndapersónur hafa heillað Katrínu síðan í æsku og verið innblástur. „Ég fer að setja saman persónur líka frá því að það eru einhverjir eiginleikar eða andlitsfar sem fólk lítur niður á eða gerir að skrímsli, en ég reyni alltaf að finna leið til að skilja af hverju. Mér hefur alltaf þótt skrýtið að það er eitthvað andlitsfar sem verður fyrir fordómum og sérstaklega stór nef, sem auðvelt er að taka eftir að mér finnst mjög falleg,“ segir Katrín og nýtir slík nef mikið í sinni listsköpun. 570 bollar í bók Sigrún Karls Kristínardóttir, útskriftarnemi úr grafískri hönnun, var með lokaverkefnið Bestu kveðjur, Leir og postulín. „Ég var að skrásetja bollasafn í eigu fyrirtækis sem heitir Leir og postulín. Það eru hjón sem hafa rekið þetta fyrirtæki í fjörutíu ár og hafa geymt sýnishorn af þessum bollum. Ástæðan fyrir því að ég valdi þetta var eiginlega svolítið það að þetta segir mjög mikla sögu um íslensk merki, tíðarandann í samfélaginu, hvað var í tísku, þú getur séð frá hvaða tíma hver stíll er,“ segir Sigrún og bætir við að þetta sé mjög góð heimild um grafíska hönnun á Íslandi. Sigrún Karls með lokaverkefnið sitt Bestu kveðjur, Leir og postulín. Adelina Antal/Vísir Hún myndaði og skrásetti hvorki meira né minna en 570 bolla sem hún setti svo saman í bók. „Svo hannaði ég mína eigin bolla fyrir sýninguna í þeirra anda. Eins og ég hélt að þau myndu gera það.“ Kúnst Myndlist Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Ég er ekkert að grínast, það er algjör alvara í þessu“ Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Þar ræðir hann um lífið, listsköpunina, húmorinn, alvarleika lífsins og mikilvægi þess að fólk stimpli hann ekki sem einhvern grínista. 29. maí 2022 10:36 Frikki Dór og Britney Spears eru innblástur í myndlistinni Myndlistarkonan Kristín Dóra var skilgreind sem popplistamaður þegar hún var í námi við Listaháskólann. Hún segir mikilvægt að ólíkar stefnur fái að taka pláss í myndlistarheiminum í dag. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti KÚNST en þáttinn má finna í heild sinni neðar í pistlinum. 21. apríl 2022 07:01 „Innblásturinn kemur bara af öllu sem við gerum“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 en galleríið opnaði fyrst dyrnar fyrir um sex árum síðan. Árni Már er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna hér: 2. apríl 2022 07:01 Mistökin sem urðu að einhverju geggjuðu Listakonan Saga Sigurðardóttir var viðmælandi í þriðja þætti vefseríunnar KÚNST. 5. febrúar 2022 11:30 „Skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu“ Listamaðurinn Baldvin Einarsson var viðmælandi í síðasta þætti af KÚNST. 22. janúar 2022 11:30 „Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Sýningin Verandi vera fór fram með pomp og prakt á Kjarvalsstöðum í ár og var aðsókn gesta mikil, enda stærsta samsýning ársins. Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Klippa: KÚNST - VERANDI VERA Leyfir höndunum að tala Klemens Nikulásson Hannigan útskrifaðist úr myndlist nú í vor. Í lokaverkefni sínu notaðist hann við handverk og sýndi þrjú verk sem voru öll mótuð úr við. Verkin bera nöfnin 88, Umsnúinn og Aflíðandi ástand. „Ég er mjög tvískiptur í minni listsköpun, allavega hingað til. Ég hef verið mjög performatívur eins og sjá má í hljómsveitinni minni Hatara, en svo er ég líka með handverkið. Ég lærði húsgagnasmíði og hef verið að smíða og hanna húsgögn líka. Svo ég ákvað að fara svolítið og leyfa höndunum að tala og handbragðinu að koma inn í listsköpun mína,“ segir Klemens en lokaverkefni hans má lýsa sem abstrakt skúlptúrum. Klemens og skúlptúrinn hans 88.Adelina Antal/Vísir Kötturinn í örbylgjuofninum „Ég hef alltaf verið ótrúlega hrifin af flökkusögum,“ segir Embla Óðinsdóttir nýútskrifaður grafískur hönnuður. „Ég tók þær svolítið inn í lokaverkefnið mitt, var búin að vinna mikið með flökkusöguheiminn og ákvað að velja fjórar af mínum uppáhalds flökkusögum og vinna út frá því. Svo setti ég fleiri saman í bók og ég notaði prentaðferð til að nota þennan fyrir og eftir vendipunkt sem er rosalega áberandi í flökkusögum. Þegar maður gengur með fram verkefninu þá hreyfast myndirnar fyrir og eftir atburð.“ Embla Óðinsdóttir, grafískur hönnuður. Adelina Antal/Vísir Verkefnið heitir Systir vinkonu mömmu minnar sagði og segir Embla að uppáhalds flökkusagan sín sé kisan í örbylgjuofninum. Dauðagrímur og fjölbreytt fagurfræði Listamaðurinn Katrín Sirru var að ljúka við BA gráðu í myndlist og lokaverkefni háns heitir Eftirmynd. Verkið samanstendur af sex dauðagrímum sem eru ekki raunverulegar persónur heldur eru þær skapaðar út frá áhuga Katrínar á persónusköpun yfir höfuð. „Ég er að reyna að koma þessari tilfinningu áleiðis um að allar mikilvægar manneskjur sem maður þekkir út frá sögunni voru samt jafn merkilegar og allt fólkið sem maður þekkir persónulega.“ Dauðagrímur Katrínar.Adelina Antal/Vísir Katrín segist hafa lesið margar bækur um Napóleon á sínum yngri árum en hugmyndin um hann breyttist þegar Katrín sá svo dauðagrímuna af honum. „Það setti allt í nýtt samhengi, annað sjónarhorn á þennan mann sem var eitthvað svo mikilvægur og merkilegur.“ Teiknimyndapersónur hafa heillað Katrínu síðan í æsku og verið innblástur. „Ég fer að setja saman persónur líka frá því að það eru einhverjir eiginleikar eða andlitsfar sem fólk lítur niður á eða gerir að skrímsli, en ég reyni alltaf að finna leið til að skilja af hverju. Mér hefur alltaf þótt skrýtið að það er eitthvað andlitsfar sem verður fyrir fordómum og sérstaklega stór nef, sem auðvelt er að taka eftir að mér finnst mjög falleg,“ segir Katrín og nýtir slík nef mikið í sinni listsköpun. 570 bollar í bók Sigrún Karls Kristínardóttir, útskriftarnemi úr grafískri hönnun, var með lokaverkefnið Bestu kveðjur, Leir og postulín. „Ég var að skrásetja bollasafn í eigu fyrirtækis sem heitir Leir og postulín. Það eru hjón sem hafa rekið þetta fyrirtæki í fjörutíu ár og hafa geymt sýnishorn af þessum bollum. Ástæðan fyrir því að ég valdi þetta var eiginlega svolítið það að þetta segir mjög mikla sögu um íslensk merki, tíðarandann í samfélaginu, hvað var í tísku, þú getur séð frá hvaða tíma hver stíll er,“ segir Sigrún og bætir við að þetta sé mjög góð heimild um grafíska hönnun á Íslandi. Sigrún Karls með lokaverkefnið sitt Bestu kveðjur, Leir og postulín. Adelina Antal/Vísir Hún myndaði og skrásetti hvorki meira né minna en 570 bolla sem hún setti svo saman í bók. „Svo hannaði ég mína eigin bolla fyrir sýninguna í þeirra anda. Eins og ég hélt að þau myndu gera það.“
Kúnst Myndlist Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Ég er ekkert að grínast, það er algjör alvara í þessu“ Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Þar ræðir hann um lífið, listsköpunina, húmorinn, alvarleika lífsins og mikilvægi þess að fólk stimpli hann ekki sem einhvern grínista. 29. maí 2022 10:36 Frikki Dór og Britney Spears eru innblástur í myndlistinni Myndlistarkonan Kristín Dóra var skilgreind sem popplistamaður þegar hún var í námi við Listaháskólann. Hún segir mikilvægt að ólíkar stefnur fái að taka pláss í myndlistarheiminum í dag. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti KÚNST en þáttinn má finna í heild sinni neðar í pistlinum. 21. apríl 2022 07:01 „Innblásturinn kemur bara af öllu sem við gerum“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 en galleríið opnaði fyrst dyrnar fyrir um sex árum síðan. Árni Már er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna hér: 2. apríl 2022 07:01 Mistökin sem urðu að einhverju geggjuðu Listakonan Saga Sigurðardóttir var viðmælandi í þriðja þætti vefseríunnar KÚNST. 5. febrúar 2022 11:30 „Skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu“ Listamaðurinn Baldvin Einarsson var viðmælandi í síðasta þætti af KÚNST. 22. janúar 2022 11:30 „Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Ég er ekkert að grínast, það er algjör alvara í þessu“ Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Þar ræðir hann um lífið, listsköpunina, húmorinn, alvarleika lífsins og mikilvægi þess að fólk stimpli hann ekki sem einhvern grínista. 29. maí 2022 10:36
Frikki Dór og Britney Spears eru innblástur í myndlistinni Myndlistarkonan Kristín Dóra var skilgreind sem popplistamaður þegar hún var í námi við Listaháskólann. Hún segir mikilvægt að ólíkar stefnur fái að taka pláss í myndlistarheiminum í dag. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti KÚNST en þáttinn má finna í heild sinni neðar í pistlinum. 21. apríl 2022 07:01
„Innblásturinn kemur bara af öllu sem við gerum“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 en galleríið opnaði fyrst dyrnar fyrir um sex árum síðan. Árni Már er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna hér: 2. apríl 2022 07:01
Mistökin sem urðu að einhverju geggjuðu Listakonan Saga Sigurðardóttir var viðmælandi í þriðja þætti vefseríunnar KÚNST. 5. febrúar 2022 11:30
„Skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu“ Listamaðurinn Baldvin Einarsson var viðmælandi í síðasta þætti af KÚNST. 22. janúar 2022 11:30
„Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30