Erlent

Taí­lendingar mega nú rækta og selja kanna­bis

Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa
Talsmenn efnisins segja þó að nýju lögin muni hafa það í för með sér að neyslan afglæpavæðist.
Talsmenn efnisins segja þó að nýju lögin muni hafa það í för með sér að neyslan afglæpavæðist. AP

Taílendingar mega nú rækta kannabis og selja afraksturinn eftir að ríkisstjórn landsins ákvað að fjarlægja efnið af lista yfir ólögleg fíkniefni.

Taíland er fyrsta landið í suðausturhluta Asíu til að stíga þetta skref, en flest önnur lönd í nágrenninu eru með eina ströngustu fíkniefnalöggjöf í heiminum. En þrátt fyrir að mega rækta og selja er neysla kannabisefna enn bönnuð í landinu.

Talsmenn efnisins segja þó að nýju lögin muni hafa það í för með sér að neyslan afglæpavæðist. Ríkistjórnin vonast til að með þessari breytingu eflist landbúnaður í Taílandi og þá verði þetta til góða fyrir ferðamannaiðnaðinn.

Um leið og nýju lögin tóku gildi var einnig ákveðið að senda eina milljón ungplantna til áhugasamra ræktenda. Frá og með deginum í dag má hvert heimili í Taíland þannig rækta sex kannabisplöntur heimafyrir, svo lengi sem ræktunin sé skráð hjá yfirvöldum. Þá mega fyrirtæki einnig rækta plöntuna í meira magni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×