Mælt gegn ferðum með tengivagna á Suðurlandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2022 11:51 Það verður ansi hvasst með suður- og suðausturströndinni í dag og þá einkum undir Eyjafjöllum, við Reynisfjall og í Öræfum. Ferðalangar eru hvattir til að kynna sér veðurspár og fara varlega. vísir/veðurstofa íslands Veðurfræðingur mælir gegn ferðalögum með tengivagna í hvassviðrinu á Suðurlandi næsta rúma sólarhringinn þar sem gul viðvörun er í gildi. Mótstjóri TM-mótsins sem stendur yfir í Eyjum hefur litlar áhyggjur af rokinu og segir Eyjamenn hafa séð það verra. Gul veðurviðvörun tók í morgun gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðris. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir von á ansi miklu hvassviðri á svæðinu. „Það er farið að hvessa þarna og heldur áfram að hvessa eftir því sem líður á daginn. Í þessum töluðu fer að verða býsna snúið bæði vestan Mýrdalsins og austan fyrir Eyjafjöll og í Öræfasveitinni og það versnar enn meira eftir því sem líður á daginn,“ segir Óli Þór. Í kvöld og í nótt hvessi enn frekar en lægi um miðjan dag á morgun undir Eyjafjöllum. Í Öræfasveit verði hins vegar jafnvel mjög hvasst fram á annað kvöld. Hann segir gula viðvörun sérsniðna að ökumönnum á tækjum sem taka á sig mikinn vind eða eru með tengivagna og mælir gegn því að því að þeir verði á ferðinni á þessum slóðum á meðan viðvörun er í gildi. „Mér skilst að tryggingar gildi ekki nema upp að ákveðnu marki með þessi tæki og það er algjör óþarfi að vera að skemma stórar fjárfestingar bara með því að æða af stað í of miklum vindi,“ segir Óli Þór. Um ellefu hundruð stúlkur eru nú í Eyjum vegna TM-mótsins í fótbolta.vísir Viðvörunin gildir líka í Vestmannaeyjum þar sem um ellefu hundruð stúlkur eru saman komnar á TM-mótinu í fótbolta sem nú stendur yfir. Sigríður Inga Kristmannsdóttir mótsstjóri hefur ekki miklar áhyggjur af veðrinu og segir vellina í ágætis skjóli. „Það mun alveg verða smá rok en við höfum alveg séð það verra þannig við sjáum ekki fram á að þurfa gera neinar breytingar á mótinu,“ segir Sigríður. Hún segir mikla stemningu í Eyjum og alla spennta fyrir að koma saman án fjöldatakmarkana eða hólfaskiptinga líkt og þurfti síðasta sumar. „Í ár er þetta bara venjulegt mót. Sem er bara þvílíkur léttir fyrir okkur sem eru að undirbúa mótið og líka skemmtilegra fyrir þá sem eru að koma.“ Veður Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Gul veðurviðvörun tók í morgun gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðris. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir von á ansi miklu hvassviðri á svæðinu. „Það er farið að hvessa þarna og heldur áfram að hvessa eftir því sem líður á daginn. Í þessum töluðu fer að verða býsna snúið bæði vestan Mýrdalsins og austan fyrir Eyjafjöll og í Öræfasveitinni og það versnar enn meira eftir því sem líður á daginn,“ segir Óli Þór. Í kvöld og í nótt hvessi enn frekar en lægi um miðjan dag á morgun undir Eyjafjöllum. Í Öræfasveit verði hins vegar jafnvel mjög hvasst fram á annað kvöld. Hann segir gula viðvörun sérsniðna að ökumönnum á tækjum sem taka á sig mikinn vind eða eru með tengivagna og mælir gegn því að því að þeir verði á ferðinni á þessum slóðum á meðan viðvörun er í gildi. „Mér skilst að tryggingar gildi ekki nema upp að ákveðnu marki með þessi tæki og það er algjör óþarfi að vera að skemma stórar fjárfestingar bara með því að æða af stað í of miklum vindi,“ segir Óli Þór. Um ellefu hundruð stúlkur eru nú í Eyjum vegna TM-mótsins í fótbolta.vísir Viðvörunin gildir líka í Vestmannaeyjum þar sem um ellefu hundruð stúlkur eru saman komnar á TM-mótinu í fótbolta sem nú stendur yfir. Sigríður Inga Kristmannsdóttir mótsstjóri hefur ekki miklar áhyggjur af veðrinu og segir vellina í ágætis skjóli. „Það mun alveg verða smá rok en við höfum alveg séð það verra þannig við sjáum ekki fram á að þurfa gera neinar breytingar á mótinu,“ segir Sigríður. Hún segir mikla stemningu í Eyjum og alla spennta fyrir að koma saman án fjöldatakmarkana eða hólfaskiptinga líkt og þurfti síðasta sumar. „Í ár er þetta bara venjulegt mót. Sem er bara þvílíkur léttir fyrir okkur sem eru að undirbúa mótið og líka skemmtilegra fyrir þá sem eru að koma.“
Veður Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira