Fólu bæjarstjóra að hefja samtal um jarðgöng til Vestmannaeyja Árni Sæberg skrifar 9. júní 2022 19:14 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja, henni hefur verið falið að hefja samtal við stjórnvöld um jarðgangagerð milli Eyja og meginlandsins. Vísir/Jóhann Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar samþykkti bæjarstjórn tillögu þess efnis að bæjarstjóra og bæjarstjórn yrði falið að hefja samtal við stjórnvöld um að kanna fýsileika á gerð jarðgangna milli lands og Eyja. Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi E lista lagði tillögun fram en hún felur í sér að gagna verði aflað sem þegar liggja fyrir varðandi rannsóknir á jarðlögum og þeim lokið. Einnig að uppfæra gögn sem þegar eru til um þjóðhagslegan ávinning af slíkri framkvæmd. Í greinargerð með tillögu Njáls segir að lengi hafi verið rætt um möguleikann á jarðgöngum milli lands og Vestmannaeyja og að á síðasta ári hafi verið lögð fyrir Alþingi þingsályktunartillaga um rannsóknir á jarðlögum milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum með tilliti til fýsileika jarðgangna á milli lands og Eyja. Þar segir að forkönnun hafi verið unnin árið 2000 og ýmsir möguleikar skoðaðir, þar á meða flotgöng og botngöng. Rannsóknir á jarðlögum hafi aftur á móti ekki verið kláraðar til fulls og því mikilvægt að halda verkefninu áfram þannig að úr því verði skorið hvort mögulegt sé að koma á vegtengingu milli lands og Eyja. Göng gætu verið þjóðhagslega ábátasöm Þá er vísað til meistararitgerðar Víðis Þorvarðarsonar en hann gerði kostnaðar- og ábatagreiningu á jarðgöngum milli lands og Vestmannaeyja. Þar kemur fram að þjóðhagslegur ábati af Vestmannaeyjagöngum geti verið um 95 milljarðar króna. „Ekki þarf að fjölyrða um sparnað sem fælist í gerð jarðgangna en sem dæmi má nefna að rekstur Herjólfs er á ári um 650 milljónir, dýpkun Landeyjahafnar kostar um 400 milljónir á ári og nýtt skip, sem endurnýja þarf á 10-15 ára fresti kostar um 5 milljarða. Þá er ljóst að samfélagslegur kostnaður vegna frátafa í siglingum til Landeyjahafnar er gríðarlegur ár hvert,“ segir í greinargerð. Tillagan var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa. Fundargerð fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja má lesa hér. Vestmannaeyjar Samgöngur Rangárþing eystra Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi E lista lagði tillögun fram en hún felur í sér að gagna verði aflað sem þegar liggja fyrir varðandi rannsóknir á jarðlögum og þeim lokið. Einnig að uppfæra gögn sem þegar eru til um þjóðhagslegan ávinning af slíkri framkvæmd. Í greinargerð með tillögu Njáls segir að lengi hafi verið rætt um möguleikann á jarðgöngum milli lands og Vestmannaeyja og að á síðasta ári hafi verið lögð fyrir Alþingi þingsályktunartillaga um rannsóknir á jarðlögum milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum með tilliti til fýsileika jarðgangna á milli lands og Eyja. Þar segir að forkönnun hafi verið unnin árið 2000 og ýmsir möguleikar skoðaðir, þar á meða flotgöng og botngöng. Rannsóknir á jarðlögum hafi aftur á móti ekki verið kláraðar til fulls og því mikilvægt að halda verkefninu áfram þannig að úr því verði skorið hvort mögulegt sé að koma á vegtengingu milli lands og Eyja. Göng gætu verið þjóðhagslega ábátasöm Þá er vísað til meistararitgerðar Víðis Þorvarðarsonar en hann gerði kostnaðar- og ábatagreiningu á jarðgöngum milli lands og Vestmannaeyja. Þar kemur fram að þjóðhagslegur ábati af Vestmannaeyjagöngum geti verið um 95 milljarðar króna. „Ekki þarf að fjölyrða um sparnað sem fælist í gerð jarðgangna en sem dæmi má nefna að rekstur Herjólfs er á ári um 650 milljónir, dýpkun Landeyjahafnar kostar um 400 milljónir á ári og nýtt skip, sem endurnýja þarf á 10-15 ára fresti kostar um 5 milljarða. Þá er ljóst að samfélagslegur kostnaður vegna frátafa í siglingum til Landeyjahafnar er gríðarlegur ár hvert,“ segir í greinargerð. Tillagan var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa. Fundargerð fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja má lesa hér.
Vestmannaeyjar Samgöngur Rangárþing eystra Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent