Fyrir rétt rúmlega klukkustund braust Jason Alexander inn í brúðkaup fyrrverandi eiginkonu sinnar. Hann streymdi innbrotinu á Instagram en sjá má upptöku af streyminu á vef hins virta dægurmálamiðils TMZ, sem greindi fyrst frá.
Í myndbandinu sést hvernig Alexander tekst að komast inn á heimili Britney þar sem vopnaðir öryggisverðir tjáðu honum að hann þyrfti að yfirgefa svæðið.
Að lokum var lögregla kölluð til og samkvæmt heimildum TMZ var hún enn að störfum á svæðinu þegar frétt miðilsins var birt fyrir tæplega klukkustund.
Britney Spears og Jason Alexander giftu sig árið 2004 í Las Vegas en ákvæðu að láta gott heita af hjónabandinu eftir aðeins 55 klukkustundir.