Sport

Sterling sterklega orðaður við Chelsea

Hjörvar Ólafsson skrifar
Raheem Sterling ku vilja fara frá Manchester City í sumar. 
Raheem Sterling ku vilja fara frá Manchester City í sumar.  Vísir/Getty

Fram kemur í enskum fjölmiðlum að enski landsliðsmaðurinn í fótbolta Raheem Sterling gæti verið á leiðinni frá Manchester City til Chelsea. 

Þessi 27 ára gamli framherji á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Manchester City en hann átti ekki fast sæti í liði nýkrýndra Englandsmeistara á síðasta keppnistímabili. 

Fleiri félög hafa augastað á Sterling en Bayern München og Real Madrid hafa einnig verið nefnt til sögunnar sem mögulegur næsti áfangastaður a ferli leikmannsins. 

Talið er að Thomas Tuchel muni fá um það bil 200 milljónir punda frá Todd Boehly, nýjum eigenda félagsins, til þess að versla leikmenn í sumar. 

Á meðal þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir við Chelsea undanfarið eru Ousmane Dembele sem hefur átt erfitt uppdráttar hjá Barcelona, Robert Lewandowski sem vill ólmur komast frá Bayern München og Ibrahima Sangare, miðvallarleikmaður PSV Eindhoven. 

Auk þeirra eru hinir og þessir miðverðir nefndir til sögunnar til þess að bólstra varnarlínu liðsins. 

Þá er framtíð Romelu Lukaku á Stamford Bridge sögð í óvissu og rætt um að hann verði lánaður til Inter Milan á næstu leiktíð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×