Lífið

Twin Peaks-söng­konan Julee Cru­ise er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Julee Cruise á ráðstefnu í London árið 2015.
Julee Cruise á ráðstefnu í London árið 2015. Getty

Bandaríska söngkonan Julee Cruise, sem er hvað þekktust fyrir að syngja upphafslag Twin Peaks-þáttanna, er látin. Hún varð 65 ára gömul.

Eiginmaður Cruise, rithöfundurinn Edward Grinnan, greinir frá andlátinu í færslu á Facebook.

Cruise hóf feril sinn sem söngkona og leikkona í Minneapolis áður en hún fluttist til New York. Árið 1985 hóf hún samstarf með kvikmyndaleikstjóranum David Lynch og tónskáldinu Angelo Badalamenti þar sem þau sáu saman um gerð tónlistarinnar við myndina Blue Velvet.

Þeir Lynch og Badalamenti fengu svo Cruise til að syngja lagið Falling sem notað var sem aðallag sjónvarpsþáttanna vinsælu, Twin Peaks, sem framleiddir voru á árunum 1990 til 1991. Lagið naut mikilla vinsælda og fór Cruise einnig með hlutverk söngkonu sem birtist í þáttunum.

Á ferli sínum gaf Julee Cruise út fjórar plötur, auk þess að starfaði um tíma sem söngkona hljómsveitarinnar The B-52's.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.