Lífið

Britney Spears og Sam áttu drauma brúðkaupsdag þrátt fyrir innbrotið

Elísabet Hanna skrifar
Britney Spears og Sam Asghari giftu sig.
Britney Spears og Sam Asghari giftu sig. Getty/J. Merritt

Poppstjarnan Britney Spears giftist ástinni sinni Sam Asghari í gær við athöfn sem fór fram á heimili hennar en líkt og greint hefur verið frá braust fyrrverandi eiginmaður hennar inn í brúðkaupið. Synir hennar Sean Preston og Jayden James voru ekki viðstaddir en gáfu út yfirlýsingu um að þeir væru ánægður fyrir hennar hönd.

Enginn úr fjölskyldunni

Aðrir fjölskyldumeðlimir hennar voru heldur ekki viðstaddir og var eflaust ekki boðið. Hún hefur áður talað opinskátt um það hversu reið hún sé fjölskyldu sinni sem hún segir hafa notað sig fyrir peninga í gegnum árin en þau sviptu hana sjálfræði í þrettán ár.

Frá því að Britney fékk frelsið sitt aftur hefur hún tjáð opinberlega að hún myndi helst vilja kæra alla fjölskylduna sína fyrir það sem þau gerðu henni. Britney fylgdi sér því sjálf niður altarið í gær samkvæmt heimildum People.

Versace og Presley

Madonna, Drew Barrymore, Selena Gomez og Paris Hilton létu sig þó ekki vanta á gestalistann. Samkvæmt heimildum People klæddist Britney kjól frá tískuhúsinu Versace og var Donatella sjálf í brúðkaupinu. Britney gekk í átt altarisins á meðan lag Elvis Presley „Can't Help Falling in Love" ómaði. 

Í veislunni tók hún nokkur spor með sjálfri Madonnu. Britney skipti þrisvar um föt í gegnum stóra daginn en hélt hárinu og förðuninni eins. Í lok kvöldsin keyrðu brúðhjónin í burtu í hvítum Rolls Royce samkvæmt heimildum People sem var merktur með orðunum „nýgift“.

Britney hefur áður deilt með aðdáendum sínum slörinu sem hún notaði á brúðkaupsdaginn en það gerði hún með því að birta mynd af kisunni sinni Wendy sem var að kúra í klæðunum.

Allt fullkomið

„Það er mikið mál fyrir hana að hún geti loksins gift sig. Hún vill að það sé fullkomið,"

sagði heimildin einnig. Þar vitnar hún í sjálfræðisdeilu Britney sem hún sigraði í nóvember 2021. Áður en hún hlaut sjálfræði sitt á ný mátti hún ekki taka sínar eigin ákvarðanir og var ákvörðunarvaldið í höndum föður hennar. Sjaldheyrt er að fólk fari með forræði yfir öðrum fullorðnum aðila í jafn langan tíma og var raunin í hennar máli.

Britney virðist hafa fengið draumabrúðkaupið sitt og grét gleðitárum í gegnum daginn samkvæmt gestum sem voru á staðnum. Þeir segja hana vera spennta fyrir framtíðinni með Sam. 

Fyrrum eiginmaður í 55 klukkustundir

Jason Alexander, sem reyndi að brjótast inn á heimili Britney þar sem brúðkaupið fór fram í gær, giftist henni árið 2004 í Las Vegas. Þau slitu hjónabandinu eftir aðeins 55 klukkustundir. Samkvæmt TMZ streymdi Jason innbrotinu á miðli sínum þar til lögreglan kom á svæðið, greip í taumana og fjarlægði hann af svæðinu og virðist hann ekki hafa náð að skemma gleðidaginn.

Kynntist Sam í myndbandi

Britney og Sam byrjuðu að stinga saman nefjum eftir að þau kynntust á tökustað myndbandsins „Slumber party“ árið 2016. Eftir að tökum lauk setti Britney sig í samband við hann og tóku þau sér fimm mánuði í að tengjast almennilega og opinberuðu þau sambandið 2017. 

Saman hafa þau nú þegar gengið í gegnum súrt og sætt en hann stóð þétt við bakið á henni þegar hún barðist fyrir frelsinu sínu. Fyrr á árinu tilkynntu þau einnig að þau ætti von á barni en sögðu síðar frá því að þau hafi því miður misst fóstrið en séu spennt að eignast barn saman í framtíðinni.


Tengdar fréttir

Britney Spears á í miklum deilum við systur sína á samfélagsmiðlum

Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár.

Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn

Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 

Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjór­tán ár

Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. 

Pabbi Britney ekki lengur við stýrið

Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt.

Britney og Sam tilkynna fósturmissi

Poppstjarnan Britney Spears og unnusti hennar Sam Asghari tilkynntu að þau hafi því miður upplifað fósturmissi stuttu eftir að hafa sagt frá því að von væri á barni. „Við munum halda áfram að reyna að stækka fallegu fjölskylduna okkar,“ sagði parið í sameiginlegri yfirlýsingu. 

Britney loks orðin frjáls

Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi.

Brit­n­ey Spears er trú­lofuð

Bandaríska söngkonan Britney Spears og kærasti hennar Sam Asghari eru trúlofuð. Spears greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.