Af skráningarskyldum smitsjúkdómum eru þeir sjúkdómar tilkynningarskyldir sem ógnað geta almannaheill. Skylt er að senda sóttvarnalækni upplýsingar um skráningar-og tilkynningarskylda sjúkdóma.
Ekki hafa fleiri apabólusmit greinst á Íslandi en tveir menn greindust í fyrradag. Enginn hefur enn þurft að sæta sóttkví eða einangrun vegna smitanna tveggja. Smitrakning er í höndum smitsjúkdómadeildar Landspítalans.
Enn er beðið staðfestingar á apabólugreiningu mannanna tveggja en sýnin voru send ytra. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu.
Undanfarnar vikur afa greinst yfir þúsund tilfelli af apabólu í 20 Evrópulöndum og átta löndum utan Evrópu þar sem sjúkdómurinn er ekki landlægur.