Perrinn í stuttbuxunum Gunnar Dan Wiium skrifar 12. júní 2022 12:01 Hér er sönn saga um atburð sem Johan vinur minn lenti í í síðustu viku. Atburðarásin er eftirfarandi; Johan er sem sagt kl 2145 á leið heim til sín á reiðhjóli saman með syni sínum Nóa sem er með honum á öðru reiðhjóli. Þeir eru nýlagðir af stað frá leikvelli Krikaskóla í Mosfellsbæ þegar lítill hvítur smábíll með 3 ungum konum stoppar við hlið þeirra. Ein stígur út úr bílnum og gengur rakleitt að Johan og spyr hann ákveðið hvað hann hafði eiginlega hugsað sér að gera við drenginn. Johan sem er frá Svíþjóð svarar hissa á hálfbjagaðri Íslensku að hann ætli að koma honum í rúmið, enda var kl að verða tíu. Því næst spyr hún hann agressíft hve gamall drengurinn sé og Johann svarar henni en meira hissa að drengurinn sem sé sonur hans sé 6 ára. Hann mætir frá henni skrítnu og skeptísku augnaráði og spyr hann aftur hvað hann hafði eiginlega hugsað sér með drenginn. Á meðan þetta allt á sér stað keyrði bíllinn með hinum tveim í löturhægt samhliða þriðju konunni sem elti Johan á hjólinu gangandi. Johan fann fyrir sterkum varnarviðbrögðum innra með sér sem lýsa sér í frumstæðu „fightmode“ og því ákvað að koma sér heim áður en það yrði vesen. Engin frekari eftirmáli varð að þessum atburði annar en sjokkerandi saga á kaffistofunni daginn eftir.Í þessu samhengi sagði ég honum sögu sem ég heyrði fyrir nokkrum árum. Sagan um faðirinn sem gekk inn á flugvallarhótel Kaupmannahöfn í millilendingu fyrir eina nótt með ættleiddri unglingsdóttur sinni sem var með dekkri húð en hann. Stuttu eftir að þau lokuðu hurðinni á sér og voru að gera sig tilbúin fyrir háttinn mætir lögreglan á staðinn í viðbragði við ábendingu sem þeim barst frá einhverjum sem hafði séð þau feðgin saman á leið sinni á herbergið.Dóttir mín sem er ættleidd og augljóslega ekki líffræðileg dóttir mín er að verða 13 ára. Hún er komin á kynþroska og er að breytast í litla konu. Hún er samt sem áður bara stelpan mín og hangir utan í mér eins og frímerki í kringlunni því börn og unglingar elska að láta ýmist draga sig eða halda á sér til að spara orkuna sína, það er það sem hún segir mér allavega. Ég hugsa oft um þessa sögu um pabbann á flugvallarhótelinu og reyni að setja mig í stöðu áhorfandans sem sér mig og dóttur mína eins og samlokur í Kringlunni.Ég veit að við eigum að vera vakandi fyrir öllu sem „gæti“ verið að gerast í kringum okkur en við verðum að passa okkur að dæma ekki of fljótt og út frá tilfinningu einni sér. Það að dóttir mín sé með dekkri húð en ég eða að Johan sé í stuttbuxum og ullarsokkum að kvöldi til er ekki ástæða fyrir að dæma né efast um að neitt annað sé í gangi en bara ábyrgðarfullir feður að koma börnunum sínum í háttinn. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hér er sönn saga um atburð sem Johan vinur minn lenti í í síðustu viku. Atburðarásin er eftirfarandi; Johan er sem sagt kl 2145 á leið heim til sín á reiðhjóli saman með syni sínum Nóa sem er með honum á öðru reiðhjóli. Þeir eru nýlagðir af stað frá leikvelli Krikaskóla í Mosfellsbæ þegar lítill hvítur smábíll með 3 ungum konum stoppar við hlið þeirra. Ein stígur út úr bílnum og gengur rakleitt að Johan og spyr hann ákveðið hvað hann hafði eiginlega hugsað sér að gera við drenginn. Johan sem er frá Svíþjóð svarar hissa á hálfbjagaðri Íslensku að hann ætli að koma honum í rúmið, enda var kl að verða tíu. Því næst spyr hún hann agressíft hve gamall drengurinn sé og Johann svarar henni en meira hissa að drengurinn sem sé sonur hans sé 6 ára. Hann mætir frá henni skrítnu og skeptísku augnaráði og spyr hann aftur hvað hann hafði eiginlega hugsað sér með drenginn. Á meðan þetta allt á sér stað keyrði bíllinn með hinum tveim í löturhægt samhliða þriðju konunni sem elti Johan á hjólinu gangandi. Johan fann fyrir sterkum varnarviðbrögðum innra með sér sem lýsa sér í frumstæðu „fightmode“ og því ákvað að koma sér heim áður en það yrði vesen. Engin frekari eftirmáli varð að þessum atburði annar en sjokkerandi saga á kaffistofunni daginn eftir.Í þessu samhengi sagði ég honum sögu sem ég heyrði fyrir nokkrum árum. Sagan um faðirinn sem gekk inn á flugvallarhótel Kaupmannahöfn í millilendingu fyrir eina nótt með ættleiddri unglingsdóttur sinni sem var með dekkri húð en hann. Stuttu eftir að þau lokuðu hurðinni á sér og voru að gera sig tilbúin fyrir háttinn mætir lögreglan á staðinn í viðbragði við ábendingu sem þeim barst frá einhverjum sem hafði séð þau feðgin saman á leið sinni á herbergið.Dóttir mín sem er ættleidd og augljóslega ekki líffræðileg dóttir mín er að verða 13 ára. Hún er komin á kynþroska og er að breytast í litla konu. Hún er samt sem áður bara stelpan mín og hangir utan í mér eins og frímerki í kringlunni því börn og unglingar elska að láta ýmist draga sig eða halda á sér til að spara orkuna sína, það er það sem hún segir mér allavega. Ég hugsa oft um þessa sögu um pabbann á flugvallarhótelinu og reyni að setja mig í stöðu áhorfandans sem sér mig og dóttur mína eins og samlokur í Kringlunni.Ég veit að við eigum að vera vakandi fyrir öllu sem „gæti“ verið að gerast í kringum okkur en við verðum að passa okkur að dæma ekki of fljótt og út frá tilfinningu einni sér. Það að dóttir mín sé með dekkri húð en ég eða að Johan sé í stuttbuxum og ullarsokkum að kvöldi til er ekki ástæða fyrir að dæma né efast um að neitt annað sé í gangi en bara ábyrgðarfullir feður að koma börnunum sínum í háttinn. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun