Innlent

Af­lýstu flugi tuttugu mínútum fyrir á­ætlaða brott­för

Bjarki Sigurðsson skrifar
Vélin sem um ræðir var á leið til Gautaborgar í Svíþjóð. Myndin er úr safni.
Vélin sem um ræðir var á leið til Gautaborgar í Svíþjóð. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Flugi flugfélagsins Play frá Keflavík til Gautaborgar var aflýst í morgun, tuttugu mínútum fyrir brottför.

Samkvæmt Birgi Olgeirssyni, upplýsingafulltrúa hjá Play, voru veikindi í áhöfn og ekki náðist að manna hana með svo skömmum fyrirvara. 

Flugvélin átti að fara í loftið klukkan 6:45 í morgun en einungis tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför, þegar farþegar voru að gera sig tilbúna að ganga um borð, fengu þeir smáskilaboð um að fluginu væri aflýst. 

Samkvæmt mbl.is greip reiði um sig meðal farþega þegar skilaboðin bárust. 

Málið tengist ekki vandræðum farþegaþotu á vegum Play í nótt sem kom til Keflavíkur frá Malaga. Vélin sendi frá sér tilkynningu um vandamál og sett var á rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í kjölfar þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×