Bósi ljósár bannaður í Mið-Austurlöndum út af samkynja kossi Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2022 10:54 Teiknimyndin Ljósár sem fjallar um ævintýri Bósa ljósár verður ekki sýnd í nokkrum Mið-Austurlöndum. Disney/Pixar Ljósár, nýjasta myndin frá Disney um Bósa ljósár, hefur verið bönnuð í Sádí-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Kúvæt vegna atriðis þar sem tvær konur kyssast. Teiknimyndin er „spin-off“ af hinni vinsælu seríu Leikfangasögu (e. Toy Story) og fjallar um geimævintýri Bósa Ljósár út fyrir endimörk alheimsins. Samkvæmt The Hollywood Reporter hefur myndin verið bönnuð í nokkrum löndum í Mið-Austurlöndum vegna atriðis þar sem geimfarinn Alisha Hawthorne og kona hennar kyssast. Upphaflega hafði atriðið verið klippt út úr myndinni en var sett aftur inn í kjölfar viðbragða Pixar-starfsmanna sem ásökuðu Disney um hinsegin-ritskoðun. Bósi Ljósár og Alisha Hawthorne sem hefur vakið viðbrögð í Mið-Austurlöndum vegna kynhneigðar sinnar.Disney/Pixar Viðbrögð Pixar-starfsmanna voru hluti af stærri mótmælum innan Disney-fyrirtækisins þar sem stjórnendur voru gagnrýndir fyrir skort á viðbrögðum við lagafrumvarpinu „Don‘t Say Gay“ sem var lagt fram í Flórída og bannaði hinseginfræðslu í leik- og grunnskólum í fylkinu. Ítrekaðar ritskoðanir Þessi ritskoðun er hluti af lengri sögu milli Disney og Mið-Austurlanda. Ljósár er enn ein Disney-myndin sem er ekki sýnd í Mið-Austurlöndum af því hún inniheldur persónur sem eru hinsegin eða fjallar um hinseginmálefni. Í apríl var Marvel-myndin Doctor Strange in the Multiverse of Madness ekki sýnd af því America Chavez, ein persóna myndarinnar, er hinsegin. Það fylgdi í kjölfar ritskoðunar á annarri Marvel-mynd, Eternals, sem var ekki sýnd í mörgum löndum Mið-Austurlanda af því hún innihélt samkynja par. Á endanum var ritskoðuð útgáfa af myndinni hins vegar sýnd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þá var söngleikjamyndin West Side Story ekki heldur sýnd í janúar vegna persónu sem var trans í myndinni og leikin af kynsegin leikkonu. Það er spurning hvort ritskoðuð útgáfa af Ljósár verði á endanum sýnd í Mið-Austurlöndum en íslenskir áhorfendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem Ljósár verður frumsýnd í kvikmyndahúsum hérlendis á þjóðhátíðardaginn næstkomandi í Sambíóunum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wHBBoUtJHhA">watch on YouTube</a> Disney Bíó og sjónvarp Hinsegin Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Samkvæmt The Hollywood Reporter hefur myndin verið bönnuð í nokkrum löndum í Mið-Austurlöndum vegna atriðis þar sem geimfarinn Alisha Hawthorne og kona hennar kyssast. Upphaflega hafði atriðið verið klippt út úr myndinni en var sett aftur inn í kjölfar viðbragða Pixar-starfsmanna sem ásökuðu Disney um hinsegin-ritskoðun. Bósi Ljósár og Alisha Hawthorne sem hefur vakið viðbrögð í Mið-Austurlöndum vegna kynhneigðar sinnar.Disney/Pixar Viðbrögð Pixar-starfsmanna voru hluti af stærri mótmælum innan Disney-fyrirtækisins þar sem stjórnendur voru gagnrýndir fyrir skort á viðbrögðum við lagafrumvarpinu „Don‘t Say Gay“ sem var lagt fram í Flórída og bannaði hinseginfræðslu í leik- og grunnskólum í fylkinu. Ítrekaðar ritskoðanir Þessi ritskoðun er hluti af lengri sögu milli Disney og Mið-Austurlanda. Ljósár er enn ein Disney-myndin sem er ekki sýnd í Mið-Austurlöndum af því hún inniheldur persónur sem eru hinsegin eða fjallar um hinseginmálefni. Í apríl var Marvel-myndin Doctor Strange in the Multiverse of Madness ekki sýnd af því America Chavez, ein persóna myndarinnar, er hinsegin. Það fylgdi í kjölfar ritskoðunar á annarri Marvel-mynd, Eternals, sem var ekki sýnd í mörgum löndum Mið-Austurlanda af því hún innihélt samkynja par. Á endanum var ritskoðuð útgáfa af myndinni hins vegar sýnd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þá var söngleikjamyndin West Side Story ekki heldur sýnd í janúar vegna persónu sem var trans í myndinni og leikin af kynsegin leikkonu. Það er spurning hvort ritskoðuð útgáfa af Ljósár verði á endanum sýnd í Mið-Austurlöndum en íslenskir áhorfendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem Ljósár verður frumsýnd í kvikmyndahúsum hérlendis á þjóðhátíðardaginn næstkomandi í Sambíóunum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wHBBoUtJHhA">watch on YouTube</a>
Disney Bíó og sjónvarp Hinsegin Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira