Fótbolti

Ronaldinho: Elska að horfa á framlínu Liverpool

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ronaldinho nýtur þess að horfa á Liverpool.
Ronaldinho nýtur þess að horfa á Liverpool. Denis Doyle/Getty Images

Brasilíska goðsögnin Ronaldinho kveðst njóta þess að fylgjast með sóknarleik Liverpool. Hætt er þó við því að breytingar verði á þeirri framlínu á næstu dögum og vikum.

Ronaldinho var í viðtali við breska miðilinn JOE og var þar spurður hvaða lið í ensku úrvalsdeildinni hana nyti þess best að horfa á.

Það er erfitt að segja. Þau eru mörg. Mér líkar vel við marga leikmenn úr mörgum liðum. Það er erfitt að velja bara eitt. Ég held að hvert félag hafi frábæran leikmann sem ég nýt þess að horfa á, en sóknarmenn Liverpool eru þeir leikmenn sem ég nýt þess mest að sjá, sagði Brasilíumaðurinn.

Ronaldinho var á sínum tíma valinn besti leikmaður heims árin 2005 og 2006. Hann vann bæði spænsku deildina og Meistaradeild Evrópu með Barcelona, ítölsku deildina með AC Milan, og Suður-Ameríkukeppnina með Atlético Mineiro í heimalandinu. hann varð auk þess heimsmeistari með Brasilíu árið 2002.

Hætt er við því að sóknarlínan sem hann nýtur þess best að horfa á sé að liðast í sundur. Sadio Mané er sagður á förum til Bayern Munchen í Þýskalandi en samningur hans, Roberto Firmino og Mohamed Salah, eru allir að renna út næsta sumar. Þeir hafa myndað sterkt þríeyki í framlínu Liverpool síðustu ár.

Diogo Jota átti frábært tímabil og Luis Díaz kom sterkur inn á vinstri kantinn hjá félaginu eftir skipti frá Porto í janúar. Þá virðist allt stefna í að framherjinn Darwin Nunez verði dýrasti leikmaður í sögu félagsins og gangi frá skiptum frá Benfica á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×