Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2022 18:54 Guðmundur Felixson er eigandi Nóru sem hefur nú verið týnd í sólarhring langt frá hennar heimahögum. samsett Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. Þau Guðmundur og Blær komust ekki að því hvar Nóra væri niður komin fyrr en nú síðdegis á mánudag en Nóra slapp úr haldi Reykjavíkurborgar í gær. Nóra er því týnd einhvers staðar í Laugardalnum, langt frá hennar heimahögum í Vesturbænum. Eigendum ekki gert viðvart Nágranni Guðmundar hafði kvartað yfir Nóru sem hafði ítrekað rótað og kúkað í beðum hennar. „Nóra er því miður búin að venja sig á það að kúka í beðum og nágranninn greip því til þessa úrræðis, að fá Reykjavíkurborg til að fanga hana koma fyrir í einhverri kattageymslu í Laugardalnum sem mér skilst að sé eitthvað tengt Húsdýragarðinum. Hún hefur sennilega kvartað nokkuð oft því þetta eiga að vera bara akút tilfelli sem enda þarna,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur er ósáttur við vinnubrögð borgarinnar enda hafi þeim ekki borist nein tilkynning um að búið væri að fjarlægja Nóru. Þau hafi þvert á móti þurft að ganga á eftir þvi að fá vitneskju um afdrif hennar. „Við vissum að nágrannanum væri illa við Nóru og hún hafði einhvern tímann minnst á að nýta sér þetta úrræði. Þegar ég talaði við hana sagðist hún hafa látið Reykjavíkurborg fjarlægja köttinn. Við þurftum síðan bara að finna út úr því hvar kötturinn væri.“ Þegar Guðmundur náði loks sambandi við Reykjavíkurborg kom í ljós að Nóra hafði sloppið úr þeirra umsjá. „Þau höfðu semsagt týnt Nóru áður en búið væri að greina örmerkið hennar, þannig þau vissu í raun ekkert hver eigandinn væri. Í staðinn fyrir að reyna að hafa samband við þann sem kvartaði og mögulega fá upplýsingar um eigendur þannig, báðu þau bara eftir að við myndum hringja. Þannig núna er hún búin að vera týnd í Laugardalnum í sólarhring, langt frá heimili hennar í Vesturbænum.“ Sérstakt að svona lítið þurfi til Guðmundur furðar sig jafnframt á því að Reykjavíkurborg skuli grípa til þessa úrræðis við slíkar aðstæður. „Þetta er vissulega ónæði og mjög leiðinlegt að Nóra sé búin að venja sig á svona ósiði. En ég get ekki séð að það sé akút tilfelli sem að krefst þess að kötturinn sé fjarlægður úr hverfinu sem er nú þegar uppfullt af köttum.“ „Mér skilst að Reykjavíkurborg sé nánast hætt að beita þessu úrræði og það eigi bara að gera svona þegar allt annað hefur verið reynt. Það hefði að minnsta kosti átt að hafa samband við okkur fyrst.“ Guðmundur biður fólk um að hafa augun opin fyrir Nóru en hann kveðst vongóður um að hún finnist enda hafi færsla hans fengið mikla dreifingu. Gæludýr Reykjavík Kettir Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Þau Guðmundur og Blær komust ekki að því hvar Nóra væri niður komin fyrr en nú síðdegis á mánudag en Nóra slapp úr haldi Reykjavíkurborgar í gær. Nóra er því týnd einhvers staðar í Laugardalnum, langt frá hennar heimahögum í Vesturbænum. Eigendum ekki gert viðvart Nágranni Guðmundar hafði kvartað yfir Nóru sem hafði ítrekað rótað og kúkað í beðum hennar. „Nóra er því miður búin að venja sig á það að kúka í beðum og nágranninn greip því til þessa úrræðis, að fá Reykjavíkurborg til að fanga hana koma fyrir í einhverri kattageymslu í Laugardalnum sem mér skilst að sé eitthvað tengt Húsdýragarðinum. Hún hefur sennilega kvartað nokkuð oft því þetta eiga að vera bara akút tilfelli sem enda þarna,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur er ósáttur við vinnubrögð borgarinnar enda hafi þeim ekki borist nein tilkynning um að búið væri að fjarlægja Nóru. Þau hafi þvert á móti þurft að ganga á eftir þvi að fá vitneskju um afdrif hennar. „Við vissum að nágrannanum væri illa við Nóru og hún hafði einhvern tímann minnst á að nýta sér þetta úrræði. Þegar ég talaði við hana sagðist hún hafa látið Reykjavíkurborg fjarlægja köttinn. Við þurftum síðan bara að finna út úr því hvar kötturinn væri.“ Þegar Guðmundur náði loks sambandi við Reykjavíkurborg kom í ljós að Nóra hafði sloppið úr þeirra umsjá. „Þau höfðu semsagt týnt Nóru áður en búið væri að greina örmerkið hennar, þannig þau vissu í raun ekkert hver eigandinn væri. Í staðinn fyrir að reyna að hafa samband við þann sem kvartaði og mögulega fá upplýsingar um eigendur þannig, báðu þau bara eftir að við myndum hringja. Þannig núna er hún búin að vera týnd í Laugardalnum í sólarhring, langt frá heimili hennar í Vesturbænum.“ Sérstakt að svona lítið þurfi til Guðmundur furðar sig jafnframt á því að Reykjavíkurborg skuli grípa til þessa úrræðis við slíkar aðstæður. „Þetta er vissulega ónæði og mjög leiðinlegt að Nóra sé búin að venja sig á svona ósiði. En ég get ekki séð að það sé akút tilfelli sem að krefst þess að kötturinn sé fjarlægður úr hverfinu sem er nú þegar uppfullt af köttum.“ „Mér skilst að Reykjavíkurborg sé nánast hætt að beita þessu úrræði og það eigi bara að gera svona þegar allt annað hefur verið reynt. Það hefði að minnsta kosti átt að hafa samband við okkur fyrst.“ Guðmundur biður fólk um að hafa augun opin fyrir Nóru en hann kveðst vongóður um að hún finnist enda hafi færsla hans fengið mikla dreifingu.
Gæludýr Reykjavík Kettir Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira