Íhugar að selja Everton eftir erfiða eignartíð Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júní 2022 12:01 Moshiri hefur ekki átt sjö dagana sæla í Liverpool-borg. Alex Livesey/Getty Images Farhad Moshiri, meirihlutaeigandi í Everton á Englandi, íhugar að selja félagið ef marka má breska fjölmiðla. Moshiri bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á mistökum sem hafa verið gerð í hans eigendatíð. Moshiri keypti helmingshlut í Everton í febrúar árið 2016, af Englendingnum Bill Kenwright. Margur Everton-stuðningsmaðurinn fagnaði komu hans þar sem félagið virtist vera að falla aftur úr samkeppnisaðilum sínum sökum smárra fjármuna Kenwright í samanburði. Óhætt er að segja að Moshiri hafi lagt mikið fé í Everton en liðið hefur eytt meira en 560 milljónum punda í leikmannakaup frá því að hann mætti á svæðið. Þrátt fyrir það var félagið nærri því að falla úr ensku úrvalsdeildinni í vor og bjargaði sér í næstsíðustu umferð. Ráðning á Rafael Benítez, fyrrum þjálfara Liverpool, féll ekki vel í kramið hjá Everton-mönnum og þá gat félagið litlu sem engu eytt á leikmannamarkaðnum vegna bruðls síðustu ára og hættu á að brjóta FFP-reglur, sem snúa að fjárhagslegri háttvísi. Moshiri sendi frá sér opið bréf í síðustu viku þar sem hann bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á þeim mistökum sem hafi verið gerð síðustu misseri. Fregnir frá Englandi herma að hann íhugi nú að selja félagið, en aðeins eru örfáir mánuðir síðan hann stækkaði hlut sinn úr rúmum 50 prósentum í 94 prósent, í janúar á þessu ári. The Athletic greinir frá því að Peter Kenyon, fyrrum stjórnarformaður hjá Manchester United og Chelsea, fari fyrir fjárfestingarhópi sem hyggist kaupa félagið. Gylfi Þór Sigurðsson er samningsbundinn Everton en hefur ekki spilað með félaginu frá því að hann var tekinn fastur, grunaður um kynferðisbrot, í júlí í fyrra. Samningur hans rennur út 30. júní næstkomandi og verður ekki endurnýjaður. Grétar Rafn Steinsson var starfsmaður félagsins frá 2018 þar til í desember í fyrra, þegar honum var sagt upp ásamt Marcel Brands, sem var yfirmaður knattspyrnumála. Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira
Moshiri keypti helmingshlut í Everton í febrúar árið 2016, af Englendingnum Bill Kenwright. Margur Everton-stuðningsmaðurinn fagnaði komu hans þar sem félagið virtist vera að falla aftur úr samkeppnisaðilum sínum sökum smárra fjármuna Kenwright í samanburði. Óhætt er að segja að Moshiri hafi lagt mikið fé í Everton en liðið hefur eytt meira en 560 milljónum punda í leikmannakaup frá því að hann mætti á svæðið. Þrátt fyrir það var félagið nærri því að falla úr ensku úrvalsdeildinni í vor og bjargaði sér í næstsíðustu umferð. Ráðning á Rafael Benítez, fyrrum þjálfara Liverpool, féll ekki vel í kramið hjá Everton-mönnum og þá gat félagið litlu sem engu eytt á leikmannamarkaðnum vegna bruðls síðustu ára og hættu á að brjóta FFP-reglur, sem snúa að fjárhagslegri háttvísi. Moshiri sendi frá sér opið bréf í síðustu viku þar sem hann bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á þeim mistökum sem hafi verið gerð síðustu misseri. Fregnir frá Englandi herma að hann íhugi nú að selja félagið, en aðeins eru örfáir mánuðir síðan hann stækkaði hlut sinn úr rúmum 50 prósentum í 94 prósent, í janúar á þessu ári. The Athletic greinir frá því að Peter Kenyon, fyrrum stjórnarformaður hjá Manchester United og Chelsea, fari fyrir fjárfestingarhópi sem hyggist kaupa félagið. Gylfi Þór Sigurðsson er samningsbundinn Everton en hefur ekki spilað með félaginu frá því að hann var tekinn fastur, grunaður um kynferðisbrot, í júlí í fyrra. Samningur hans rennur út 30. júní næstkomandi og verður ekki endurnýjaður. Grétar Rafn Steinsson var starfsmaður félagsins frá 2018 þar til í desember í fyrra, þegar honum var sagt upp ásamt Marcel Brands, sem var yfirmaður knattspyrnumála.
Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira