Innlent

Nýtti tækifærið og stökk út um glugga

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þorkell Heiðarsson og kötturinn Nóra.
Þorkell Heiðarsson og kötturinn Nóra. Vísir/Arnar og aðsend

Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum.

Kötturinn Nóra var á laugardaginn fjarlægður nálægt heimili sínu í Vesturbænum. Nágranni hafði kvartað ítrekað yfir miklum kattagangi við hús sitt og beð, og var því gripið til þess undantekningaráðs að setja upp kattagildru til að komast að því hver eigandi kattarins væri.

Nóra er ekki með ól og var því tekinn í búrinu til Dýraþjónustunnar en þar átti að lesa örmerki hennar. Þegar búrið var opnað stökk Nóra í burtu og út um litla rifu á glugga í herberginu þar sem átti að lesa örmerkið.

Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir í samtali við fréttastofu að atvikið sé mjög leiðinlegt og þykir honum afar leitt að kötturinn hafi sloppið.

Hann segir að venjan sé ekki að notast við gildrur nema að búið sé að kvarta ítrekað, sem var gert í þessu tilfelli. Þó var ekki beint kvartað undan Nóru heldur almennt vegna kattagangs við húsið.

Þorkell segir að sést hafi verið til Nóru í Laugardalnum í kringum Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Hann biður alla sem sjá kött svipaðan Nóru í Laugardalnum að hringja strax í Dýraþjónustuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×