Illa verðlagðar fasteignir – Hærra verð með því að selja sjálfur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. júní 2022 07:31 Rannsakendur við Stanford háskóla ráku sig á áhugaverða staðreynd sem varð til þess að nánast engir seljendur nota fasteignasala til að selja eignir sínar þar lengur: Fólk sem notaði fasteignasala til þess að selja eignir sínar á háskólasvæðinu fékk að meðaltali 5,9% til 7,7% lægra verð fyrir þær![1] Þessi gríðarlegi verðmunur er umtalsvert meiri en það sem ég hafði nefnt í nýlegri grein [2], svo hvað veldur? Í Stanford voru þær sérstöku aðstæður að fasteignasalar höfðu ekki betra aðgengi að væntanlegum kaupendum heldur en þeir sem seldu eignir sínar sjálfir, en í öðrum tilvikum í USA hafa fasteignasalar það oft í gegnum sölukerfi sín. Og þar sem hvatakerfi fasteignasala er þannig uppbyggt að það er betra fyrir þá að selja á lágu verði og selja hratt fremur en að bíða lengur og fá betra verð, þá varð niðurstaðan sú að notkun fasteignasala leiddi til stór taps fyrir seljendur. Á Íslandi er aðgengi seljenda að kaupendum stórgott enda auðvelt að auglýsa eignir til sölu á fasteignavefjum, samfélagsmiðlum og dagblöðum. Það þýðir að niðurstöður Stanford rannsóknarinnar eiga erindi við íslenskan almenning. Við getum í raun sannreynt það auðveldlega út frá hvernig eignir hér eru verðlagðar. Hver kannast ekki við að hafa heyrt af margmenni á opnum húsum og fjölda tilboða í hverja eign um leið og þær eru komnar á sölu? Jafnvel tilboð um staðgreiðslu á yfirverði? Allt eru þetta merki um lélega verðlagningu á eigninni, líklega af hálfu fasteignasala. Það er vegna þess að flestir eiga bara eina eign til þess að selja en ekki margar af sömu gerð. Það er því enginn hagur í því að verðleggja eign þannig að hún laði að fullt hús af fólki. Það segir einfaldlega að verðið var of lágt. Ég vil bara fá þá aðila sem meta eignina mína á sem hæstu verði inn um dyrnar hjá mér, ég þarf raunar bara einn slíkan. Ég hef ekkert að gera við fullt hús af fólki sem telur sig komið á útsölu. Það er hins vegar rosalega fínt fyrir fasteignasalann, auðveld sala með himinhárri söluþóknun, þó það kosti viðskiptavininn milljónir á milljónir ofan. Fasteignasalar hafa þó margir hverjir góða sérþekkingu, hún bara nýtist viðskiptavinum ekki vel með núverandi hvatakerfi. Draumastaðan, framtíðin, er því að seljendur selji eignir sínar meira og minna sjálfir en geti ráðið fasteignasala sér til aðstoðar við afmarkaða þætti eins og verðlagningu eða skjalagerð á föstu gjaldi, svona eins og gert er við aðra sérfræði þjónustu. Það er komið nóg af þessari vitleysu að greiða milljónir í söluþóknanir og tapa enn fleiri milljónum vegna lélegs verðmats. Væri þá ekki nær að spara sér peninginn eða kaup næstu eign full útbúna með gólfefnum, innréttingum og öllum nútíma lúxus í stað þess að láta peninginn hverfa í vasa fasteignasala og eitthvert annað? Höfundur er doktorsnemi í hagfræði. [1] Sjá greinina “DO REAL ESTATE BROKERS ADD VALUE WHEN LISTING SERVICES ARE UNBUNDLED?” eftir Bernheim og Meer (2012). [2] Þar var ég þó jafnvel að vanmeta áhrifin. Sjá t.d. greinina “Conflicts between principals and agents: evidence from residential brokerage” (Rutherford, Springer & Yavas, 2005) sem bendir til að fasteignasalar selji eigin eignir á 4,5% hærra verði en eignir viðskiptavina sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Fasteignamarkaður Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Rannsakendur við Stanford háskóla ráku sig á áhugaverða staðreynd sem varð til þess að nánast engir seljendur nota fasteignasala til að selja eignir sínar þar lengur: Fólk sem notaði fasteignasala til þess að selja eignir sínar á háskólasvæðinu fékk að meðaltali 5,9% til 7,7% lægra verð fyrir þær![1] Þessi gríðarlegi verðmunur er umtalsvert meiri en það sem ég hafði nefnt í nýlegri grein [2], svo hvað veldur? Í Stanford voru þær sérstöku aðstæður að fasteignasalar höfðu ekki betra aðgengi að væntanlegum kaupendum heldur en þeir sem seldu eignir sínar sjálfir, en í öðrum tilvikum í USA hafa fasteignasalar það oft í gegnum sölukerfi sín. Og þar sem hvatakerfi fasteignasala er þannig uppbyggt að það er betra fyrir þá að selja á lágu verði og selja hratt fremur en að bíða lengur og fá betra verð, þá varð niðurstaðan sú að notkun fasteignasala leiddi til stór taps fyrir seljendur. Á Íslandi er aðgengi seljenda að kaupendum stórgott enda auðvelt að auglýsa eignir til sölu á fasteignavefjum, samfélagsmiðlum og dagblöðum. Það þýðir að niðurstöður Stanford rannsóknarinnar eiga erindi við íslenskan almenning. Við getum í raun sannreynt það auðveldlega út frá hvernig eignir hér eru verðlagðar. Hver kannast ekki við að hafa heyrt af margmenni á opnum húsum og fjölda tilboða í hverja eign um leið og þær eru komnar á sölu? Jafnvel tilboð um staðgreiðslu á yfirverði? Allt eru þetta merki um lélega verðlagningu á eigninni, líklega af hálfu fasteignasala. Það er vegna þess að flestir eiga bara eina eign til þess að selja en ekki margar af sömu gerð. Það er því enginn hagur í því að verðleggja eign þannig að hún laði að fullt hús af fólki. Það segir einfaldlega að verðið var of lágt. Ég vil bara fá þá aðila sem meta eignina mína á sem hæstu verði inn um dyrnar hjá mér, ég þarf raunar bara einn slíkan. Ég hef ekkert að gera við fullt hús af fólki sem telur sig komið á útsölu. Það er hins vegar rosalega fínt fyrir fasteignasalann, auðveld sala með himinhárri söluþóknun, þó það kosti viðskiptavininn milljónir á milljónir ofan. Fasteignasalar hafa þó margir hverjir góða sérþekkingu, hún bara nýtist viðskiptavinum ekki vel með núverandi hvatakerfi. Draumastaðan, framtíðin, er því að seljendur selji eignir sínar meira og minna sjálfir en geti ráðið fasteignasala sér til aðstoðar við afmarkaða þætti eins og verðlagningu eða skjalagerð á föstu gjaldi, svona eins og gert er við aðra sérfræði þjónustu. Það er komið nóg af þessari vitleysu að greiða milljónir í söluþóknanir og tapa enn fleiri milljónum vegna lélegs verðmats. Væri þá ekki nær að spara sér peninginn eða kaup næstu eign full útbúna með gólfefnum, innréttingum og öllum nútíma lúxus í stað þess að láta peninginn hverfa í vasa fasteignasala og eitthvert annað? Höfundur er doktorsnemi í hagfræði. [1] Sjá greinina “DO REAL ESTATE BROKERS ADD VALUE WHEN LISTING SERVICES ARE UNBUNDLED?” eftir Bernheim og Meer (2012). [2] Þar var ég þó jafnvel að vanmeta áhrifin. Sjá t.d. greinina “Conflicts between principals and agents: evidence from residential brokerage” (Rutherford, Springer & Yavas, 2005) sem bendir til að fasteignasalar selji eigin eignir á 4,5% hærra verði en eignir viðskiptavina sinna.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun