Heildarvirði rafmynta hefur ekki verið lægra síðan í janúar 2021 en verðmætasta rafmynt heims, Bitcoin féll um 14 prósent í gær og hefur ekki mælst lægri í 18 mánuði. Að sama skapi féll Ether um 18 prósent, niður í lægsta virði myntarinnar síðan í janúar 2021. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters um málið.
Bitcoin hefur tapað 25 prósent af virði síðan á föstudag en virði myntarinnar er 67 prósent minna en þegar hún var verðmætust í nóvember 2021.
Í kjölfar hækkandi vaxta og verðbólgu reyna fjárfestar að losa sig við áhætturíkar eignir með hraði, þar á meðal rafmyntir. Á mánudaginn lokuðu tveir stærstu rafmyntaverkvangar heims, Binance og Celsius fyrir sölu á rafmyntum til þess að vernda eigin starfsemi en samkvæmt umfjöllun CNN um málið eru eignir Celsius metnar á 3,7 milljarða Bandaríkjadala.