Hollendingar stálu sigrinum gegn Wales | Færeyingar snéru taflinu við Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júní 2022 21:32 Memphis Depay var hetja Hollendinga í kvöld. James Williamson - AMA/Getty Images Það var nóg um að vera í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld, en alls voru spilaðir tólf leikir. Hollendingar unnu dramatískan 3-2 sigur gegn Wales og Færeyingar gerðu 2-2 jafntefli gegn Lúxemborg eftir að hafa lent 2-0 undir. Noa Lang kom Hollendingum yfir gegn Wales eftir rétt rúmlega 15 mínútna leik áður en Cody Gakpo tvöfaldaði forystu liðsins sex mínútum síðar. Brennan Johnson minnkaði muninn fyrir Wales á 26. mínútu og staðan var því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. Lengst af leit út fyrir að þetta yrðu lokatölur leiksins, en lokamínúturnar buðu upp á nóg af dramatík. Á 90. mínútu fékk Tyrell Malacia dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að hrinda Connor Roberts inni í vítateig. Varamaðurinn Gareth Bale fór á punktinn og jafnaði metin fyrir velska liðið á annarri mínútu uppbótartíma. Velska liðið var enn að hugsa um markið þegar Hollendingar tóku miðjuna og skoruðu strax í næstu sókn. Þar var á ferðinni Memphis Depay og niðurstaðan varð því dramatískur 3-2 sigur Hollendinga. 𝗧𝗵𝗲𝘀𝗲. 𝗳𝗶𝗻𝗮𝗹. 𝗺𝗶𝗻𝘂𝘁𝗲𝘀. 🤯📝🇳🇱 Oranje trekt overwinning over de streep in absolute slotfase ⬎#NationsLeague #NEDWALhttps://t.co/hGaHiro4o9— OnsOranje (@OnsOranje) June 14, 2022 Þá sóttu Færeyingar gott stig er liðið heimsótti Lúxemborg. Heimamenn komust í 2-0 með mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn, en Joannes Bjartalid skoraði tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleik og tryggði Færeyingum stig. Úrslit kvöldsins A-deild, riðill 3: England 0-4 Ungverjaland Þýskaland 5-2 Ítalía A-deild, riðill 4: Holland 3-2 Wales Pólland 0-1 Belgía B-deild, riðill 1: Armenía 1-4 Skotland Úkraína 1-1 Írland B-deild, riðill 3: Bosnía og Hersegóvína 3-2 Finnland Rúmenía 0-3 Svartfjallaland C-deild, riðill 1: Lúxemborg 2-2 Færeyjar Tyrkland 2-0 Litháen D-deild, riðill 1: Moldavía 2-1 Andorra Liechtenstein 0-2 Lettland Þjóðadeild UEFA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Sjá meira
Noa Lang kom Hollendingum yfir gegn Wales eftir rétt rúmlega 15 mínútna leik áður en Cody Gakpo tvöfaldaði forystu liðsins sex mínútum síðar. Brennan Johnson minnkaði muninn fyrir Wales á 26. mínútu og staðan var því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. Lengst af leit út fyrir að þetta yrðu lokatölur leiksins, en lokamínúturnar buðu upp á nóg af dramatík. Á 90. mínútu fékk Tyrell Malacia dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að hrinda Connor Roberts inni í vítateig. Varamaðurinn Gareth Bale fór á punktinn og jafnaði metin fyrir velska liðið á annarri mínútu uppbótartíma. Velska liðið var enn að hugsa um markið þegar Hollendingar tóku miðjuna og skoruðu strax í næstu sókn. Þar var á ferðinni Memphis Depay og niðurstaðan varð því dramatískur 3-2 sigur Hollendinga. 𝗧𝗵𝗲𝘀𝗲. 𝗳𝗶𝗻𝗮𝗹. 𝗺𝗶𝗻𝘂𝘁𝗲𝘀. 🤯📝🇳🇱 Oranje trekt overwinning over de streep in absolute slotfase ⬎#NationsLeague #NEDWALhttps://t.co/hGaHiro4o9— OnsOranje (@OnsOranje) June 14, 2022 Þá sóttu Færeyingar gott stig er liðið heimsótti Lúxemborg. Heimamenn komust í 2-0 með mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn, en Joannes Bjartalid skoraði tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleik og tryggði Færeyingum stig. Úrslit kvöldsins A-deild, riðill 3: England 0-4 Ungverjaland Þýskaland 5-2 Ítalía A-deild, riðill 4: Holland 3-2 Wales Pólland 0-1 Belgía B-deild, riðill 1: Armenía 1-4 Skotland Úkraína 1-1 Írland B-deild, riðill 3: Bosnía og Hersegóvína 3-2 Finnland Rúmenía 0-3 Svartfjallaland C-deild, riðill 1: Lúxemborg 2-2 Færeyjar Tyrkland 2-0 Litháen D-deild, riðill 1: Moldavía 2-1 Andorra Liechtenstein 0-2 Lettland
A-deild, riðill 3: England 0-4 Ungverjaland Þýskaland 5-2 Ítalía A-deild, riðill 4: Holland 3-2 Wales Pólland 0-1 Belgía B-deild, riðill 1: Armenía 1-4 Skotland Úkraína 1-1 Írland B-deild, riðill 3: Bosnía og Hersegóvína 3-2 Finnland Rúmenía 0-3 Svartfjallaland C-deild, riðill 1: Lúxemborg 2-2 Færeyjar Tyrkland 2-0 Litháen D-deild, riðill 1: Moldavía 2-1 Andorra Liechtenstein 0-2 Lettland
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Sjá meira